Austurland


Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 1
rland 48. árgangur Neskaupstað, 19. febrúar 1998. 7. tölublaö. MOLAR ME í 8 liða úrslitum Lið Menntaskólans á Egils- stöðum er komið í 8 liða úrslit í spurningakeppni framhalds- skólanna en liðið lagði Fjöl- brautaskóla Austur-Skafta- fellssýslu með 27 stigum gegn 8 í 20 liða úrslitum. Lið- ið mun næstkomandi fimmtu- dag keppa við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og verð- ur viðureignin sýnd í sjón- varpinu næstkomandi föstu- dagk. 21.00. Hólmatindur og Hólmanes á rækju Eskifjarðartogararnir Hólma- tindur og Hólmanes hafa ver- ið á rækjuveiðum fyrir vestan frá því að sjómannaverkfalli var frestað og verða á meðan loðnufrystingu stendur. Hólm- atindur leggur upp í Súðavík og Hólmanes á Bolungarvík. Óþarfa umferð á hafnarsvæðinu Talsverð óánægja er á meðal starfsmanna SVN sem vinna á hafnarsvæðinu við nýja frystihúsið í Neskaupstað vegna mikillar bílaumferðar óviðkomandi. Báðu starfs- mennirnir Austurland að koma því á framfæri að leggja leið sína ekki niður á höfn nema viðkomandi eigi þangað erindi. Mikil umferð um höfnina getur skapað stórhættu, jafnt fyrir starfs- menn sem almenning. Frábær sunnudagur í fjaUinu Nú er kominn mjög góður skíðasnjór í skíðaparadísina í Oddsskarði og aðstæður allar mjög góðar. Að sögn Ómars Skarphéðinssonar, umsjónar- manns skíðasvæðisins, var aðsókn mjög góð s.l. sunnu- dag og frábær stemmning í fjallinu. Ómar sagðist nú verða var við mikla fjölgun yngstu iðkenda, átta ára og yngri. Rakti hann það til þess að nú væru börn þeirra for- eldra, sem voru unglingar þegar skíðamiðstöðin fyrst var opnuð, farin að skila sér í fjallið. ¦nhl SúémamkaM Helgi Geir Valdimarsson, skipstjóri á Blœngi, er einn hlekkurinn íþeirri keðju sem stuðlað hefur að góðum árangri Síldarvinnslunnar hf. á undanförnum árum. Hér sést hann stjórna löndun á loðnu í Blœng núna í vikunni en þá hófst loðnufrysting um borð í Blœngi og Barða. Ljósm. Krist. J. Krist. Neskaupstaður Launagreiðslur SVN aldrei verið meiri en árið 1997 Hagnaður af rekstri Síldar- vinnslunnar hf. á árinu 1997 nam 332 milljónum króna og er það heldur lakari afkoma en árið á undan en þá skilaði félagið 475 milljón króna hagnaði. Ástæður mismunandi afkomu milli ára liggja fyrst og fremst í auknum skattskuldbindingum. Hagnuður fyrir skatta nam nú 494 millj- Neskaupstaður Pizzabíll rændur Veski með allri pizzusölu sunnu- dagsins síðastliðins var stolið úr sendibíl Pizza 67 í Neskaupstað. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni í Neskaupstað en þegar blaðið fór í prentun hafði ekki tekist að hafa uppi á þjófinum eða þjófunum. Bíllinn stóð mannlaus í brekkunni við starfsmannadyr Hótels Egilsbúðar og hafði starfsmaður gleymt að taka veskið með sér inn. Þjófnaður- inn átti sér stað á milli 21 og 22 á sunnudagskvöldið og eru þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt um málið beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Neskaup- stað eða rekstraraðila Pizza 67. Að sögn Guðmundar R. Gísla- sonar, annars rekstraraðila Pizza 67, er í boði vegleg pizzuveisla fyrir þá sem geta veitt upplýs- ingar er leiða til lausnar málsins. ónum króna en var 498 milljónir metárið 1996. Rekstrartekjur námu alls 4.122 milljónum króna og hækk- uðu þær um 16% frá árinu á und- an. Að meðtöldum innlögðum eigin afla nam heildarvelta fél- agsins um 4, 8 milljörðum króna. Eigið fé félagsins í árslok var 2. 494 milljónir króna og jókst eiginfjárhlutfallið á árinu úr 36% í ársbyrjun í 46% í árslok. Arð- Símsvari 878 1^7^- Skíöaskáli é. 478 1465 Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði Miðfirðir Ný barnalyfta í Oddsskarði Skíðamiðstöðin í Oddsskarði, SKO, hefur ákveðið að kaupa nýja barnalyftu og hafa kaupin verið samþykkt af sveitarfélög- unum þremur: Eskifirði, Nes- kaupstað og Reyðarfirði. Nýja lyftan er sömu gerðar og stóru lyfturnar sem eru fyrir í fjallinu og því mun hentugri í alla staði en gamla lyftan. Hún getur flutt 750 notendur en sú gamla gat flutt 500. Ætlunin er að setja lyftuna upp næsta sumar og verður hún því tilbúin fyrir næstu skíðavertíð. Samfara uppsetningu nýju lyftunnar verður sett lýsing á barnasvæðið. Heildarkostnaður við kaupin og uppsetningu er um 12 milljónir króna. semi eigin fjár á árinu var 17%. Veltufé frá rekstri var 631 milljón króna samanborið við tæpar fimm hundruð milljónir árið áður.Veltufjárhlutfall í árs- lok var 1,4. Á aðalfundi félagsins, sem halda á laugardaginn 14. mars n.k., mun stjórnin leggja til að greiddur verði 7% arður til hlut- hafa en þeir voru alls 964 í árslok. Launagreiðslur til þeirra 360 starfsmanna sem að meðaltali starfa hjá fyrirtækinu hafa aldrei verið meiri og voru nú 1.020 milljónir króna. Er þetta í fyrsta skipti sem heildarlaunagreiðslur ná að sprengja milljarð króna markið. I I W®1 ORYGGI ¦ ¦ q öllum sviðum ^ yrh Saltkjöt kr. 259.- per. kg. e%^ Gular baunir 500 gr. kr. 49. ^'V Kynning á ABC mjóík frá Mjólkurstöðinni föstudas frá kl. 14 e.h. ® 477 1301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.