Austurland


Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1998 Samningur Sparisjóðsins og Knattspyrnutieiltiar Þróttar í síðustu viku undirrituðu forráða- menn Sparisjóðs Norðfjarðar og Knattspyrnudeildar Þróttar sam- starfssamning. Sparisjóður Norð- fjarðar styrkir sérstaklega barna og unglingastarf Knattspyrnu- deildar Þróttar sem er með mikl- um blóma um þessar mundir. Alls stunda um 120 ungmenni reglu- legar æfingar yfir veturinn og fjölgar þeim verulega þegar leikja- og íþróttanámskeið hefjast á vor- in. Stjórn Sparisjóðs Norðfjarð- ar gerir sér grein fyrir gildi íþrótta- og æskulýðsstarfs sem hluta af vörnum gegn vímuefnum, og að öflugt barna- og unglingastarf skilar okkur betri einstaklingum í framtíðinni. Sparisjóður Norð- fjarðar hefur ákveðið að styrkja þetta starf um kr 600.000 á þessu ári, og mun knattspyrnu- fólk úr Þrótti í staðinn halda nafni Sparisjóðsins á lofti eins og kostur er. Samstarf Sparisjóðsins og knattspyrnudeildar hefur staðið yfir í fjölmörg ár og er hægt að segja það með vissu að starf deild- arinnar væri ekki svo öflugt ef samstarfið hefði ekki komið til á sínum tíma. Stjórn Knattspyrnu- deildar Þróttar vill nota tæki- færið og þakka Sparisjóði Norð- fjarðar fyrir samstarfið og vonar að það haldist sem lengst börn- um okkar til hagsbóta. Þátttakendur í íþrótta og leikjaskóla Þróttar og Sparisjóðs Norðfjarðar sumarið 1997 en á annað hundrað krakkar tóku þátt í skólanum sem mœltist velfyrir hjá krökkum, jafnt sem foreldrum. Ljósm. as V*9* Q/ö/ó Ferðanefnd launþegasamtakanna hefur samið við Flugleiðir um hagstæð fargjöld til útlanda í sumar. Einnig var gerður samningur við Samvinnuferðir - Landsýn um sölu farmiðanna og aðra þjónustu tengda ferðunum. Verkalýðsfélag Norðfirðinga er aðili að samningnum og gildir því þetta verð hér fyrir neðan fyrir félagsmenn Alls verða seld 5.000 sæti. Bamaafslóttur miðast við börn á aldrinum 2-11 ára. Börn yngri en 2ja ára greiða 10% af fullu gjaldi. Tímalengd ferða er 7 - 30 dagar. Tímabilið sem um ræðir er frá 8. maí - 15. september 1998. Miðað er við flug ó mánudegi til föstudags. Sölu stéttarfélagsfargjaldanna til útlanda lýkur 15. mars 1998. Sala farmiða og allar upplýsingar um ferðirnar fara fram hjó Samvinnuferðum- Landsýn og umboðsmönnum þeirra um land allt. Áfangastaður Kaupmannahöfn Osló Glasgow Stokkhólmur London Lúxemborg Amsterdam Paris Baltimore fullorðnir 25.340 26.030 22.920 27.840 27.020 26.850 27.370 28.480 46.090 29.390 börn 17.270 7.960 15.650 18.770 18.250 17.880 18.500 19.210 31.720 20.520 26.680 '1 wmm . 27.350 Einnig er í gildi sérkjör á innanlandsflugi, gistingu, bílaleigubílum og rútuferðum. Kynnið ykkur sérkjörin ! Upplýsingar um einstök tilboð, gildistíma þeirra og aðra skilmála færðu á skrifstofu Verkalýðsfélags Norðfirðinga í Neskaupstað ís. 477-1230 Verkalýðsfélag Norðfirðinga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.