Austurland


Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1998 Mikill kraftur í starfsemi Rauða Krossins Segir Óskar S. Jónsson, ný ráðinn svæðisfulltrúi Um áramót tók til starfa hjá Rauða Krossi Islands Óskar S. Jónsson sem svœðisfulltrúi Rauða krossins á Austurlandi. Eins og flestir vita þá vinna fjölmargir sjálfboðaliðar samtakanna mjög óeigingjarnt starf, oftþegar mest á reynir. Hinsvegar er nýlunda að launaður starfsmaður sé staðsettur hér á Austurlandi og því lék okkur hér hjá blaðinu forvitni á að vita hver hinn nýi starfsmaður vœri, í hverju starf hans vœrifólgið o.s.frv. Blaðamaður Austurlands hitti Óskar á kaffistofu Austurlands í Brennu á dögunum og yfirheyrði hann. Bakgrunnur Ég hef verið að sýsla ýmislegt áður en ég hóf störf hér. Ég hef t.d. verið að vinna mikið innan Slysavarnarfélagsins, starfað við æfingarbúðir í Hamraborg 3 sumur, unnið á skíðasvæðinu í Oddsskarði á veturna ásamt því að reyna að koma mér upp einhverri menntun. Þó er ég ekki orðinn full lærður ennþá. Ég er á tæknibraut og stefni á að klára það nám fljótlega. Ég er reyndar ekki algerlega ókunnugur starf- inu innan Rauða krossins. Ég er t.d. menntaður vettvangsstjóri frá Almannavörnum ríkisins og þar lærir maður skipulag al- mannavarna, þar á meðal upp- byggingu fjölda- og félagslegs hjálparstarfs. Síðan hef ég kynnst starfi Rauða krossins á þeim ferðalögum sem ég hef farið Ég hef ferðast nokkuð mikið, m.a. til Afríku þar sem ég kynntist aðeins starfsemi sam- takanna þar hjá félaga mínum sem var sjálfboðaliði í Zim- babwe. Einnig hef ég séð ýmis- legt sem samtökin hafa verið að gera í öðrum ferðalögum mínum víðsvegar um heiminn. Ég hef sem sé séð ýmislegt og þekki aðstæður víða í veröldinni sem er auðvitað góð reynsla. Starfíð. Ég hef verið að koma mér fyrir og koma mér inn í öll þau mál sem ég þarf að þekkja en í fljótu bragði sýnist mér að starfið felist í að halda þeim 11 deildum Rauða krossins hér á Austurlandi saman, bæta sam- vinnu milli þeirra og að koma af stað nýjum verkefnum. Einnig hjálpa ég þeim við þau verkefni sem eru fyrir, aðstoða við dag- legan rekstur og sinni þeim mál- um almennt sem Rauði krossinn er að vinna að á hverjum tíma- punkti fyrir sig. Þar má t.d. nefna neyðarvamir sem er fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf þegar einhver vá steðjar að. Á ýmsum stöðum þarf að endurskoða aðeins þetta neyðarvarnarskip- ulag að einhverju leyti og ég held að það fari einmitt dálítill tími í það til að byrja með. Svo stendur Rauði Krossinn fyrir almennri skyndihjálpar- fræðslu fyrir allan almenning og það er þáttur sem alltaf er verið að vinna. Það er von mín að hægt verði að auka þekkingu manna á því sviði en það verður gert með þeim hætti að leiðbeinendur héðan af Austur- landi munu sjá um það. Ég mun hinsvegar aðstoða við að skipu- leggja námskeiðin og reyni að finna hvar þörfin er. Ég er t.d. að kanna hvernig skyndihjálpar- fræðslu er háttað í skólum en þar hjálpa við að vinna úr þeim hug- myndum. Síðan eru viss verk- efni eins og skyndihjálpin og neyðarvarnir sem Rauði kross- inn er búinn að taka að sér og þeim verkefnum verður auðvitað alltaf að sinna. Svæðið/svæðisfulltrúar Sumir hafa bent á að Austur- land sé stórt svæði og að það geti orðið eitthvert vandamál. Ég tel að svo sé ekki. Þar sem gerðar hafa verið tilraunir með slíka svæðisfulltrúa hefur þetta heppn- ast mjög vel þannig að þetta á að heppnast vel hér líka. Dæmi um slík svæði er t.d. Norðurland sem er óneitanlega einnig mjög stórt svæði. Þar hefur verið í gangi tilraunaverkefni með svona Óskar S. Jónsson er nýráðinn svœðisstjóri Rauða krossins á Austurlandi. Hann hefur mikla reynslu af starfi innan Slysavarnafélags Islands og er menntaður vettvangsstjóri frá Almannavörnum ríkisins. er mjög misjafnt hvernig að henni er staðið. Á mörgum stöðum er mjög gott ástand og þó nokkur fræðsla um skyndi- hjálp. Annarsstaðar er þetta lítið og þá reynum við að bregðast við því. Reyndar held ég að ástandið sé nokkuð gott á flestum stöð- um. Það þarf í versta falli kannski að ýta aðeins við mönn- um. Menn hafa kannski stoppað í ákveðnum verkefnum og það þarf einhvern utanaðkomandi til að koma þeim í gang aftur, kippa vandamálunum í lag og halda áfram. En almennt gengur starf- semin mjög vel. Töluvert sam- starf er milli deilda hér fyrir Austan og menn halda sína samráðsfundi og tala saman. En þó hefur verið svolítil lægð í starfinu sumsstaðar og því nauð- synlegt að koma því betur af stað. Er þetta ekki mjög huglœgt starf sem veltur mikið á þér sjálfum? Já og nei. Best er að hug- myndir kvikni hjá deildunum sjálfum, þ.e. í grasrótinni. Það er það sem við viljum sjá að gerist. í framhaldi af þvf kem ég inn og Ljósm. as svæðisfulltrúa í nokkur ár sem gengið hefur mjög vel. Asamt þessum svæðisfulltrúa á Norður- landi hafa einnig slíkir fulltrúar verið starfandi á Akranesi og Isafirði. Á öllum þessum stöðum hefur þetta gengið það vel og starfið hefur vaxið það mikið, að það var ákveðið að gera þetta víðar. Því var bætt við á Austur- landi, Suðurlandi og Suðurnesj- um og því er búið að loka hringn- um. Það er von mín að þetta þýði að töluvert samstarf verði milli landshluta og slíkt samstarf er í bígerð nú þegar. Það þýðir að ég hef aðgang að þeim mönnum sem hafa verið að vinna í sams- konar verkefnum annarsstaðar sem þýðir að ég þarf ekki alltaf að vera að finna upp hjólið, heldur get ég leitað til þeirra sem þegar hafa unnið frumvinnuna. Rauði krossinn. Starfið byggist algerlega upp á sjálfboðaliðum. Það er af illri nauðsyn sem starfsmenn eru settir svona út í landshlutana. Það er þá til þess að auka upp- lýsingastreymi svo að betra samband verði milli höfuðstöðva og deilda þannig að menn séu betur inni í þeim málum sem þeir eru að bardúsa í. Það sem er helst sýnilegt í starfi Rauða krossins er sjúkra- bílareksturinn og hann er í nokk- uð föstum skorðum en það þarf náttúrulega alltaf eitthvað að aðstoða deildir við það. Svo eru auðvitað önnur verkefni sem Rauði krossinn sinnir og gaman verður að vinna að fyrir mig ásamt því að þau gætu orðið mjög spennandi fyrir hinar ein- stöku deildir. Það er m.a. þjón- usta við aldraða þar sem þess þarf. Þar er ég m.a. að ræða um almenna þjónustu þar sem reynt er að létta undir með þessu fólki, t.d. með því að fara í búðir, skrifa jólakort og almennt að aðstoða aldraða. Fyrir þá sem starfa innan samtakanna er mikið úrval af störfum. Dæmi um slík störf er að myndaðir eru neyðarvarn- arhópar í sambandi við fjölda- hjálpina, menn hafa möguleika á því að fara á leiðbeinenda- námskeið í skyndihjálp, sál- rænni skyndihjálp og í kjölfarið farið að kenna öðrum þessa hluti. Einnig eru oft myndaðir alþjóðahópar sem einbeita sér sérstaklega að alþjóðamálum og skipuleggja þá einhverskonar hjálparstarf, t.d. peningasafnan- ir, fatasafnanir eða hvað sem er. Þannig er ljóst að mjög mikið úrval er af störfum. Félagsmenn eru auk þess að reyna að skoða í kringum sig og athuga hvort einhver sé útundan í þjóðfélag- inu eða á bágt einhverra hluta vegna og koma þeim til aðstoð- ar. Það eru sérstakir hópar sem fara í heimsóknir í fangelsi, hópur sem svarar í vinalínunni og trúnaðarsímanum. Menn geta farið að hjálpar geðfötluðum, almennt fötluðum eða þroska- heftum. Það eru sem sagt ótal verkefni sem menn geta tekið sér fyrir hendur. Það er heldur enginn skortur á félagsmönnum þó alltaf megi gera betur. Það eru 50 deildir í landinu og félagar tæplega 18.000. Þannig að það er ljóst að það eru margir félagar skráðir, þó það séu kannski ekki allir virkir sem vinna hið óeigingjarna starf innan samtakanna. Alþjóðasamstarf Auk hinna hefðbundnu verk- efna er alltaf möguleiki á að hugsa aðeins út fyrir landsteín- ana og taka að sér stærri verk- efni, t.d. á alþjóðavettvangi. Deildir hér innanlands láta til sín taka í alþjóðamálum, t.d. taka að sér sérstök verkefni. Dæmi um slíkt er að deildir á Norðurlandi styðja verkefni í Lesóto í Suður Afríku. Þessar deildir reka heilsu- gæslu og aðstoða Rauða kross deildirnar í Lesóto við að hjálpa sínu fólki. Það er mjög náið sam- starf milli þessara deilda og hef- ur gefið deildunum á Norður- landi ákaflega mikið. Slík sam- vinna sprettur hins vegar ekki af sjálfur sér. Þetta ræðst t.d. af því hvort áhugi er fyrir hendi meðal sjálfboðaliðanna hér fyrir Aust- an. Ef slíkur áhugi er fyrir hendi þá efast ég ekki um að samstarf verði tekið up við einhverja sem þurfa á því að halda. í því sam- bandi er hægt að gera fjölmargt. Á Norðurlandi er t.d. verið að senda einn og einn fulltrúa í heimsókn á þá staði sem verið er að styrkja, t.d. á heilsugæslu- stöðvar eru að þeir sjái hvað um er að vera. Einnig fer mikið af fatasendingum til samstarfsaðila Norðlendinga, landshlutinn gerir kannski átak og sendir einn gám af fötum og þá er það oft einhver sem fylgir með. Það eru gagn- kvæmar heimsóknir milli deilda, þannig að þeir úti eru boðnir til íslands og svo öfugt. Því er hinsvegar ekki að neita að það sem kemur best út í slfku hjálparstarfi er að senda pen- ingana beint. Framtíðin Það sem við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af er nýliðunin. Það eru mikið sömu mennir sem vinna starfið innan hreyfingar- innar ár eftir ár sem er auðvitað að vissu leyti heppilegt. En þrátt fyrir að gott sé að njóta krafta einstaklinga sem lengi hafa unn- ið fyrir samtökin verður vonandi einhver breyting þar á, þ.e. að meira verði um að nýir einstakl- ingar gangi til liðs við samtökin. Mikill kraftur er t.d. í starfsemi Ungmennahreyfingu Rauða kross Islands og það getur vel verið að sú starfsemi fari í gang hér fyrir austan ef áhugi er fyrir hendi. Það er deildunum í sjálfs- vald sett hvort þær auglýsa eftir nýjum félagsmönnum en ég á alveg von á því að um leið og kraftur er kominn í starfið þá flykkist fólk að. Um er að ræða mjög góð málefni sem verið er að vinna að. Hinu er ekki að neita að það er mjög margt í boði sem einstaklingar geta tekið sér fyrir hendur og keppnin um frftíma manna sé nokkuð hörð, ef svo má að orði komast. Ég held hinsvegar að Rauði kross- inn standi mjög vel að vígi því þau málefni sem verið er að vinna að eru mjög göfug og því held ég að samtökin séu ekki í vandræðum með fólk til að vinna fyrir sig. Og það ber einnig að hafa í huga að það eru alltaf næg verkefni fyrir þá sem vilja ganga til liðs við samtökin.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.