Austurland


Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 05.02.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5 FEBRUAR 1998 7 Reki einhver heiðraður lesari Austurlands augun í línur þessar gerist ég svo djarfur að ávarpa hann svo segjandi: Gleðilegan þorra. Hvað ætti ég svo sem að segja annað í þessari blessaðri tíð þegar enn einn háþrýsti- hryggurinn er á leiðinni austur yfir Grænlandshaf? Síðustu dagana hef ég öðru hvoru verið að rekast á fólk sem líst ekki meira en svo á alla þessa blíðskapartíð um miðjan vetur og spyr mig hvort ég haldi ekki að vorið verði kalt og sum- arið síðbúið. Auðvitað bregst jafn óspámannlega vaxinn mað- ur og ég er harla glaður við því- Kannski lýsir þessi mynd betur en mörg orð veðurblíðuivii sem ríkt hefur ívetur. Það var að vísu 12°frostþegar myndin var tekin en maður er nú bara einu sinni ungur og liggur ekki heimurinn aðfótum piltsins? Ljósm. nn Hönnum vefsíður fyrir fyritœki, stofnanir og einstaklinga] ELDSMIÐURINN Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn. is Loðnufrysting í Norðursíld í sam- vinnu Skagstrendings og Ú.A. Svo sem kunnugt er eignaðist SR-mjöl Norðursíldarstöðina fyrir nokkrum misserum. Und- anfarnar vertíðar hefur verið fryst þar loðna, loftast nær af að- komumönnum, en stöðin verið lífvana þess á milli. Nú hafa Skagstrendingur - Dvergasteinn Ú.A. tekið stöðina á leigu fyrir væntanlega loðnu- vertíð og munu sameiginlega reka frystinguna undir nafninu Norðursíld. Undirbúningsvinnu er að mestu lokið og getur fryst- ing hafist strax og loðnan býðst. líkum spumingum en sný gjam- an á það ráð, sem stjómmála- menn grípa oft til í nærveru hljóðnema og myndavéla, og leitast af fremsta megni við að hafa uppi loðin svör og óljós til þess að ekkert verði sannað á mig síðar meir. A hinn bóginn leitar hugur minn á slíkum stundum oft til gamallar konu sem ég var svo gæfusamur að kynnast í æsku, og var fædd laust eftir 1860. Hún var ákaflega trúuð og kenndi mér margt í guðlegum vísindum, ekki síst um þankagang og áætlunarbúskap almættisins. Af því er ég best fékk skilið af fræðum þessum var hennar guð heldur sérvitur og þar að auki smásálarlegur karl þama uppi í himninum. Hann lagði rækilega á minnið þær góðviðrisstundir sem hann úthlutaði okkur af náð sinni og alvisku, en var útsettur með að refsa okkur fyrir þær síðar, eins og raunar fyrir fleira gott sem hann lét af hendi rakna við okkur, þetta vesalings fólk sem þumaðist eftir lífsleiðinni frá vöggu til grafar hokið og skjögrandi með erfðasyndina á bakinu, hvaða góss sem hún var nú annars. Léti hann verða af því að gauka að okkur góðviðrisviku á góunni eða nokkrum hlýinda- dögum á einmánuði var við því búið að hann upphugsaði handa okkur hálfsmánaðaráhlaup kring- um sumarmálin og norðaustan krapahríðar mestallan sauðburð- inn, en kæmi hann einhverra hluta vegna þessum áformum ekki í verk í tæka tíð var ódæma rigningasumar í vændum, engin von að glytti í heiðan himinblett fyrr en um höfuðdag ef hann teygði þá ekki úr rosanum allt fram yfir göngur. Með öðrum orðum: Hið góða var okkur oftar en ekki léð með okurvöxtum. Eftir á að hyggja hafa hagfræð- ingar ekki verið að fikta með keimlíkar kenningar, a.m.k. öðru hvoru gegnum tíðina til brúkun- ar á vorum jarðneska táradal. Mér var að sönnu heldur lítið um þennan guð gefið, en þrátt fyrir það vildi ég ekki fyrir nokkurn mun hafa misst af guð- fræði og lífssýn þessarar gömlu konu, sem á margan hátt var u.þ.b. heilli öld eldri í hugsun en karlarnir afar mínir þótt þeir væru henni nær því jafnaldra á veraldarvísu. Hjá henni tel ég mig hafa náð í halann á heittrú- arhugmyndum þeim sem riðu húsum um Norðurálfu á átjándu öld og Danir komu upp á fólk hér á landi laust fyrir 1750. Þótt einhverjum kunni að þykja und- arlegt leiddi ýmislegt gott af hugmyndum þessum, meðal annars þótti nauðsynlegt að kenna fólki að lesa svo að það gæti með stuðningi helgra fræða lært að varast vélabrögð and- skotans, þótt hitt sé annað mál að lestrarkunnáttu sína komst almenningur fljótlega upp á lag- ið með að nota sér til þess að glugga í annað lesmál en það sem út gekk frá Hólaprenti og var engan veginn allt upp úr Biblíunni. S.Ó.P. Frá Flæmska til Irlands Þeir Jóhann Freyr Jónsson og Snorri Halldórsson sem báðir hafa verið á rækjufrystitogaranum Blængi á Flæmska hattinum undanfarin sumur hafa gert sér það til dægrastyttingar að kasta árlega nokkrum flöskuskeytum í sjóinn og auðvitað í þeirri von að fá einhver svör. Svörin hafa hins vegar látið á sér standa fþar til nú á dögunum að bréf barst frá írlandi um að flöskuskeyti frá þeim hefði fundist á vesturströnd írlands, á Gurteen Beach. Því skeyti var kastað í sjóinn 9. júlí árið 1996 og var því eitt og hálft ár að fara þessa tæplega 1500 sjómílna leið. Vangaveltur I dag veltir Elma Guðmundsdóttir vöngum yfir ástarlífi Clintons og súkkulaðiáti! Bergur, framkvæmdastjóri Skag- strendings - Dvergasteins, segir að samstarfið hafí verið mjög jákvætt og lofi mjög góðu um framhaldið. Frystigetan hjá Skagstrend- ingi - Dvergasteini er um 100 tonn á sólarhring, en hjá Norður- síld 60 - 70 tonn. Töluverður hluti af afla togarans Gullvers er ávalt unnin í frystihúsinu og er reyndar burðarásinn í starfsemi þess, afli síðustu veiðiferðar er verkefni til vikuloka. J.J. Já, það er margt skrýtið í henni Ameríku. Núna heldur bandaríska þjóðin vart hlandi af hrifningu af forsetanum sínum, kyntröllinu Clinton. Sjaldan eða aldrei fyrr hafa skoðanakannanir sýnt annað eins fylgi við for setann. Hann hefur sennilega átt að vera búinn að bera „ann“ á sér miklu fyrr. Það fylgir hins vegar ekki sögunni hvað forsetafrúnni finnst um þessar skoðanakann- anir. Kannski segir hún bara allt gott og hugsar með sér að Clint- oni sé ekkert of gott að gamna sér við þessar konur fyrst þær á annað borð séu að kássast upp á hann og vilja endilega skoða „ann“ á honum. En mér hefur nú fundist annað í þessi fáu skipti sem ásjóna forsetafrúarinnar kemur á skjáinn. Hún er nefni- lega miklu sjaldnar á skjánum en þær sem forsetinn á að hafa gamnað sér með, enda engin furða, til hvers að vera að sýna það sem maður á og má? Núna velti ég því fyrir mér hvort það sé jafnræði í skoðana- könnununum í henni Ameríku, hvort fjöldi karla og kvenna sé hinn sami. Hvort sem er þá á ég ekki svo erfitt með að finna skýringu á þessari dæmalausu hrifningu. Bandarískum körlum finnst mikið til um kynorku Clintons sérstaklega núna þegar háværar umræður eru um minnkandi kyn- getu karla og minnkandi fram- leiðslu sæðisfruma hjá þeim! Þá er ekki nema eðlilegt að amer- ískir karlar líti á forseta sinn sem eitt allsherjar symbol fyrir karl- mennsku og myndimar á Inter- netinu bera þess vitni. Og því fleiri sem meint kynferðisafbrot hans verða því meir eykst vænt- anlega hrifningin. Clinton minntist hins vegar ekkert á þessi mál í stefnuræðu sinni í síðustu viku Hvað konurnar varðar er skýring mín hins vegar sú, og einnig samkvæmt nýjustu skoð- anakönnunum, að hrifning þeirra á Clinton vex eftir því sem frú Hillary fær að vera meira í friði. Þær skoðanakannanir sem nú er vitnað til sýna nefnilega að konur kjósa súkkulaði frekar en samfarir og kynlíf almennt! Og þess vegna fær Clinton þessa fínu skoðanakönnun, amerískar konur einar hafa skilning á hvað hann er að gera, hann er að leyfa frú Hillary að éta súkkulaðið sitt í friði. Það hefur ekki verið hægt annað en að brosa að mörgum Clintons bröndurunum á netinu og af því að vitnað hefur verið í skoðanakannanir hér að framan er best að láta einn flakka: Kon- ur um gjörvalla Ameriku voru spurðar eftirfarandi spumingar: Myndir þú vilja hafa kynmök við Clinton forseta? Svörin vom eftirfarandi: 40% sögðu já, 5% sögðu nei, 55% sögðu nei, ekki aftur. Hvort sem sannað verður meinsæri og framhjáhald á Clinton eður ei hefur umræðan um þessi mál svo tröllriðið öllum fjölmiðlum að undanförnu að aðeins náttúruhamfarir gætu slegið henni út. Hvort framhald verður á skal ósagt látið en fréttamenn eiga Paulu Jones og Monicu Lewinsky mikið að þakka. Ég velti hins vegar mjög alvarlega fyrir mér hvernig páskaeggjasalan verði í ár!

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.