Austurland


Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgef'andi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) ffi 4771383 og8994363 Blaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1532 og 894 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austuriand er aðili að Samtökum bœjar- og liéraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Þjóðlendur og eignarhald á auðlindum Fyrir Alþingi liggja nú mörg þingmál sem varða eignarhald á landi og náttúruauðlindum og hófst umræða um þau í síðustu viku. Fyrst ber að nefna stjórnarfrumvarp um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Með hugtakinu þjóðlenda er vísað til landsvæða utan eignarlanda, sem hingað til hafa gengið undir heitinu almenningur eða afrétt. Eignarlönd eru hins vegar landsvæði háð einkaeignarrétti, hvort sem eigandi er einstaklingur, sveitarfélag eða ríkið. Frumvarp um þetta efni hefur verið í smíðum í stjómarráðinu allt frá árinu 1984, en áður höfðu komið fram þingmannafrumv' rp um svipað efni. Þessu fmmvarpi var almennt vel tekið á Alþingi, en samkvæmt því er mótaður farvegur til að skera úr um mörk þjóðlendna og eignarlanda. í því skyni á að setja á fót Óbyggðanefnd skipaða þremur löglærðum mönnum. A hún að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna, hvað eru eignarlönd og um hugsanleg eignarréttindi innan þjóðlendna. Þeir sem haft hafa hefðbundin not af afréttum skulu samkvæmt frumvarpinu halda þeim rétti. Stefna á að því að óbyggðanefnd ljúki störfum innan 10 ára eða fyrir árið 2007. Agreining við úrskurði hennar verður að reka fyrir dómstólum, en nefndin skal leita sátta með aðilum. Forsætisráðherra skal fara með málefni þjóðlendna sem landeigandi fyrir hönd ríkisins en sérstök samstarfsnefnd ráðuneyta vera til aðstoðar við stjóm og ráðstöfun réttinda innan þjóðlendna. Einstökum málefnum er síðan stýrt samkvæmt lögum, m.a. skipulags- og byggingamálum. Samkvæmt stjómarfrumvarpi um sveitarstjómir er gert ráð fyrir að landinu öllu verði skipt upp milli sveitarfélaga sem fari með stjómsýslu hvert innan sinna marka. Um þá tilhögun er ágreiningur, m.a. af hálfu Alþýðuflokksmanna. Þá liggja fyrir þinginu ekki færri en sjö frumvörp um eignarhald og nýtingu á auðlindum, og um þau efni er mikill pólitískur ágreiningur. Samkvæmt frumvörpum ríkisstjómarinnar um þessi efni er gert ráð fyrir að eignarréttur auðlinda í jörðu og orku fylgi eignarlandi. Alþýðubandalagið flytur hins vegar þrjú frumvörp um þjóðareign á orku fallvatna og jarðhita undir yfirborði og óbyggðasvæðum utan heimalanda. Verði ákvæði urn slíka sameign sett í stjómarskrá. Þá verði heimilt að ákveða að nýtendur auðlinda í sameign þjóðarinnar greiði hóflegt gjald er standi undir kostnaði við rannsóknir og stuðli að verndun auðlindanna og sjálfbærri nýtingu þeirra. Frumvörp alþýðuflokksmanna og Kvennalista ganga í ýmsu skemmra en frumvörp Alþýðubandalagsins, m.a. er þar aðeins gert ráð fyrir sameign á jarðhita undir yfirborði á háhitasvæðum og að eignarráð á vatnsorku fylgi eignarhaldi á landi. Það var hefðbundið blak- ferðalag sem krakkamir í Þrótti lögðu af stað í s.l. fimmtudag, snjókoma og ekki sem best ferðaveður. Ekki þótti þó ástæða til að hætta við eða skófluvæða allan hópinn eins og einu sinni var gert, heldur látinn nægja sá búnaður sem í bílnum var. Alls voru það 58 krakkar sem tóku þátt í ferðinni og var því þröngt á þingi því fararstjóramir voru 3 auk bílstjórans, sem líka var fararstjóri. Ferðin til Reykjavíkur tók um 20 klukkustundir því hægt var farið vegna hálku alla leiðina. Rútan var 11 klukkustundir á Hornafjörð og lenti hópurinn þar í þrumuveðri og eldingum og þótti þeim ævintýri líkast að fylgjast með flugeldasýningu al- mættisins. Oneitanlega er það langur tími að vera í 20 tíma í þéttsetinni rútu. En við stjórn voru þaulvanir fararstjórar og þrælömggur bflstjóri og allt fékk þetta góðan endi. Það mætti kannski spyrja marga sem farið hafa í samskonar eða önnur íþróttaferðalög í áranna rás hvaða ferðalög þeim em minnis- stæðust og svarið verður ömgg- lega: Þau erfiðustu. I Austurbergi hófst keppnin síðdegis á föstudag og var því lítið um reglulega hvíld hjá hópnum því heldur vildi mann- skapurinn fara í Kringluna, en í svefnpokana í gistiaðstöðu sinni hjá UMFÍ. Óhætt er að segja að útkoman í þessari 2. umferð Islandsmótsins hafi verið vel við unandi, sérstakleg þó hjá stelp- unum. I 3. og 4. fl.kvk. varð Þróttur N. í 1. sæti og B-lið 4. flokks lenti í 4. sæti. í 5. fl. blandað lið urðu okkar krakkar í 1. sæti en þar er keppt í fjögurra manna liðum og spiluðu 3 strákar frá Þrótti. Þessir strákar em að sögn þjálfaranna mörgum klössum ofar en jafnaldrar þeirra og end- uðu flestar hrinumar með mikl- um mun. 4. fl. pilta keppti 3 leiki við KA og tapaði þeim öllum 2- 1, en aðeins Þróttur N. og KA sendu lið í þessum flokki. I 3. fl. pilta lenti Þróttur N í 3. sæti og sama staðan varð í 2. fl. karla. Eftir tvær umferðir í Islands- mótinu standa lið okkar krakkar mjög vel í 5. flokki, 3. og 4. fl. stúlkna, þokkalega í 4. fl. pilta, á litla möuleika í 3. fl. pilta, 2. fl. pilta á möguleika en við eigum ekki keppendur í 2. flokki kvenna og er það miður því hér er til fjöldi stúlkna sem tilheyra þeim flokki. Karlaliðið lék tvo leiki syðra við IS á föstudag og laugardag. Þróttur vann annan leikinn 1-3 og tapaði hinum 3-2. Þróttur heldur öðm sæti í deildinni en Þróttur R. trónir sem fyrr á toppnum. Það er heldur hvimleitt hvað þeir sem standa fyrir blak- leikjum standa sig illa í að senda inn á textavarpið úrslit leikja. Þetta á t.d. við um leiki helg- arinnar en þar átti ÍS að senda inn úrslit. Menn ættu að vita að textavarpið er sá miðill sem a.m.k. áhugafólk um íþróttir á landsbyggðinni notar hvað mest og þar af leiðandi að sjá sóma sinn í því að koma þar inn úrslit- um leikja. Leikur kvennaliðsins við Völsung í Bikarkeppninni fer fram á Húsavík n.k. miðvikudag kl. 20.00. Stefnt er að því að fara með fulla rútu stuðningsmanna norður, þeir sem hafa áhuga skrái sig í söluskála OLIS og greiði jafnframt kostnaðinn sem er 1.000 á mann. Næstu heimaleikir verða 20. og 21. febrúar. Þá leikur karla- liðið tvo leiki við Stjömuna og kvennaliðið einn leik við Vík- ing, sem er efst í deildinni. Blakiðkendur Þróttar em nú á milli 140-150 og em trúlega fjölmennastir íþróttaiðkenda í Neskaupstað í dag. Tapað - Fundið Svör skyrta fannst fyrir utan pósthúsið í Neskaupstað mánu- daginn 2. febrúar. Hægt er að vitja hennar á pósthúsinu. er að þessu sinni Jón Austfirðingur vikunnar Guðmundsson, formaður Leikfélags Fljótsdalshéraðs Fullt nafn? Jón Guðmundsson Fæðingardagur? 19.05’54 Fæðingarstaður? Reykjavfk Heimili? Hallormsstaður Núverandi starf? Kennari Onnur störf? Leikari ( um stundarsakir) formaður Leikfélags Fljótsdalshéraðs Fjölskylduhagir? Kvæntur - þrjú böm Farartæki? Mitchubishi Lancer 4WD Hóflegt gjald - ekki veiðileyfagjald Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins fjallaði um síðustu helgi m.a. um tillögu frá formanni flokksins um auðlindir og auðlindagjald. Eftir miklar umræður náðist samkomulag um orðalag tillögunnar og var hún þannig afgreidd samhljóða. Samþykktin gerir ráð fyrir að skipuð verði opinber nefnd sem fjalli um auðlindir í þjóðareign og kanni m.a. hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af slíkum auðlindum. Um verði að ræða hóflegt gjald sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlindanna og réttlátri skiptingu afrakstursins, m. a. til að styrkja byggð um landið. Undirstrikað var við umræðu um málið að með tillögunni væri á engan hátt verið að taka undir tillögur Alþýðuflokksins um veiðileyfagjald, enda kveðið á um hóflegt gjald í samþykktinni. Hjörleifur Guttormsson Uppáhaldsmatur? Lífrænt ræktað grænmeti og arfasafi frá Vallanesi Helsti kostur? Dyggðugur Helsti ókostur? Kann ekki að segja nei Uppáhalds útivistarstaður? Hallormsstaðaskógur Hvert langar þig mest að fara? Heim til mín Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Það er allsstaðar fallegt í góðu veðri Áhugamál? Tónlist, hlaup, leiklist og vera með fjölskyldunni Uppáhalds stjórnmálamaður? Broddi Bjarnason, Egilsstöðum Uppáhalds íþróttafélag? Þingmannafélagið Þristur og Liverpool F.C. Hvað ætlarðu að gera um helgina? Æfa „Ég er hættur, farinn“ í Valaskjálf

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.