Austurland


Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1998 í lífvarðarskóla hennar hátignar og IVII5 Ungur Norðfirðingur, Grétar fyrstu tveimur vikunum eða séu Sigurðarson, hefur fengið inn- hreinlega reknir, göngu í lifvarðarskóla hennar hátignar Elísabetar Breta- drottn- ingar og MI 5, B r e s k u leyniþjón- ustunnar, þeirrar sem m.a. fóstraði 007 - James Bond! Það er kannski fullmikið sagt að segja að skólinn sé Breta- drottningar og MI 5, en þessir aðilar eru samt að hluta til eig- endur skólans eða rekstraraðilar hans ásamt fleirum, þar á meðal skandivaniska flugfélaginu SAS. Grétar og vinur hans fóru að skoða þessi mál frekar í gamni en alvöru eftir að vinur hans, Haraldur Egilsson, rakst á upplýsingar um þennan skóla á netinu. Haraldur hætti við að sækja um en það gerði Grétar og hefur fengið inngöngu, hann á að mæta 19. ágúst n.k. og veit ekki hvað skólavistin verður löng því aðeins 10% nemendanna ná að ljúka skólanum. En hvað þarf maður að læra til að verða lífvörður? Grétar segir að samkvæmt sínum upplýsingum sé það fjölmargt. Teknir séu tíu dagar í hvern einstakan hluta s.s. vopnaburð, sjálfvarnarlist, fjar- skipti og síðast en ekki síst er lögð mikil áhersla á mannleg samskipti og framkomu al- mennt. Það sé því skapgerð hvers og eins sem ráði hvernig gengur. Grétar segir að sam- kvæmt sínum heimildum sé al- gengt að menn gefist upp á en það sé ekki óeðlilegt að reikna með þriggja mánaða námi í skólanum sjálf- um. Ef maður kemst í gegnum þann hluta tekur við þjálfun í öðrum löndum, jafnvel öðrum heimsálfum og ef vel gengur þá ertu kominn í þann farveg á einum til tveimur mánuðum. Skólinn, sem er staðsettur í Durham, er fyrir bæði kynin, en karlmenn eru í miklum meiri- hluta. „Ég sendi með umsókn- inni allar þær persónulegar upp- lýsingar sem beðið var um, meðal annars hæð og þyngd, hára- og augnalit og hvaða stærðir ég notaði af fatnaði. Þegar ég hafði gert það þá kom önnur fyrirspurn, frekar í gamni tel ég en alvöru, hvort ég væri alvöru vfkingur. Ég var spurður um hvort ég væri á sakaskrá og svaraði ég því auðvitað neitandi. Fjórum dögum síðar var haft samband við mig og mér til- kynnt að ég væri kominn í skólann en beðinn að sýna fram- vegis fullkominn heiðarleika. Sakavottorðið hefði ekki verið rétt, ég væri á sakaskrá og tvö tiltekin umferðarlagabrot voru tilgreind! Hvaðan þær upplýs- ingar eru komnar er mér hulin ráðgáta en íslensk yfirvöld geta kannski svarað því. Ef ég lýk þessu námi, sem ég ætla að gera, þá fæ ég alþjóðlegt atvinnuleyfi sem lífvörður og því fylgir alþjóðlegt vopna- burðarleyfi. Samkvæmt mínum upplýsingur er jafn algengt að menn séu að loknu námi ráðnir til lengri og skemmri tíma- bundinna verkefna. Skólinn lof- ar þremur af hverjum fjórum nemendum vinnu. Launin eru ýmist ákveðin upphæð á dag, jafnvel klukkustund auk útlagðs kostnaðar, nákvæmlega eins og hjá einkaspæjurum og það lítur út fyrir að þau séu vel viðunandi. Gefið er upp að lágmarkslaun á fyrsta ári séu um tíu þúsund kall á dag og helmingi meira eftir árið. En það ber á það að líta að þessari vinnu hlýtur að fylgja talsverð óvissa. Rífandi tekjur þennan mánuðinn en ekkert næsta, nákvæmlega eins og í loðnunni þegar vel fiskast! Kostnaður við skólann er talverður því í raun og veru fylgir meiri óvissa þessari skólavist en öðrum. Ég get nefnilega ekki verið viss um að fá að halda áfram, þeir gætu hreinlega sparkað mér eftir tíu daga, - en það verður ekki. Það eru fjórir nýir nemendur teknir inn í hverjum mánuði og ^jkannski er þetta bara eins og maður las í bókunum hans Sven Hazel um útlendingahersveitina, það kem- ur fram í leiðbeiningunum sem ég fékk að það er ekki ætlast til að menn sofi meira en 4 tíma á sólarhring". Nú er hálft ár þangað til þú ferð í þennan skóla. Ertu þegar farinn að huga að undirbúningi eða ætlarðu að gera það? „Ég er þegar farinn að vinna í þessum málum. Eg breytti um vinnu m.a. til að aga framkomu mína. Hvað líkamann snertir þá var ég fyrir áramót sex sinnum í viku í eróbik og lyftingum. Eftir áramót hef ég verið þrisvar í viku í lyftingum og skokka fjóra morgna í viku og mun auka þessa þætti frekar ef eitthvað er. Eg hef að vísu verið að dútla við enn eina íþrótt en ég hef hugsað mér að fara með hreint sakavott- orð út svo það er best að nefna ekki hvaða íþrótt það er!" Að því er við komumst næst er Grétar til þessa eini íslend- ingurinn sem fengið hefur inn- göngu í þennan lífvarðaskóla. Við hér á blaðinu óskum Grétari alls hins besta í vistinni hjá Betu og MI 5. Hann sendir okkur væntanlega línur úr skól- anum eða frá einhverju fursta- dæminu þar sem hann er að passa olíukónga, börn þeirra eða kannski bara Kalla prins! Ljósm. Eg. Starfsemi Atvinnuþróunarfélags Austurlands flutt tíl Egilsstaða Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi Atvinnuþróunarfélags Austurlands (AfAust) til Egils- staða. í samtali við Pétur Blönd- al, stjórnarformann AfAust, sagði hann að Byggðarstofnun hefði nýlega verið í sambandi við sig um að breytingar væru fyrirhugaðar á stofnunni. Þetta hefur þau áhrif að verkefni aukast hjá Atvinnuþróunarfélög- um í öllum landsfjórðungum. Aðrar ástæður liggja einnig að baki, til að mynda að Byggða- stofnun á stærra húsnæði á Egilsstöðum en hún nýtir ekki sjálf og hefur boðið AfAust af- not af því húsnæði. Einnig hefur það mikið að segja að enginn starfsmaður AfAust býr nú á Seyðisfirði og hefur ekki gert lengi. Einnig leitar AfAust auk- inna verkefna á Héraði þykír nú ærin ástæða til að þiggja þetta boð Byggðarstofnunar. Stofnun- in mun þó ekki flytja nú þegar þar sem nauðsynlegt er að ganga frá ýmsum formsatriðum áður en flutningurinn á sér stað en þó er ljóst að ekki verður flutt síðar en snemma vors. Flutningurinn nú er gerður í fullu samráði og samvinnu við alla starfsmenn og með það að markmiði að auka verulega þrótt starfseminnar í nýju umhverfi. Ef saga Atvinnuþróunarfél- agsins er skoðuð þá var það stofnað fyrir tæpum 20 árum og var hið fyrsta sinnar tegundar á landinu. Nú eru slík félög í hverjum landsfjórðungi og hafa eflt atvinnuþróun og atvinnulíf. Fyrstu var Theódór Blöndal formaður þess en hann tók svo við formennsku aftur fyrir tveimur árum. Að sögn er hann ánægður með sinn hlut í þessari þróun og með það að hafa þannig átt þess kost að treysta og stuðla að þróttmeira atvinnulífi á landsbyggðinni. J.J. V/tsaUw hcfst í M5, íin\mtu%>&$mn n. febrwar Verslunin Kristal il.ifharbraut 3 - Neskaupstað 8 477 1850

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.