Austurland


Austurland - 19.02.1998, Síða 7

Austurland - 19.02.1998, Síða 7
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 7 Síðastliðinn þriðjudag var mikil hláka í Neskaupstað enda óveitju hlýtt iniðað við árstíma. Sumir af yngri kynslóðiitiii nýttu sér tœkifœrið og skrýddust búningi sem hefðbundnari er að sumri til. Mjög hálkt var í bœnum og máttu gangandi vegfarendur gœta fylgstu varúðar ef ekki átti illa að fara. Þessu til viðbótar var einnig mjög hvasst eins og myndirnar hér fyrir ofan sýna glögglega. Ljósm. Krist. J. Krist. Það varð heilmikið tilstand í ísl- enskum fjölmiðlum þegar einn af hinum þjóðkjömu þingskör- ungum vomm lallaði sig á skíð- um með föggur sínar í eftirdragi um ísbreiður sjöttu heimsálfunn- ar og komst ásamt félögum sín- um á sjálfan suðurpólinn upp úr jólunum, muni ég rétt. Að sjálf- sögðu var þarna mikið afrek unnið enda skylt að færa það í annála óbornum kynslóðum í landi þessu, jafnvel heims- byggðinni allri, til fróðleiks um atgjörvi íslenskra alþingismanna undir lok tuttugustu aldar. Aður en lengra er haldið skal það tekið fram án tvímæla að alþingismönnum er ekki síður en öðru fólki nema fremur sé, mikil nauðsyn að eiga sér tómstunda- gaman til þess að dreifa hugan- um frá erilsömu og ugglaust oft þreytandi starfi. Engu að síður er ég svo gamaldags og íhaldssam- ur að ég tel að maður, sem kjör- inn hefur verið fulltrúi á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar, ekki aðeins ótilneyddur heldur sam- kvæmt eigin framboði, eigi ekki að vera að donta út um hvippinn og hvappinn í öðrum heimshlut- um um þingtímann sér til skemmtunar og/eða frægðarauka heldur vera við að tátla hrosshár- ið sitt eins og þar stendur. Frægðarverk sín finnst mér þingmenn vorir eiga að vinna með höfðinu í Ieikhúsinu við Austurvöll en ekki með fóta- styrk og brjóstþoli í einhverjum Niflheimum eða Ginnungagöp- um í fjarlægum heimskimum. Að vísu mun sá heimsfrægi pólgönguþingmaður, sem hér um ræðir, hafa lagt í Bjarma- landsför sína með fullri vitund þingforseta og er það út af fyrir sig allrar virðingar vert. A hinn bóginn kom það nýlega upp úr dúmum að annar háttvirtur þing- maður er af nokkurri skyndingu hlaupinn brott af löggjafarsam- kundu þjóðarinnar án þess að kveðja kóng eða prest, hafi ég skilið rétt; ekki til þess að vinna frægðarverk í fjarlægum álfum, heldur til þess að forsorga fyrirtæki sín í blessuðu góðær- inu. Hve margir skyldu hlaupa upp af standinum næst þegar harðnar í dalnum? Er ekki til eitthvað sem nefna mætti alþingisaga. Unglingar væru reknir úr skóla fyrir svona skróp, fengju í mesta lagi að þreyta próf utan skóla að vori og gott ef þeir féllu ekki á því. Megum við e.t.v. vænt þess að einn góðan veðurdag að fregna af félaga Davíð komnum að rótum fjallsins Everest í því skyni að hefja klöngur upp í heimsfrægðina? Þvílíkt tiltæki yrði að vísu mikill léttir fyrir vinnumenn þá er hann lagði til í samyrkjubú núverandi ríkis- stjórnar og gerði þar að undir- verktökum, en er öðru hvoru að taka niður um og flengja í beinni útsendingu fyrir afglöp í starfi svo sem eins og þeir hefðu gleymt að hefta klárana að loknunt þerridegi en hirðing og heimsflutningur fyrirhugaður að morgni ellegar haldið úrvalsroll- um undir snuðrarann í misgrip- um fyrir heiðursverðlaunahrút- inn. Þeir fengju þá kannski frið til að setjast niður í góðu næði í frístundum sínum og skrifa nokkrar smásögur sér til hugbót- ar og andlegrar hressingar. Hver veit nema þær yrðu síðan gefnar út í næsta jólabókaflóði? Væri ekki nafnið Nokkrir góðir dagar án Davíðs eftir atvikum vel við- eigandi á kverið? Ég er engan veginn viss um að það seldist öllu lakar en hinn frægi „Guð- nýjarmissir" húsbóndans. S.Ó.P. Flutningabíll teppti umferð Hutningabfll frá Flutningamið- stöð Austurlands teppti umferð annarra flutningabfla sem leið áttu um Oddskarðsgöng s.l. föstudag vegna þess að hann reyndist of hár fyrir göngin. Bfllinn var á leið frá Eskifirði til Norðfjarðar og slapp hann inn í göngin að sunnanverðu en þegar komið var í hinn endann reynist hann of hár. Hann var því fastur í göngunum í 2 til 3 tíma en gat hleypt umferð fólksbíla og smærri vörubfla framhjá í út- skotinu að norðanverðu. Starfs- menn vegagerðarinnar brugðust skjótt við og rifu niður stálbita sem eru við báðar hurðir, einmitt til að verja þær gegn því að of háir flutningabflar valdi tjóni. Guðjón Þórarinsson hjá vegagerðinni sagði í samtali við blaðið að því miður væri það allt of algengt að flutningabflstjórar gættu ekki að sér og rækjust utan í dyraumbúnaðinn. I þessu tilfelli fór ökumaður flutninga- bflsins hins vegar varlega og því urðu engar skemmdir, hvorki á hurðinni né bflnum. Þess má geta að þessi um- ræddi flutningabíll hefur oft farið í gegnum göngin án þess að festast inni en að þessu sinni var bíllinn óhlaðinn og stóð því talsvert hærra en vanalega. Bolluveisla í bakaríinu þínu alla helgina Bolludagurínn FyrirtæKi munið að panta tímanlega Athugið opió á laugardag Kl. 09 - 15.00 og á sunnudag - Konudag Kl. 10.00 - 15.00 Skúli Aðalsteinsson frá Neskaupstað fór við þriðja inaiin á svart- fugl á dögunum og gerðu þeir ágœtis túr; fengu 97 fugla. Að- spurður sagðist Skúli halda að svartfuglsveiði á Norðfjarðarflóa hafi að öðru leiti verið frekar treg að undanfórnu en Austurland hefur heimildir fyrir því að mjög inikið af fugli sé á Reyðarfirðin um. Megnið af veiðinni hjá Skúla og félögum var álka en einnig skutu þeir eina langvíu og virtist hún vera sýkt á svipaðan hátt og þeir fuglar er rak á land við Hornafjörð fyrir nokkru. Því er Ijóst að eitthvað af sýktum fugli er á Austfjörðum. Ljósm. Krist. J. Krist.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.