Austurland


Austurland - 26.02.1998, Page 1

Austurland - 26.02.1998, Page 1
48. árgangur Neskaupstað, 26. febrúar 1998. 8. tölublað. Sí ari 878 1474 Skíöaskáli s. 476 1466 Skíöamiöstöð Austurlands í Oddsskaröi Þegar Ijósmyndari Austurlands heimsótti leikskólann Sólvelli í Neskaupstað síðastliðinn mánudag voru börnin önnum kafin eins og myndin sýnir glögglega. Líklegt er að mánudagur þessi sem kennd- ur er við bolluát sé vinsœlli hjá börnunum en þriðjudagurinn sem fylgir, nefnilega sprengidagurinn, og að hinar sákkulaðiskreyttu krœsingar renni Ijúfar ofan í börnin en saltkjötið. Ljósm. as „Nýtt hlutafé eða selja“ segir Guðröður Hákonarson, stjórnarformaður MN MOLAR Bilun í brunaboða Á dögunum kom upp bilun í brunaboða í frystihúsi Hrað- frystihúss Eskifjarðar með þeim afleiðingunt að aðvör- unarflauta, sem staðsett er á þaki frystihússins, fór í gang 4 sinnurn sarna daginn án þess að urn eld væri að ræða. Brunavarnarkerfi frysti- hússins er ákaflega fullkomið og samanstendur af hundruð- urn nema sem staðsettir eru vítt og breylt unt húsið og í ljós kom að einn þessara nema var bilaður. Innbrot á Egilsstöðum Tvö innbrot voru framin á Egilsstöðum um helgina. í öðru tilfellinu var brotist inn í grunnskólann og þaðan stolið þremur tölvum, auk þess sem nokkrar skemmdir voru unn- ar á dyraumbúnaði. Hefur lög- reglan á Egilsstöðum upplýst það mál. Hinsvegar var brotist inn í verslunina Ártún og stolið þaðan tóbaki og sælgæti en ekki hefur enn tekist að upp- lýsa hverjir voru þar að verki. Að öðri leyti var helgin róleg hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Börkur ber meira en gert var ráð fyrir Þegar Börkur NK kom til Neskaupstaðar fyrir skömrnu úr gagngerum endurbótum í Póllandi var gert ráð fyrir að burðargeta skipsins væri á bilinu l.750 til i.800 tonn. Nú hefur komið í ljós að Börkur ber mjög vel talsvert meira því nú þegar hefur hann komið með að landi urn 1.850 tonn úr einni veiðiferð. ME í undanúrslit Lið Menntaskólans á Egils- stöðum sigraði Fjölbrautar- skólann í Breiðholti í 8 liða úrslitum í Spurningakeppni framhaldsskólanna með 29 stigum gegn 23 s.l. föstudag. Kaupfélag Héraðsbúa hefur gert kauptilboð í öll hlutabréf Mjólk- ursamlags Norðfirðinga og verð- ur tilboðið kynnt og tekin ákvörðun um framhaldið á auka- aðalfundi félagsins sem haldinn verður í kvöld, fimmtudag. Ef af kaupunum verður mun KHB leggja niður alla mjólkurvinnslu í Neskaupstað og úrelda stöðina. Verðurþá mjólkin frá norðfirsk- um bændum flutt upp á Hérað og unnin mjólk flutt til baka til verslana í Neskaupstað. Rekstur Mjólkursamlags Norð- firðinga gekk, að sögn Guðröðar Hákonarsonar stjómarformanns, þokkalega á síðasta ári en sam- kvæmt 11 mánaða uppgjöri var um l ,7 milljón króna tap á rekstrinum. Er það mjög mikill viðsnúningur frá árinu 1996 sem gert var upp með um 7 milljóna króna tapi en fjármagnskostnað- ur vegna þess taps var um l ,7 milljón á síðasta ári. Guðröður sagði að nú stæðu menn einfaldlega frammi fyrir tveimur kostum: Taka tilboði KHB eða að koma með nýtt hlutafé upp á 10 milljónir króna. Sagði Guðröður ennfremur það vera skoðun sína að ef nýtt 10 milljón króna hlutafé fengist þá væri góður grundvöllur fyrir rekstri mjólkursamlags í Nes- kaupstað. Vildi hann hvetja hlut- hafa til þess að mæta á fundinn í kvöld þannig að skýr og raun- verulegur vilji kæmi fram um hvert framhaldið eigi að vera. Hólmaborgin setur íslandsmet Hólmaborgin frá Eskifirði kom s.l. föstudag með mesta afla sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi til þessa. Upp úr skipinu komu nákvæmlega 2.689 tonn og 746 kíló og var hráefnisverð- mæti aflans 17,6 milljónir. Ekki er ólíklegt að Hólmaborgin komi til með að slá þetta met á næstunni þó ekki verði um mikla aukningu að ræða. Mikill gangur er í loðnu- vinnslunni hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar þessa dagana, bæði í bræðslu og frystingu. Til að mynda hafa verið brædd 1.000 til 1.100 tonn á sólarhring að und- anfömu og brosa menn nú breytt í austfirskum sjávarplássum. SVN kaupir 22% í Skag- strendingi hf. Eins og flestum er kunnugt, og ekki ástæða til að orðlengja, hefur Síldarvinnslan hf. í Nes- kaupstað fest kaup á 22% hlut í Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd og greiddi fyrir 420 millj- ónir króna. Er Síldarvinnslan þar með orðin stærsti hluthafinn í Skagstrendingi. Rekstur Skagstrendings hef- ur verið þungur á undanfömum árum en allt bendir til að félagið sé nú að rétta úr kútnum og ljóst er að forsvarsmenn Síldar- vinnslunnar telja að fyrirtækið eigi góða framtíð fyrir sér. Síðastliðinn föstudag kynnti Mjólkursamlag Norðfirðinga nýjustu afurð sína en það er ABC mjólk. A myndinni sést Jeff Clemmensen mjólkurbússtjóri þar sem liann var að kynna vöruna í Melabúðinni í Neskaupstað. Leyfði hann gestum og gangandi að smakka og var vörunni gerður góður rómur. Ljósm. as jartilboð grjón 1. kg. kr auð kr. 129.- rau+t kr. ÍZ^- ngar kr. 498 kr. kg.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.