Austurland


Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383 og 8994363 Blaðamaður: Kristján J. Kristjánsson S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 8 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður 8 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Getraunir mvlv^ Míkilvægi lista- og félagslffsins Oft ræðir eldra fólk um blómlegt félagslíf fyrri tíma. Þá er greint frá kraftmiklu félagsstarfi á ýmsum sviðum og frásagnirnar lýsa þrekvirkjum sem oft voru unnin í fámennum byggðarlögum. Fyrir ungt fólk hljóma lýsingar á fyrri tíma félagsstarfi nánast sem ýkjusögur, svo framandi eru þær og svo fjarri þeirri hugsun sem einkennir ungt fólk í dag. Áður fyrr blómstruðu félög eins og leikfélög, kvenfélög og bindindisfélög og ýmis félög voru þá kraftmeiri en þau eru nú. Nú eiga félög sem þessi erfitt uppdráttar og á mörgum þeirra er hálfgerður feigðarsvipur ef þau eru þá ekki algerlega horfin úr félagaflóru byggðarlaganna. Það sem einkenndi félagsstarfsemi fyrri tíma voru þær kröfur sem gerðar voru til félagsmanna. Ef einstaklingur ætlaði að vera virkur í félagsstarfi þurfti hann að vera tilbúinn að leggja mikið á sig. Það var og er tímafrekt að taka þátt í uppfærslu á leikriti og hin fjölþættu störf félaga á borð við kvenfélög byggðust á áhuga og fórnfýsi. Á árum áður virðist fólk hafa haft meiri tíma til þátttöku í skapandi og krefjandi félagsstarfi. Aðrir tómstundamöguleikar voru takmarkaðir og því nutu margir þess að sinna félagsstörfum af áhuga. Samfélag nútímans býður hinsvegar upp á ótrúlega fjölbreytta neyslu tómstundaefnis og hlýtur sú neysla óhjá- kvæmilega að bitna á hefðbundnu félagsstarfi. Það er ólíkt þægi- legra og fyrirhafnarminna að liggja heima í stofu og horfa á sjónvarpsdagskrá eða myndband en að taka þátt í krefjandi starf- semi á sviði leiklistar, tónlistar eða annarra listgreina. Það virð- ist líka sífellt verða algengara að yngra fólk geri kröfu um að ýmis starfsemi á hinu félagslega sviði sé innt af hendi án þess að það sjálft komi þar nálægt. Niðurstaðan er semsagt sú að áður fyrr tók fólk þátt í skapandi starfi í tómstundum sínum en það færist sífellt í aukana að fólk vilji eingöngu vera neytendur í frítím- anum. Og að langmestu leyti neyta menn erlendrar framleiðslu. Þrátt fyrir það sem hér er sagt að framan má benda á félags- starfsemi sem hefur vaxið og er nú mun umfangsmeiri en á fyrri tíð. Hér er t.d. átt við starfsemi björgunarsveita, félagsstarf aldraðra og síðast en ekki síst íþróttastarfsemina sem er víða mjög öflug og nýtur mikilla vinsælda, einkum á meðal barna og unglinga. Sýnt hefur verið fram á að þeir sem stunda íþróttir hneigist síður en aðrir til að hefja reykingar, áfengisdrykkju og notkun annarra vímuefna og því hefur íþróttastarfsemi mikið gildi í samfélagi nútímans. Færa má rök fyrir því að afar erfitt sé að bera saman félagsstarfsemi á fyrri tíð og slíka starfsemi nú á tímum. Samfélagið allt hefur tekið svo miklum stakkaskiptum að slíkur samanburður verður í reynd marklaus. Auðvitað væri gott ef unnt væri að efla hefðbundna félagsstarfsemi þannig að hún næði á ný fyrra gildi en jafnframt verður að kappkosta að tryggja íbúum landsbyggðarinnar alla þá möguleika sem nútímasamfélag veitir þegnum sínum á sviði tómstundalífs. Sveitarfélög gegna mikilvægu hlutverki varðandi báða þessa þætti. Þeim ber að styðja við bakið á heilbrigðri félagsstarfsemi og þeim stofnunum sem geta auðgað listalíf. Eins ber þeim að vinna að því að íbúarnir njóti annarra kosta eins og fjölbreyttrar fjölmiðlunar. Sveitarstjórnir á Austurlandi þurfa t.d. að stuðla að því að helstu útvarpsstöðvar náist hér í fjórðungnum og þá er ekki síður mikilvægt að íbúarnir hér eystra hafi sömu valkosti á sviði sjónvarps og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa. í því sambandi þarf að knýja á um að sanngjörn verðlagning á dreifingu útvarps- og sjónvarpsefnis sé til staðar. Á þessu sviði er sannarlega verk að vinna. S.G. GETRAUNALEIKUR ÞRÓTTAR OG PIZZA 67 Heldur náðu tipparar að bæta sig um síðustu helgi, þrír hópar náðu 11 réttum, 3 Fuglar, Trölli og Nönsos og nokkrir hópar náðu 10 réttum en betur má ef duga skal. I deildarkeppninni urðu helstu úrslit þannig að Dúllurnar unnu Tippverk 10-9, West End vann Lækinn 10-8, 3 Fuglar unnu Lea O 11-10 og Trölladeig og Gufurnar gerðu jafntefli 10-10. Þegar tvær vikur eru eftir eiga fjórír hópar raunhæfa möguleika á sigri, West End, Tippverkur og Dúll- urnar eru eru með 15 stig og 3 Fuglar eru með 13 stig. I Getraunaleiknum berjast Tippverkur og West End um sig- urinn, en Gufurnar, Lea 0 og 3 Fuglar fylgja fast á eftir. Þegar búið er að kasta tveimur verstu vikunum frá eru Tippverkur og West End með 83 stig Gufurnar og Lea 0 með 80 stig , 3 Fuglar með 79 stig og Trölladeig, Dúll- urnar og Trölli með 78 stig. Það er ljóst að þetta verður keppni fram á síðustu mínútu. Þeir sem keppa saman í Deildarkeppninni um næstu helgi eru: West End Tippverkur Dúllurnar 3 Fuglar Við Lækinn Trölli Ennco Bólstrun Bandit Olís Nestak Píta með Kebab Mórarnir Fulham Barðinn Sún búðin Um síðustu helgi fóru 5. 4. og 2. flokkur Þróttar í knattspyrnu til Reykjavíkur og kepptu til úrslita í Islandsmótinu innanhús. Gekk ferðin mjög vel og stóðu strák- arnir sig frábærlega. Nánar verð- ur sagt frá ferðinni í næstu viku. Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga 19-21 og laug- ardaga 10-13. Framsóknarmenn - Framsóknarmenn Stofnfundur Framsóknarfélags „Miðfjarða", Norðfjarðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, verður haldinn í Félagslundi Reyðarfirði miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20:30 Dagskrá: 1. Tillaga að lögum fyrir félagið 2. Kosning stjórnar 3. Sveitarstjómarkosningar 4. Önnur mál Nefndin Trölladeig LeaO Liverunited Nesbær B2 Nönsos Mamma og ég Gufurnar Skósi HB ráðgátur Pele Feðgarnir Sköpunin O verundarsonur! Voldugum höndum gerði ég þig og styrbum fingrum sfeóp ég þig og í brjóst þér hef ég Iagt fcjarna ljóss míns. Bahá'u iláh Baháíar Neskaupstað m Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Björgvin Þór Pálsson Fæðingardagur? 23.08'66 Fæðingarstaður? Reykjavík Heimili? Reyðarfjörður Núverandi starf? Verslunarstjóri KHB, Reyðarfírði Önnur störf? Sjúkraflutningamaður Fjölskylduhagir? Giftur Sigrúnu Huldu Sæmundsdóttur og á tvö börn Farartæki? Nissan Sunny '92 og Subaru '88 Uppáhaldsmatur? Rjúpur og nýr silungur Helsti kostur? Léttur í lund Helsti ókostur? Tapsár Uppáhalds útivistarstaður? Austurland vítt og breitt Hvert langar þig mest að fara? Afríku Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Undir sænginni hjá konunni Áhugamál? Stang- og skotveiði Stærsti fískur sem þú hefur veitt? 12 p. lax í Elliðaá Uppáhalds veiðifluga? Moskító að hætti Eika Sör Uppáhalds íþróttafélag? KVA Hvað ætlarðu að gera um helgina? Ekki farinn að hugsa svo langt Björgvin Þór Pálsson, verslunarstjóri KHB á Reyðarfirði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.