Austurland


Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1998 Flökkuleikstjórinn Guðjon Sigvaldason „er ekki með í svona asnalegu leikriti" Þessa dagana er Leikfélag Fljótsdalshéraðs að œfa leikritið „Ég er hœttur, farinn, er ekki með í svona asnalegu leikriti". Um er að rœða mjög athyglisverða sýningu og til að stýra henni hefur verið fenginn Guðjón nokkur Sigvaldason, sem er leikstjóri frá Reykjavík. Blaðamaður Austurlands hitti hann á dögunum og átti við hann stutt spjall. Leikritið Leikstjórinn Þetta er leikrit sem er eftir Guð- rúnu Kristínu Magnúsdóttur, en hún er bæði rithöfundur og myndlistarmaður. Þetta verk var sent inn í samkeppni sem efnt var til við opnun Borgarleikhúss- ins þegar leikfélag Reykjavíkur flutti úr Iðnó í Borgarleikhúsið og lenti í fyrsta sæti. Þetta er gamanleikrit með alvarlegum undirtón eins og í öllum góðum gamanleikritum og gerist á heimili hjóna sem heita Ástlákur og Bergþóra. Þau eru að skilja að borði og sæng, en í stað þess að annað flytji út, þá flytur Bergþóra einfaldlega á hæðina fyrir ofan. Seinna flytur inn ný kona í lífi Ástláks, Dollí, og leikritið fjallar um samskipti þessara þriggja persóna og barna þeirra hjóna. Einnig kemur inn í þetta fyrrverandi eiginmaður Dollíar og ýmislegt gerist hjá þessari undarlegu fjölskyldu. Við fáum að sjá inn í líf þeirra og hvað er að gerast þar. Það er reyndar mjög erfitt að lýsa þessu leikriti og hvað er að gerast, hreinlega fyrir það að Ég hef mestmegnis síðustu 6 árin verið starfandi hér á Austur- landi, bæði á Egilsstöðum, Seyð- isfirði, Reyðarfirði og á Horna- firði. Hvernig á því stendur get ég eiginlega ekki dæmt um. Mér hefur fundist mjög gaman að vinna með þessum leikfélögum og vona að þessi leikfélög hafi haft gaman af því að vinna með mér. Allavega hafa forsvars- menn þeirra fengið mig til að koma ár eftir ár. Það er reyndar búið að gera mikið grín að mér af hverju ég sé ekki einfaldlega fluttur hingað. Eg þyki vera með nokkuð flippaðar hugmyndir og það gæti haft áhrif á að félögin vilja fá mig aftur og aftur. Þá merkir orðið „flipp" kannski ekki endi- lega að ég sé að gera einhverja fáránlega hluti heldur að taka hvert leikrit, hvert verk sem ég set upp, og leyfa því að njóta sín en þá eru kannski stflbrögð og stílfærsla dálítið öðruvísi. Ég hef t.d. stundum verið með það sem ég kalla anddyrisleikhús. Það hefur vakið athygli vegna þess Það er í mörg horn að lítafyrir leikstjóra og hér sést Guðjón þar sem hann er á fullu við að segja tónlinstarstjóra sýningarinnar, Charles Ross, til. Ljósm. as handritið sem höfundurinn sendi er mjög spennandi að því leyti að það bíður upp á svo marga mögu- leika í uppsetningu og útfærslu. Leiksýningin Það eru 17 leikarar sem taka þátt í sýningunni. Þeir eru frá 14 ára upp í 76 ára þannig að það er mjög breiður aldurshópur, allt frá unglingum upp í ellismelli og þarna er fólk með mjög mismun- andi reynslu í leikhúsi. Sumir eru að koma að þessu í fyrsta skipti meðan aðrir hafa tekið þátt í fjölmörgum sýningum. að fólk er í rauninni í stöðugu áreiti í sýningunni. Það fær kannski ekki tíma til að hvfla sig í almennilegu hléi. Um leið og einstaklingurinn kemur inn í leikhúsið er hann orðinn þátttak- andi í sýningunni. T.d. þegar ég setti upp Önnu Frank þótti mjög skrýtið að ég var með Hitlers- æsku í anddyrinu þar sem ég lýsti fegurð Hitlersæskunnar en hugsjónin að baki henni var mjög falleg þannig lagað, þó hryllingurinn sem fylgdi væri það náttúrulega ekki. Það kom t.d. austurrísk kona á sýninguna og henni fannst þetta dásamlegt vegna þess að þar var hún að upplifa sína bernsku. Svo aftur heyrði maður að fólk væri á svæðinu sem ekki kom á sýning- una vegna Hitlersæskunnar. Hvernig er að koma ókunn- ugur inn í hóp og fara að vinna svona náið með honum eins og nauðsynlegt er við uppsetningu leiksýningar? Það er mjög skemmtilegt. Því fylgja auðvitað ákveðnir erfið- leikar og þessháttar. Maður þarf t.d. að læra að þekkja inn á hvern hóp fyrir sig um leið og hópur- inn verður að læra að þekkja inn á mig. Væntingar þínar til hóps- ins breytast alltaf. Á sama hátt er með leiksýningu. Maður byrjar með ákveðinn hóp og þarf að þróa hann. Þú þarf að vera mjög diplómatískur því fólk er mis- munandi upplagt. Fólk er búið að vera í vinnu allan daginn áður en það kemur á æfingu, þannig að það eru ákveðnir hlutir sem nauðsynlegt er að taka tillit til. Það er stefna sem ég hef markvisst reynt að vinna að í gegnum sýningar hjá mér að allir í sýningunni séu jafnir, þ.e. að enginn leikarinn skari framúr. Ég reyni frekar að mynda eina sterka heild, því leiksýning er jú samvinna og því nauðsynlegt að allur hópurinn standi sig vel. Veikasti hlekkurinn á keðjunni er auðvitað veikasti hlekkurinn á öllu dæminu, hver svo sem hann er. Því reyni ég að gera keðjuna það sterka og þétta að það sé enginn veikur hlekkur. Nú ertu einhverskonar flökkuleikstjóri. Eru þið margir? Já, það eru margir „flökku- leikstjórar" en mjög fáir sem fást til að fara 50 km radíus út frá Reykjavík. Við erum örfá, og í rauninni allt of fá sem fáumst til að fara þetta sem fólki finnst vera lengra. Mér finnst þeir leikstjórar sem ekki gera þetta vera að missa af miklu því það skemmtilega við að koma og leik- stýra á öðrum stöðum en í Reykja- vík er að í gegnum leikfélögin á stöðunum finnur maður púlsinn í bæjarlífinu og því sem er að gerast þar. Ég er kominn strax inn í ákveðna hringiðu sem er að gerast í þjóðfélaginu. Á þann hátt kynnist maður í rauninni samfélaginu innan frá því maður er meira tengdur öllu í bæjar- lífinu frá byrjun. Þetta er hlutur sem mér finnst æðislegt að kynnast og á orðið mjög góða vini á öllum þeim stöðum sem ég hef unnið á. Við leikstjórarnir sem erum starfandi mest megnis með áhugamannahreyfingunni erum mjög mikið á móti því að áhuga- mannaleikhús sé tekið minna alvarlega en atvinnuleikhús að því leyti að leikfélögin eiga að gera kröfu til sinna leikstjóra á stefnu, bæði í leikritavali og í því hvað þau eru að gera og þar fyrir utan hefur endurnýjunin í félögunum verið mjög góð. Þannig hafa þessi félög ekki staðnað vegna þess að það er alltaf sama fólkið. Auðvitað er stór hópur sem er alltaf aftur og aftur en félögin hafa samt verið það opin að nýliðar geta auð- veldlega komið inn. Það er hlut- ur sem skiptir ofsalega miklu Jón Guðmundsson, formaður Leikfélags Fljótsdalshéraðs, íhlut- verki sínu í leikritinu „Ég er hœttur, farinn, er ekki með íþessu asnalega leikriti. I bakgrunni sést m.a. Hrefna Guðmundsdóttir. Ljósm. as sama hátt og leikstjórinn á að gera ákveðna kröfu til leikfél- agsins. Það vill því miður brenna við að leikstjórar fari út á land og hugsi eingöngu um launin en er sama hvað þeir setja upp og hvernig þeir gera það. Þetta er sem betur fer að breytast og þró- ast til hins betra. Bæði hafa leikfélögin orðið metnaðarfyllri og í kjölfarið fengið til sín betri og menntaða leikstjóra og þeir leikstjórar sem hafa verið með það sjónarmið að gera þetta eingöngu fyrir launin eru að hverfa af markaðnum. Þessi stefna leikstjóranna er kannski ennþá undarlegri þegar það er haft í huga að maður verður mjög seint ríkur á þennan hátt. Þetta er að vissu leyti hug- sjónastarf að vera í leikhúsinu. Það verða mjög fáir ríkir í gegn- um leikhúsið, sérstaklega hér á landi. Það eru auðvitað til menn í leiklistarstéttinni sem eru vel stæðir en það er vegna þess að þeir eru á kafi í mjög mörgum verkefnum. Leikfélögin Leikhúslíf hér fyrir austan finnst mér standa mjög sterkt. Þau eru að sjálfsögðu mis sterk félögin og misjafnt hvað þau eru að gera og hvað þau hafa bolmagn til fjárhagslega að setja upp sýningar. En nokkur félög hér fyrir austan eru mjög sterk á landsvísu og t.d. hefur leikfélag- ið hér á Egilsstöðum ásamt leik- félaginu á Höfn talist með sterk- ari leikhúsum á landinu. Það er fyrst og fremst vegna þess að þessi félög hafa verið að þróast. Þessi félög eru með lengri tíma máli í svona leikfélögum að það sé endurnýjun svo að það sé ekki þannig að það séu þessir sömu heimaríku hundar sem eru að leika í þeim. Að lokum Það ættu allir að koma nálægt leikrænni tjáningu á einhvern máta og sem betur fer eru ennþá við lýði þorrablót og þess háttar þar sem fólk er skikkað til að troða upp. Það er mjög þroskandi að starfa í leikhúsum og leikfélögum. Ég dáist að fólkinu sem er tilbúið að leggja það á sig eftir oft mjög langa vinnudaga, að vinna langt fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nætur við það að skapa sýningu og það að fólk leggur þetta á sig er dásamlegt. Það geta allir leikið. Mis-vel reyndar, en það geta allir leikið ef þeir leggja sig fram við það og undir ákveðinni leiðbeiningu. Eg held að það sé öllum mjög hollt, bæði að reyna að setja sig í spor annarra einstaklinga sem og það að allri leiklist fylgir ákveðin sjálfskoðun og ég held að öllum sé hollt að skoða aðeins sjálfa sig t.d. hvernig við komum fram gagnvart öðrum. Það er líka ákaflega skemmti- legt að formaður bæjarstjórnar leiki kannski fyllibyttu í einu leikriti og þjóf í næsta o.s.frv. Það er gaman fyrir fólk að sjá persónur sem það sér dags dag- lega í virðulegum embættum, ef svo má að orði komast, gera sig að fífli á sviðinu og ég held að það sé öllum hollt að gera sig að fífli.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.