Austurland


Austurland - 12.02.1998, Side 4

Austurland - 12.02.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Halldór Laxness - minning fæddur 23. apríl 1902 - dáinn 8. febrúar 1998 „Þetta eitt sem þú gafst mér/það er allt sem ég hefÞessi stef úr Maístjörnunni komu í hugann þegar fregnin barst af andláti Halldórs Laxness. Enginn fslendingur hefur á þeirri öld sem bráðum er gengin með honum veitt þjóð sinni jafn mikið og rausnarlega í andlegum efnum. Enginn hefur náð utan um tíðarandann, innbyrt hann og umskapað í hugverkum þannig að komist í hálfkvisti við sveinstaul- ann og mjólkurpóstinn úr Mosfellssveit. Fáir íslendingar fyrr og síðar hafa verið jafn um- deildir framan af ævi og Halldór Kiljan en kvatt jafn óumdeildir að leiðarlokum. Aðeins þeir sem muna tímana tvenna um lýðhylli Halldórs geta ímyndað sér hvernig menn skipt- ust í afstöðu til hans sem manns og rithöfundar á fyrri hluta aldar- innar. Aðdáendurnir ýmist þekktu skáldverk hans og ritsmíðar eða hrifust af framgöngu hans á vettvangi þjóðmála. í þeirn hópi var margt alþýðufólk, róttæklingar þeirrar tíðar og lista- menn. Andstæðingar hans komu flestir af hægri væng stjórn- málanna og gátu ekki fyrirgefið hvar hann skipaði sér í sveit eða þoldu ekki örvarnar sem hann sendi frá sér í dægurbaráttunni. Mörgum var í áratugi haldið frá verkum skáldsins með áköfum málflutningi óvildarmanna, þeirra sem hræddust áhrifamátt þess sem Halldór hafði að flytja. Sjálfur kynntist ég þessu í föðurhúsum þar sem við lá að nafn hans væri bannorð. Þó var faðir minn bókelskur og dáði Ibsen ungur. Eftir að ég komst í verk Halldórs snemma í menntaskóla greip ég í þau til upplestrar fyrir aldurhniginn föður minn án þess að geta höfundar. Hann hlustaði hugfanginn en þegar Ijóst var hver þar hélt á penna þóttist hann illa svikinn og gekk á dyr! Sá sem þetta skrifar var í hópi þeirra mörgu sem stóðu á hafnar- Starfsemi Bridgefélags Norð- fjarðar hefur að mestu leyti leg- ið niðri í vetur þrátt fyrir góðan vilja sérstaklega eins manns, Vigfúsar Vigfússonar, til að halda starfseminni gangandi. Vigfús hefur reynt eftir mætti að fá bæði gamla og nýja spilara til að vera með en það hefur lítinn sem engan árangur borið. BN hefur nú eina sveit í sveita- keppni BRE. En það var spilað á mánudagskvöldið, með aðeins þátttöku 6 para. Efstir urðu Sigfinnur og Jón Einar með 74 stig, í öðru sæti Jóhanna og Vig- fús með 68 stig og í þriðja sæti Svavar og Oddur með 59 stig. bakkanum í nóvember 1955 og fögnuðu Halldóri sem þá hafði verið tilnefndur til Nóbelsverð- launa. Stundin var ógleymanleg og hlutdeildin í þessum atburði. Þetta var í hápunkti kalda stríðsins, Atómstöðin sat enn í merg góðborgara og Islands- klukkan langt frá því að vera sjálf- sögð í hillum. Upphefðin að utan þetta haust breytti miklu í aðgengi fólks að rithöfundinum og á eftir fylgdi nýr kafli í skáldatíma hans og rólegt en miskunnarlaust uppgjör við falsmyndir í austri. Eitt það stórkostlega í lífi Halldórs er hvernig hann megnaði að draga safann úr menningar- straumum samtíma og fortíðar og skila honum í eigin blöndu í verkum sínum. Hispursleysi hans og hrifnæmi í umgengni við gamalt og nýtt, kirkju og sósíal- isma, megnaði ekki að slá hann út af laginu sem rithöfund eða raska Flestir þekkja umræðuna sem myndast hefur um nauðsyn þess að vernda beri náttúru miðhá- lendisins. Þrátt fyrir að flestir eru sammála um að vernda beri hálendið hafa tillögur um slíkt ekki komið frá Alþingi eða frá yfirstjórn náttúruverndarmála áður. Nú hefur Hjörleifur Gutt- ormsson flutt þingsályktunartil- lögu um þjóðgarða á miðhálend- inu um að fela umhverfisráð- herra að láta undirbúa, í sam- þeim húmaníska grunni sem sýnilegur var í verkum hans þegar á ungum aldri og styrktist er á leið ævina. Hver leikur það eftir að flengjast um þrítugt milli Rómar, Jökuldalsheiðar, Los Angeles og Moskvu, í beinni og óbeinni merkingu, og skila frá sér verki eins og Sjálfstæðu fólki? Sem dæmi um innsæi hans og framsýni má nefna ritgerðir hans um kven- frelsi eða þá náttúruvernd löngu áður en þau hugtök komust í tísku. Spor Halldórs liggja ótrúlega víða hér heima og erlendis. Þeir sem rekja þau komast líklega í meiri nálægð við höfundinn og persónur hans en ella. Þær svip- myndir sem hann dregur upp af ferðum sínum, fólki og náttúru, hvort sem er í Dagleið á fjöllum eða Reisubókarkorni, eru í senn gefandi og bregða birtu yfir feril hans. Örstuttar frásagnir eins og „Vinur minn“ af samvistum hans vinnu við skipulagsyfirvöld og hugsanlega réttahafa, stofnun fjögurra þjóðgarða á miðhálendi Islands er hafi innan sinna marka helstu jökla og aðliggjandi landsvæði. Samkvæmt tillög- unni á ráðherra að kynna Alþingi stöðu málsins á vorþingi 1999 og stefnt er að að formleg stofnun þjóðgarðanna verði árið 2000. í greinargerð sem fylgir tillögunni segir meðal annars: „Ymislegt sem tengist við Jóhann Jónsson í Leipzig og af kveðjustund þeirra 1932 gefa Islendingum sem þangað koma aðgöngumiða að þessari gömlu borg, - að ekki sé talað um Tóm- asarkirkjuna og Café Lutze sem stóðu af sér stríðið. Aldarfjórð- ungi síðar fannst mér ég eiga sam- fylgd þeirra Jóhanns og Halldórs vísa í þessu umhverfi. I minni hillu er Kvæðakver Halldórs slitnust bóka, önnur útgáfa aukin frá 1949. Ljóðagerð var hliðargrein og ekki fyrirferð- armikil á skáldskaparmeiði hans. Samt er það svo að fátt tengir nú- hugmyndinni hefur þótt óljóst, þar á meðal mörk miðhálendis- ins og eignar- og stjómsýslurétt- ur á einstökum hlutum þessi. Þessi óvissuatriði eru nú smám saman að skýrast...“. Það er meðal annars af þess- um ástæðum sem áðurnefnd þingsályktunartillaga er lögð fram en þar er gert ráð fyrir alls fjómm þjóðgörðum sem í tillög- unni eru til glöggvunar, kenndir við stærstu jöklana innan hvers þeirra og eru Vatnajökulsþjóð- tímann og æskufólk jafn náið við skáldið á Gljúfrasteini og ljóð hans, mörg hver nú sungin við ágæt lög bestu tónsmiða okkar. Þeir vom fáir sem tóku undir þegar reynt var að hefja fjöldasöng við texta skáldsins um Hallormsstaðaskóg á sjötta áratugnum: „Hann sem fór áður vegarvilt í borgum/og vínin drakk í margri ljóti kró...“. Nú er öldin önnur og Únglíng- urinn í skóginum, sem rændi höfundinn ungan skáldastyrk, er orðinn sameign þjóðarinnar. Sögupersónur Halldórs Lax- ness ganga um ljóslifandi á meðal okkar rétt eins og náin skyld- menni eða sveitungar. Gildir þá einu hvort á ferðinni er Þormóður kolbrúnarskáld, Salka Valka eða Jón Hreggviðsson. Þær eru svo trúverðugar og vel gerðar að tekur veruleikanum fram. Höfundur þeirra er allur en hugverk hans verða á sveimi rneðan íslensk tunga og þjóðemi heldur velli. Hjörleifur Guttormsson garður, Hofsjökulsþjóðgarður, Langjökulsþjóðgarður og Mýr- dalsjökulsþjóðgarður. I tillögunni er gert ráð fyrir að þjóðgarðarnir verði burðarásinn í náttverndarsvæðum á hálend- inu. Helstu jöklar miðhálendis- ins ásamt minni jöklum mynda eins konar kjama þjóðgarðanna sem ríkislendur. Jöklunum tengist síðan náttúruverndar- svæði og önnur verndarsvæði sem sumpart eru þegar friðlýst. Þjóðgarðar á hálendinu árið 2000

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.