Austurland


Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5 FEBRÚAR 1998 5 Frá landsleiknum í Neskaupstað. Um 900 manns horfðu á leikinn og skemmtu sér hið besta þrátt fyrir tap gegn Dönum. Ljósm. as HSÍ skoðar landsleikjahald á Verði af þessum landsleikjum verða forsvarsmenn staðanna þar sem þeir verða leiknir að koma sér saman um einhvern ramma til að vinna eftir, það hlýtur að verða hagkvæmara þegar upp verður staðið. Þá er bara að bíða og vona að þetta mál fái farsælan endir, því hvað er hægt að hugsa sér skemmtilegra en handbolta á heimsvísu á heimavelli! Austurlandi hægt að deila með Fáskrúðsfirð- ingum og svo ætti að vera léttara fyrir nýtt sveitarfélag: Eskifjörð, Neskaupstað og Reyðarfjörð að taka þetta að sér eins og Nes- kaupstaður gerði einn s.l. haust, en þó með, að mér hefur skilist, verðugum stuðningi frá ýmsurn aðilum". Handknattleiksunnendum á Austanlandi er eflaust enn í fersku minni fyrsti landsleikur- inn í handknattleik á Austurlandi sem fram fór í íþróttahúsinu í Neskaupstað 6. september s.l. Um 900 manns lögðu þá leið sína í húsið til að horfa á landslið Islands og Danmerkur eigast við. Nú er fulltrúi Austfirðinga hjá HSI, Friðrik Guðmundsson frá Neskaupstað, ásamt Þorbirni Jenssyni landsliðsþjálfara, og stjóm HSI að skoða þann mögu- leika að koma með A-landslið Islands og Japans austur í maí n.k. Friðrik Guðmundsson sagði í samtali við blaðið að þeir hafi fyrst kannað möguleikana á að vera með þrjá leiki fyrir austan og verið þá með Seyðisfjörð, Neskaupstað og Fáskrúðsfjörð í huga. Nú væri ljóst að húsið á Seyðisfirði yrði aldrei tilbúið á þessum tíma, það hafi reyndar aldrei staðið til, svo þá yrðu landsleikimir væntanlega tveir frekar en þrír og þá á síðasttöldu stöðunum. Friðrik lagði áherslu á að hér væri aðeins um fyrstu athugun að ræða, margir staðir væm tilbúnir að taka þessa leiki og það væri víst að þeir yrðu leiknir á landsbyggðinni dagana 8. - 11. maí. Hann sagði að hjá HSÍ hefðu menn sett dæmið þannig upp að tíminn á milli leikja yrði notaður til að kynna handknattleiksíþróttina, gefa unga fólkinu tækifæri til að leika sér með landsliðsmönnunum, sem margir hverjir væru hálf- gerð átrúnaðargoð í þeirra augum. En hvenær skýrast þessi mál? „Það verður fljótlega en fyrst verðum við að fá svör frá við- komandi bæjarfélögum hvort þau séu tilbúin að leggja þessu Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var ekki síður vinsœll en lið. Framkvæmd landsleiksins í myndar svo þar á bæ hafa menn leikmennirnir. Hér áritar liann leikskrána fyrir aðdáendur sína. Neskaupstað í haust var til fyrir- einhverja reynslu. Henni verður Ljósm. Eg. Enn um frægasta háhyrning sðgunnar Það vœsir ekki um Keiko í sundlauginni sinni í Origoit þar sem hann hefur dvalið síðustu tvö ár. Mikið er gert lir háhyrningnum á netinu og t.d. er hœgt að fylgjast með Itonum í myndavél í beinni útsendingu livenœr sólarhringsins seitt er. Það hefur varla farið framhjá neinum að hugmyndir eru uppi um að háhymingurinn Keiko, stjarna myndarinnar „Free Willy“ komi til Eskifjarðar þar sem hann verði geymdur þar til hægt verði að sleppa honum. Astæðan fyrir hinni fyrirhuguðu Eskifjarðardvöl háhymingsins er sú að Keiko þarf að venjast aðstæðum áður en honum verður sleppt við íslandsstrendur en þrátt fyrir að hann hafi upphaflega verið veiddur á þessum slóðum er nauðsynlegt fyrir hann að venjast aðstæðum upp á nýtt sökum þess hversu langur tími er liðinn síðan hann var á þessum slóðum síðast. Það eru samtökin „Free Willy Foundation“ sem standa fyrir þessum framkvæmdum en talið er að kostnaðurinn við að frelsa Keiko sé u.þ.b. hálfur milljarður íslenskra króna og er áætlað að um 100 - 200 milljónum krónum af þeim peningum verði varið eftir að Keiko komi til Islands. Ljóst er að töluverð fyrirhöfn verður að koma háhymingnum til landsins. Hugmyndin er að fljúga með hann til Egilsstaða þaðan sem honum verður keyrt til Eskifjarðar. Formaður Free Willy Foundation kom fyrir jól til Islands og var að afla fylgis við hugmyndina um að flytja Keiko til landsins hjá mönnum í viðskiptalífinu, svo sem mönnum í ferðaiðnaðinum ásamt fleirum. Að sögn Hjalta Sigurðssonar á Eskifirði sem verið hefur í sambandi við forsvarsmenn stofnunarinnar er formaðurinn væntanlegur aftur í næsta mánuði og þá er jafnvel gert ráð fyrir að málið skýrist mikið. Það er því ljóst að töluverður gangur er í málinu þó ekki sé útséð hvort og þá hvenær Keiko komi til landsins. Líklegt er að ef af verður, verði Keiko geymdur í flotkví utarlega í firðinum. Þetta gefur möguleika t.d. á skipulögðum ferðum þar sem ferðamönnum gefur kostur á að berja þennan frægasta háhyrning sögunnar augum. Ljóst er að ef af verður er um mikla lyftistöng í atvinnulífinu á Eskifirði að ræða auk þess sem áhrifa mun gæta víða á Austurlandi en til Origon í Bandaríkjunum, þar sem Keiko hefur verið geymdur síðustu 2 árin leggja fjöldi manns leið sína á dag til að skoða dýrið. Ljóst er af þessum mikla áhuga á háhyrningnum að einhverjir munu leggja leið sína alla leið til Islands til að skoða dýrið ásamt því að þeir ferðamenn sem þegar eru komnir til landsins munu frekar leggja leið sína til Eskifjarðar en ella. Fjölmargir möguleikar eru í stöðunni, t.d. gætu heimamenn auðveldlega skipulagt skoðunarferðir frá Eskifirði út að flotkvínni þar sem tækifæri myndi gefast fyrir ferðamenn að sjá Keiko í sínu náttúrulega umhverfi. Þess fyrir utan er hugmyndin að heimamenn muni að einhverju leiti sjá um háhyrninginn og því ljóst að einhverjir munu hafa beina atvinnu af því að sjá um Keiko. Sjálfsþekking Sannur missir er hans sem eytt hefur dögum sínum í fullfeominni I fáfræði um sitt eigið sjálf. Bahá'uIIáh ® H Baháíar Neskaupstað «h|

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.