Austurland


Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 19.02.1998, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1998 Neskaupstaður: Fjárhagsáætlun 1998 lögð fram í bæjarsQórn Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Nes- kaupstaðar og undirfyrirtækja var lögð fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu 10. febrúar sl. Þrátt fyrir væntanlega samein- ingu sveitarfélaganna þriggja sem tekur gildi 7. júní þá gerir hver sveitarstjórn fyrir sig fjár- hagsáætlun fyrir allt árið 1998. Skatttekjur bæjarsjóðs nema 303,1 milljónum króna og rekstrargjöld málaflokka að frádregnum tekjum nema 230,6 milljónum eða 76% af skatttekj- um. Mestar tekjur fást í bæjar- kassann af útsvörum eða 240,4 milljónir og fasteignaskattur nem- ur alls 34,2 milljónum króna. Afborganir langtímaskulda eru 26,5 milljónir króna og greiðslu- byrði lána nettó nemur 33,2 milljónum króna... Gert er ráð fyrir nýjum lán- tökum að upphæð 7,2 milljónum króna. Samkvæmt rekstrar- og framkvæmdayfirliti þá fer af heildarútgjöldum nettó langmest til fræðslumála eða 51%, til fél- agsþjónustu 14,8%, til æskulýðs og íþróttamála 11 % og í yfirstjórn kaupstaðarins fara 8,6% svo stærstu liðirnir séu nefndir. Sé aðeins litið á reksturinn þá fer 35,9% til fræðslumála,14% til félagsþjónustu,ll% til æskulýðs og íþróttamála og 10 % til yfir- stjórnar. Helstu framkvæmdir Lang-stærsta framkvæmd ársins er 1. áfangi viðbyggingar við Nesskóla. I þeim áfanga er gert ráð fyrir að byggja yfir norður álmu skólans auk fulln- aðarhönnunar allrar viðbygging- ar við skólann. Þar verða til 3 kennslustofur auk snyrtinga og kennaraaðstaða verður stækkuð og endurskipulögð. Heildarkostn- aður er áætlaður 60 milljónir króna og er gert ráð fyrir sölu eigna upp á 48 milljónir til að mæta þeim kostnaði. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir verði hafnar strax í maí og þeim lokið fyrir byrjun skólahalds í haust. Lokið verður við endur- byggingu leikskólans Sólvalla og er 9,3 milljónum króna varið til þess verkefnis. Sú fram- kvæmd verður unnin í sumarfríi leikskólans og að henni lokinni er endursmíði hússins lokið á þremur árum og heildarkostnað- ur rúmar 30 milljónir króna. 7,0 milljónir króna fara til byggingar Verknámshúss Verkmenntaskól- ans og er það lokaframlag bæjar- sjóðs til þeirrar framkvæmdar, sem tekin var í notkun á síðasta ári og er hlutur Neskaupstaðar í Verknámshúsinu um 20 milljón- ir króna. Þá er varið 4,0 milljón- um í lóðaframkvæmdir við íþróttahúsið og til að ljúka ýms- um smærri verkum í húsinu. Lokið verður við slökkvistöð ofl. I gatnagerð ber hæst að lagt verður bundið slitlag á Hafnar- naust og Borgarnaust. Yfirlögn verður lögð á efsta og neðsta hluta Nesgötu. Gangstétt við Strandgötu verður malbikuð. Lagður kantsteinn og gengið frá gangstéttum við Hlíðargötu og ytri hluta Melagötu. í nýbygg- ingu holræsa er gert ráð fyrir að ljúka við útrás frá Bakkahverfi en sú framkvæmd hefur verið á áætlun sl. tvö ár án þess að tekist hafi að ljúka henni. Helstu fram- kvæmdir Hafnarsjóðs eru þær að +**m MEfi ... að þeir sem telja sig komna til vits og ára lesi hið fyrsta bókina „Hverjum klukkan glymur" eftir Ernest Hemmingway. Bók þessi er óumdeilanlega eitt af snilldarverkum bókmenntasögunnar á 20. öldinni. ... að fólk horfi á spurningakeppni framhaldsskólanna n.k. föstudag í sjónvarpinu en þá keppir hið sigursæla lið ME. Ennfremur að sjónvarpsáhorfendur flykkist framan við tækin um helgina þegar Kristinn OKKAR Björnsson keppir í svigi í Japan. ... að Austfirðingar fjölmenni á blakleikina sem fram fara í Neskaupstað á föstudag og laugardag og styðji að sjálfsögðu lið Þróttar til sigurs. ... að allir þeir er hafa aðgang að netinu skoði hinn nýja vef Morgunblaðsins en aðgangur að honum er ókeypis. Veffangið er: www.mbl.is ... að fólk kynni sér og taki þátt í menningardagskrá sem fram fer í safnastofnuninni á Egilsstöðum um helgina. ... að austfirskir karlmenn (rjóminn af íslenskum karlmönnum) sýni elskunni sinni hvers þeir eru megnugir á sunnudaginn með því að færa henni blóm á konudaginn og taka að sér að baka fyrir bolludaginn sem er á mánudaginn. áætlað er að verja 14,8 milljón- um til malbikunar gámavallar og frágangs á hafnarsvæðinu. Raf- magn verður tengt á kantinn sunnan loðnuverksmiðju,lýsing sett á enda hafnargarðsins sunn- an frystigeymslu og gengið verð- ur frá næsta umhverfi Norðfjarð- arvita og vitinn merktur. Nánar verður sagt frá fjár- hagsáætlunum bæjarsjóðs og undirfyrirtækja við lokaaf- greiðslu þeirra. Einbýlishús til sölu Til sölu húseignin að Breiðabliki 1 Neskaupstað Einbýlishús á einni hæð, 4 svefnherbergi. Góð lóð. Uppl. ísíma477 1490 Þorrablót eldri borgara í Neskaupstað Síðastliðinn laugardag blótuðu eldri borgarar í Neskaupstað þorrann í Hótel Egilsbúð. Eins og myndirnar bera með sér var glatt á hjalla í Egilsbúð, menn tóku lagið og ekki hægt að sjá annað en allir hafi skemmt sér ljómandi vel. Til hœgri: Þau Kristín Frið- björnsdóttir, Sigurbjörg Sigur- jónsdóttir, Anna Sigurjóns- dóttir, Unnur Bjarnadóttir og Ásgeir Lárusson voru meðal þeirra sem tóku þátt í gleð- skapnum. Ljósm. Eg. á $ö$m veröí íslewsk frAmkíöslA Hagur ehf. Kirkjubæjarklaustri sími 487-4650 og 852-9685

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.