Austurland


Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 12. febrúar 1998. 6. tölublað. Sfmsvari 878 1474 Skíöaskáli s 476 1 465 Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði MOLAR Starfshópur um nafn á nýtt sveitarfélag Skipaður hefur verið starfshópur um val á nafni á nýtt sveitarfélag Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðar- fjarðar. Hópnum er ætlað að stýra vinnunni, auglýsa eftir tillögum um nafn og skila af sér 16. mars n.k. Kosið verður uni nafn á sveitarfélagið samhliða sveit- arstjórnarkosningunum í vor. Nýr sveitarstjóri Búið að ráða Jónas Þór Jóhannsson, framkvæmda- stjóra UIA, sveitarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi Jök- uldals-, Hlíðar- og Tungu- hrepps en alls sóttust sjö eftir stöðunni. Hreppsnefndin gekk frá ráðningu Jónasar þriðju- daginn þriðja febrúar og er Jónas ráðinn til 5 mánaða, þ.e. fram að næstu sveitar- stjórnarkosningum. Að sögn Jónasar er þetta tækifæri til að prófa nýtt starf og kynnast nýjurn hlutum. Auðvitað sé um stuttan tíma að ræða en framtíðin verði að skera úr um hvort hann haldi starfinu eftir sveitarstjómar- kosningar í vor eða ekki. Engin loðna Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson var á þriðjudag- inn á leið austur fyrir land til áframhaldandi loðnuleitar. Sem kunnugt er setti ríkis- stjórnin lög sem frestuðu verkfalli sjómanna og eru því flest loðnuskipin væntanlega komin á miðin núna. Lítið sem ekkert hafði þó fundist á þriðjudaginn. Þegar 20 dagar voru liðnir af febrúar í fyrra var rífandi loðnuveiði suður af landinu og var frysting þá þegar hafin. Þá hafði verið landað um 150 þús. tonnum af loðnu á Austfjarðahöfnum. Síðastliðinn föstudag kynnti SSA niðurstöður úr keppni sem haldin var um hönnun á nýju merki fyrir Austurland (lands- fjórðunginn, ekki blaðið). Það var Eiríkur Brynjólfsson, Egils- stöðum, sem bar sigur úr býtum og hreppti þar með 100.000 kr. í verðlaun. í öðm sæti varð Geir Pálsson frá Stöðvarfirði og í þriðja sæti Vignir Elvar Vignis- son frá Egilsstöðum. Á síðasta ári var landað 196.612 lestum af fiski í Nes- kaupstað og er það mesti afli sem kom á land á einum stað það árið. Til samanburðar þá bárust 157.900 lestir til Neskaupstaðar árið 1996 þannig að um tæplega 25% aukningu á lönduðum afla er að ræða. Næst mest barst til Vestmanneyja tæplega 193.000 lestir. Þriðja aflahæsta höfnin var Eskifjörður með 155.043 lestir og Seyðisfjörður í fjórða sæti með 148.193 lestir. Til Fáskrúðsfjarðar bárust á síðasta ári 105.147 lestir en tæplega 70.000 lestir árið áður. Samtals bárust til þessara fjögurra aust- firsku hafna rúmlega 600.000 lestir, sem er rétt innan við þriðjungur heildarafla lands- manna í fyrra. Að sjálfsögðu vegur loðnan þama þyngst en alls var landað 551.551 lestum af loðnu á Austfjörðum í fyrra. Þegar litið er á afla togaranna kemur í ljós að heildaraflinn er Á blaðamannafundi þar sem merkið var kynnt sagði Gunnar Vignisson, hjá Atvinnuþróunar- félagi Austurlands meðal annars að hann vildi undirstrika mikil- vægi þeirrar hugsunar sem liggi baki merkis sem þessu. Austur- land sé ein heild þrátt fyrir fá- menni og dreifðar byggðir og því sé sérstakt merki fyrir Aust- urland tákn nýrrar hugsunar og samheldni í fjórðungnum. sá sami og árið 1996. Þorsk- aflinn jókst á síðasta ári um 1600 lestir en ýsuaflinn dróst saman um 900 lestir. Karfaaflinn jókst um 1400 lestir en grálúðuaflinn dróst saman um 1230 lestir og steinbítsaflinn um 350 lestir. Enginn úthafskarfi barst á land á Austfjörðum í fyrra. Bátaaflinn jókst um 10.000 lestir og er sú aukning alfarið í botnfiski, utan kvóta. Afli smá- báta var nánast sá sami, þar dróst heildaraflinn saman um tæplega 200 lestir. Samtals var afli allra skipa að uppsjávarfiski frátöld- Öllum verðlaunamerkjunum fylgdi greinargerð en í slíkri greinargerð sem fylgdi sigur- merkinu segir m.a: Form merkisins er annars vegar bókstafurinn A, fyrsti staf- urinn í nafni fjórðungsins og hins vegar stílfært fjall til að undirstrika fjöllótt landslag sem eitt af séreinkennum hans. Með græna litnum á fjallinu er lögð áhersla á græna ímynd um um 11.000 lestum meiri en árið 1996 og er sú aukning öll í botnfisktegundum, en á öllum skipum 121.505 lestum meiri og nemur sú aukning 73.000 lestum í loðnu og 43.000 lestum í síld. Á síðasta ári barst meiri afli á land en nokkru sinni fyrr í ísl- andssögunni, um 2.2 milljón lestir. Þar af var loðna um 1.330 lestir og var heildarmagn upp- sjávarfiska 1.620 lestir sem er um 74% af heildarveiði ísl- enskra skipa, að verðmæti um 10 milljarðar króna. Austfirðir Framboðsmál Þreifingar eru hafnar á sam- eiginlegu framboði félags- hyggjufólks í nýju sameinuðu sveitarfélagi, til sveitarstjómar- kosninganna í vor. AB-félögin á þessum stöðum hafa kosið sér samstjórn, sem hefur fengið heimild til að hafa samband við annað félagshyggju- fólk og er Ámi Ragnarsson á Reyðarfirði formaður hennar. Alþýðuflokksfélag Eskifjarð- ar samþykkti á framhalds aðal- fundi sínum um helgina heimild til stjórnar til að leita eftir sam- starfi við félagshyggjufólk, jafn- aðarmenn og óháða um framboð í vor. Hreinn Sigmarsson á Reyð- arfirði er formaður félagsins. fjórðungsins, grósku hans og ágæta landbúnaðarkosti. Hann minnir einnig á að Austurland var í upphafi landnáms skógi vaxið milli fjalls og fjöm og að nú, mörgum öldum síðar, hafa Austfirðingar tekið forystu í að nýta skipulega þá möguleika, sem ræktun nytjaskóga býður upp á. Blái baugurinn umhverfis fjallið/bókstafinn táknar ytri mörk fjórðungsins og undirstrik- ar vilja manna þar til að auka samvinnu, stuðla að sameiningu og samheldni íbúanna út á við. Jafnframt má benda á, að í bláa litnum er ákveðið flæði, sem minnir annars vegar á hafið og auðlindir þess, sem treysta búsetu á Austurlandi og hins vegar á fallvötnin og orku þeirra, sem getur - sé hún nýtt á skyn- samlegan hátt - haft mikið að segja um atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum á komandi tímum. Ljóst er að margvísleg not verða fyrir merki af þessari teg- und. T.d. geta austfirsk fyrirtæki notað það á vörur sínar, hægt er að skreyta heimasíður fyrirtækja með merkinu, nota það á bréfsefni o.s.frv. Verðlaunahafinn, Eiríkur Brynjólfsson, er fyrir miðju á myndinni hér að ofan. Ljósm. as Tilboð Appelsínur 98. - pr. Kg. Epla djús 1 Itr. 79. ■ Appelsínudjús 1 ítr. 79. 1 kg. Super Ultra þvottaduft 194. Munið laug,atdagsoþtmnina! Austfirðir Neskaupstaður aflahæsta höfn landsins 25% aflaaukning frá árinu 1996

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.