Austurland


Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 12.02.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 7 Fjúrðungssjúkrahúsið í Neskaupstað brautryðjandi í tóbaksvörnum Vilt þú hætta að reykja? Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað var fyrst íslenskra sjúkrastofnana til að banna al- farið reykingar innan sem og í næsta nágrenni stofnunarinnar. Þetta var gert í fullu samráði við starfsfólk sjúkrahússins og hefur gengið ótrúlega vel. Ekki er hægt að segja að engin vandamál hafi komið upp en þau hafa verið smávægileg og auðleyst. Þeir sjúklingar sem á þurfa að halda fá nikótínlyf og eru dæmi þess að reykingafólk sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahúsið í einhverja daga hefur alveg hætt að reykja, þótt það hafi ekki verið á dagskrá við innlögn. Nú er að fara af stað nám- skeið á vegum sjúkrahússins sem á að hjálpa fólki til að hætta að reykja og losna við tóbaks- fíknina. Að sögn Bjöms Magn- ússonar læknis sem hefur veg og vanda af námskeiðshaldinu er það byggt á námskeiðum sem Þorsteinn Blöndal læknir hefur gengist fyrir í Reykjavík og námskeiðum sem Björn stóð fyrir þegar hann var læknir á Reykjalundi. Þetta verður kvöld- námskeið sem tekur fjögur kvöld á tímabilinu 23. febrúar til 2. mars. Þátttökukostnaður er 5.000,- á einstakling en 7.500,- fyrir hjón. Það verður því fljótt sparað upp í þennan kostnað þegar reykingum hefur verið hætt, því það kostar einstakling sem reykir pakka á dag um 110.000 krónur á ári og hjón þá helmingi meira. Bjöm segir að fræðslan vegi þungt þegar fólk ákveði að hætta að reykja eða hefja ekki reyk- ingar. Hann segir að frá því að fyrstu tóbakvarnarlögin litu dagsins ljós árið 1984 hafi reykingafólki fækkað jafnt og þétt. Það hafi orðið ákveðin hugarfarsbreyting sem hafi leitt til þess að nú reykja innan við 30% íslenskra þjóðfélagsþegna á aldrinum 18-69 ára. En betur má ef duga skal. Enn em það alltof margir sem reykja og nú ætlar starfsfólk FSN að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem vilja hætta að reykja. En hvernig er þetta námskeið uppbyggt? Það felst fyrst og fremst í fræðslu um kosti þess að hætta reykingum. Byrjað verður á því að spyrja þátttakendur ákveð- inna faglegra spurninga og þeir verða spurðir af hverju þeir vilji hætta reykja. Við veitum fræðslu um nikótínlyf, sem ég tel ákaf- lega mikilvæg til hjálpar og reynslan hefur sýnt að þeir sem byrja aftur að reykja hafa yfir- leitt notað of lítið af nikótín- lyfjum og því fallið. Margir segja að vilji sé allt sem þurfi en það er ekki svo. Það þarf hugar- farsbreytingu og það þarf að breyta lífsstílnum. Til að hjálpa fólki með þennan þátt verða Rut Guðbjartsdóttir, hjúkmnarfræð- ingur, og Heiðrún Snæbjömsdótt- ir, sjúkraþjálfari, með fræðslu og leiðbeiningar í þessum efnum. Lögð verður áhersla á líkamsrækt og líkamsvitund, hreyfingu og breytt viðhorf. Ingibjörg Ingólfsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, mun halda utan um verkefnið og fylgja því eftir því ekki verður litið af fólkinu í eitt ár. Það verður hringt í það á tveggja mánaða fresti og því veittur sá stuðningur sem með þarf. Þáttur læknisins í þessu er fræðsla um skaðsemi reykinga, sjúkdóma og áhættuþætti. Rannsóknir sýna að þeir sem falla í tóbaksbindindi gera það flestir á fyrstu þremur mánuð- unum. Þess vegna er stuðningur ákaflega mikilvægur og Bjöm segir að ráðlegt sé að taka nikótínlyf í a.m.k. 3 mánuði. Aðeins 5% þeirra sem taka nikótínlyf geta orðið háðir þeim og fólk sé misjafnlega miklir ■f Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför fósturbróður míns og frænda Þorleifs Guðmundssonar Mýrargötu 20 Neskaupstað. Starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað þökkum við innilega fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda Rósa Eiríksdóttir. L fíklar. Hann segir að það sé staðreynd að 80% þeirra sem reykja vilji hætta því. Margir hætti ekki að reykja af ótta við þyngdaraukningu, sér- staklega eigi þetta við um konur, en staðreyndin sé sú að þyngdar- aukningin sé að meðaltali aðeins 2-3 kíló þegar upp er staðið. En er þá bara ekki nóg að fara í apótekið og kaupa sér plástur eða tyggjó? Jú, svarar Björn. Það skiptir okkur engu máli hvemig fólk hættir að reykja og við bara fögnum því ef það gerir það. Við vitum hins vegar að það verður auðveldara að hætta með stuðn- ingi og fræðslu og þess vegna höldum við þetta námskeið. Við föram ekki af stað með færri en 10 manns en hámark á hvert námskeið verður 20 manns. Það er enn tækifæri til að skrá sig á námskeiðið og fer skráning fram í síma 477 1400, alla virka daga milli klukkan tíu og tólf. Vangaveltur GLUGGAR OG GARÐHUS í Smáranum framleiðum við: Sólstofur, garðskála, svalahýsi, glugga, rennihurðir og útihurðir. Góð sólstofa er betrí en sólariandaferð SLETTVOLL,vönduð reyrhúsgögn sérlega skemmtileg í sólstofur, borðstofur og sumarhús. Komið og skoðið í Gluggar og garðhús Daluegi 4 Kópavogi sími 554-4300/fax 564-1187 Mannshjartað O sonur duftsins! AHt sem er á himnum og jörð hef ég fyrirbúið þér nema mannshjartað, sem ég hef gert að samastað fegurðar minnar og dýrðar. Bahá'ulláh * m Baháíar Neskaupstað fm I dag veltir Elma Guðmundsdóttir ylir Kanadekri og ferðakostnaði íþróttafélaga Það vakti furðu mína í haust þegar ég sá í fréttatilkynningu frá Blaksambandi íslands þess efnis að lið frá Nato, eins og það var orðað, tæki þátt í haustmóti BLI og það sem meira var, mótið skyldi haldið á Keflavíkurflugvelli. Síðar meir eftir samtöl mín við framkvæmdastjóra sambandsins var ég ekkert svo hissa því í öðra hverju orði talaði hann um „kommana" þama fyrir austan og bætti stundum helvítis fram- an við. Eg á nú samt ekki von á öðru en þetta hafi verið góðlátlegt grín en öllu gamni fylgir einhver alvara. Nú Blak- samband Islands hélt sitt Haust- mót í herstöðinni á Keflavíkur- flugvelli, aðildarfélögum sam- bandsins var aldrei boðið að halda mótið! Að gera herstöðina á Kefla- víkurflugvelli að íþróttamiðstöð fyrir íslenskt íþróttafólk er alveg óþolandi og íslenskri íþrótta- hreyfingu til vansa. Hér er ekki verið að kasta rýrð á það fólk býr eða gegnir sínum störfum í her- stöðinni heldur er það sá hugs- unarháttur sem lýsir sér í athöfn- um forsvarsmanna umræddra sérsambanda ISI. Eg er raunar alveg bit á að ÍSÍ forystan skuli ekki hafa fjallað um þessi mál, sé hinsvegar svo hefur það farið fram hjá mér, en ég hélt að samkvæmt lögum Iþróttasam- bands íslands væri þetta bannað. Núna hefur Sundsamband ís- lands tilkynnt að Islandsmeist- aramótið í sundi verði haldið í sundlauginni í herstöðinni. Laug- in sé nýuppgerð með sex braut- um og nú þurfi keppendur ekki að fara alla leið til Vestmanna- eyja, en mótið hafi verið haldið átta sinnum í Eyjum síðustu bla bla bla ár. Samkvæmt þessu er það auðvitað mikill fengur fyrir keppendur í Reykjavík og á SV horninu almennt að þurfa ekki að fara til Vestmannaeyja, en væri ekki nær að gera þær kröfur til sveitarfélaganna á þessu svæði að þau uppfylltu þær kröf- ur sem gerðar eru til íþrótta- mannvirkja í dag? Skemmst er þess að minnast að erlendu keppendumir á Smáþjóðaleikun- um s.l. sumar vora hreinlega að krókna úr kulda og maður hefði nú haldið að annað eins væri nú braðlað þótt byggt væri yfir eina sundlaug Talandi um ferðakostnað þá greiða íþróttafélögin í Vestmanna- eyjum sennilega mest allra íþrótta- félaga í ferðakostnað en það er ekki það sem máli skiptir í þessu sambandi. Það sem skiptir máli er að enn halda forsvarsmenn íþróttafélaganna í Reykjavík að það sé dýrara að fara út á land en frá landsbyggðinni til Reykja- víkur. Sorglegasta og nýlegasta dæmið þar um er þegar ákveðið íþróttafélag í Reykjavík hætti við þátttöku í móti á Isafirði í haust og bar við kostnaði og það sem meira var samgönguerfið- leikum og jafnvel snjóflóða- hættu! Þá má einnig benda á að Grundfirðingar skrifuðu Blak- sambandinu bréf þar sem þeir fóru fram á að lið þeirra yrðu ekki dæmt úr leik fyrir að mæta ekki á fjölliðamót yngri flokka í Neskaupstað í nóvember s.l., ferðakostnaðurinn hefði bara verið of mikill. Þeir skutu sig hinsvegar í fótinn í þessu tilfelli Grundfirðingarnir, því þeir höfðu aldrei tilkynnt þátttöku í umræddu mót! Við hér fyrir austan þekkjum þetta líka úr knattspyrnunni. Þess eru dæmi að forsvarsmenn íþróttafélaga syðra hafa hringt og beðið um að væntanlegur leikur yrði gefinn og í orðunum lá að það skipti engu máli fyrir heimaliðið, það myndi hvort sem er falla eða allavega tapa, en lið þess sem hringdi sparaði stórfé. Það fer lítið fyrir íþrótta- mennskunni í svona samskiptum og það er deginum ljósara að forsvarsmenn Blak- og Sund- sambands Islands hafa gleymt gamla góða gildi ungmenna- hreyfingarinnar: íslandi allt!

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.