Austurland


Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Kristján J. Kristjánsson S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Sameining til framtíðar Þegar kosið verður til nýrra sveitarstjórna í vor verður mikil breyting á þeim vettvangi. Sveitarfélögunum hefur fækkað til mikilla muna frá því síðast var kosið. Mikil sameiningaralda hefur gengið yfir ísland síðustu mánuðina. Sveitarfélögum á íslandi hefur fækkað um tæplega 50 frá síðustu kosningum. Aukin verkefni hafa verið flutt út til sveitarfélaga. Mörg smá og stór sveitarfélög hafa séð að það er erfitt fyrir þau að veita þá þjónustu sem fylgir auknum verkefnum, einnig vilja íbúarnir fá sömu þjónustu og veitt er í stærstu sveitarfélögunum. Sveitarfél- ögin hafa því valið þann kost í æ ríkara mæli að sameinast og verða þar með öflugri einingar. Við hér á Austfjörðum höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Mikil breyting hlýtur t.d að verða á skipulagi Sambands austfirskra sveitarfélaga í haust. íbúar Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar völdu í haust að taka þátt í þessari þróun og munu ganga til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi í vor. Við slfka sameiningu skiptir miklu máli að undirbúningur verði góður. Þess vegna hafa nú- verandi sveitarstjórnir m.a. kosið sér nefnd sem fer yfir og ber saman hin ýmsu málefni sveitarfélaganna. Þegar ný sveitarstjórn tekur við mun vera búið að kortleggja t.d. hvaða hluti er nauðsynlegt að samræma svo allir íbúarnir sitji við sama borð á sem flestum sviðum. Ýmsir starfshópar hafa verið skipaðir m.a til að fara yfir tölvumál, símamál o.fl. Hópur hefur verið valinn til að velja nöfn fyrir hið nýja sveitarfélag sem fbúarnir kjósa svo um samhliða kosningunum í vor. Að velja nafn á sveitarfélagið verður að takast vel og skiptir máli að sem flestir verði sáttir við það. Ymsar hugmyndir hafa verið uppi t.d Austur- með mismunandi endingum eins og -borg, -byggð og jafnvel -ríki. Hér verður ekki tekin afstaða til þeirra en vonandi kemur fram einhver orðhagur nafnasmiður með nafn sem hæfir hinu nýja sveitarfélagi. Það er ekki bara stjórnkerfið sem tekur breytingum. Þegar fram líða stundir mun munstrið einnig breytast hjá hinum ýmsu félagasamtökum. I hinu nýja sveitarfélagi eru t.d þrjú verkalýðs- félög, tvö starfsmannafélög og nokkrir stjórnmálaflokkanna eru með félög á hverjum stað o.s.frv. Til að byrja með munu þessi félög eflaust hafa með sér samvinnu í einhverri mynd en með tíð og tíma munu þau líklega sameinast, það er þróunin t.d í stóru verkalýðsfélögunum í Reykjavík. Stjórnmálafélögin stofna lík- lega flest bæjarmálafélög eða jafnvel ný félög. Alþýðubanda- lagsfélögin hafa ákveðið að stofna bæjarmálafélag. Viðræður eru í gangi við Alþýðuflokkinn og eru talsverðar líkur á að um sameiginlegt framboð verði að ræða og ef einhver óháður hópur vill vera með verður hann boðinn velkominn ef hann kennir sig við félagshyggju. Sameining A- flokkanna virðist ætla að verða niðurstaðan í flestum sveitarfélögum um allt land og er það vonandi byrjunin á því að allt félagshyggjufólk sameinist. í fyrstu kosningunum er margs að gæta. Það getur orðið vandi að koma saman listum svo öllum líki. Það eru miklu færri sæti um að ræða nú en áður. Það verður að gæta þar ýmissa hagsmuna s.s jafnræði bæjarfélaga, flokka, kynja o.fl. En fyrst og fremst verðum við að hugsa sem ein heild, hvað er hinu nýja sveitarfélagi fyrir bestu. Hvernig tryggjum við bjarta framtíð hins nýja sveitarfélags inn í nýja öld. Við gerum það best með því að horfa fram á veginn. Hagsmunir heildarinnar verða að vera í fyrirrúmi en ekki hagsmunir einstaklinga. SLA. Getraunaleikur Þróttar og Pizza 67 Þrátt fyrir hagstæð úrslit um síðustu helgi náði enginn hópur 13 réttum, en þrír hópar náðu 12 réttum og sex hópar náðu 11 réttum. Þeir sem náðu 12 réttum voru West End, Pele og stelp- urnar í Hundsvit sem fengu tvær tólfur. I Getraunaleik Þróttar og PIZZA 67 eru Tippverkur og West End jafnir í fyrsta sæti með 111 stig, síðan koma Gufurnar með 107 stig, LEA 0 og Dúll- urnar með 104 stig, 3 Fuglar með 103 stig, Trölli 102 stig og Trölladeig með 101 stig. Nú er aðeins ein vika eftir í þessari keppni og berjast West End og Tippverkur um sigurinn. Þegar búið er að kasta tveimur verstu vikunum frá þá er West End með 95 stig, Tippverkur með 94 stig Gufurnar, LEA 0 og 3 Fuglar með 90 stig, Dúllurnar og Trölli með 89 stig. I Deildarkeppninni vann West End, Tippverk í uppgjöri efstu liðanna. Dúllurnar og 3 Fuglar gerðu jafntefli Trölli vann Við Lækinn, Mamma og ég vann Trölladeig og LEA 0 og Gufurnar gerðu jafntefli. Staða efstu liðafyrir síðustu umferðina. lWestEnd 17 stig 2 Tippverkur 16 stig 3 Dúllurnar 15 stig 4-6 3 Fuglar 14 stig 4-6 Trölli 14 stig 4-6 Mamma og ég 14 stig 7-9LEA0 13 stig Gufurnar 13 stig Liverunited 13 stig Þeir sem keppa saman í nœstu umferð eru: Mjög efnilegur hópur KVA í urslitum í þriðja flokki Um síðustu helgi fór 18 manna hópur í þriðja flokki KVA til Reykjavíkur til að taka þátt í úrslitakeppninni. Lentu strák- arnir í mjög sterkum riðli og töpuðu þremur leikjum en unnu einn. Þeir léku einnig tvo æfingaleiki utanhúss, á gervi- grasinu í Laugardalnum, og gekk þá mun betur. Unnu þeir HK 7 - 2 en töpuðu fyrir KR 3 - 5. í hálfleik á móti KR var staðan 3-0 fyrir KVA en í seinni hálf- leik fengu allir að spreyta sig og þá náðu KR-ingar að komast yfir. Aðstöðumunur austfirskra knattspyrnuliða, og þeirra er æfa á Reykjavíkursvæðinu, kom berlega í ljós í keppninni innan- húss en liðið hafði aðeins komist einu sinni í stórt íþróttahús til að undirbúa sig fyrir úrslitakeppn- ina. Þriðji flokkur KVA er hins- vegar firnasterkur og gaman verður að fylgjast með drengjun- um í framtíðinni. West End Tipverkur Trölli Gufurnar Liverunited Trölladeig Pele Bólstrun Skósi B2 Ennco Mórarnir Fulham Barðinn Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl 19-21 og Laugardaga kl 10-13 Munið getraunanúmer Þróttar er 740. Dúllurnar 3 Fuglar LEA0 Mamma og ég Við Lækinn Hb ráðgátur Nönsos Bandit Nesbær Feðgarnir Nestak Olís Píta með Kebab Sún búðin wm Menntun - A P BH ¦¦1 Lita ber a manninn sem namu ¦ip fflHB auðuga af ómetanlegum BM PBi gersemum. Aðeins með menntun mm B^* opinberast dýrgripirnir til gagns ^^^p fyrir mannfcynið. «¦ ¦¦I Bahá'ulláh MB Baháíar Neskaupsta𠦧 MM !¦¦¦¦¦ ¦§ M M ¦¦¦1 Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Júlíanna Haraldsdóttir Fæðingardagur? 03.03.'61 Fæðingarstaður? Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað Heimili? Á Eskifirði Núverandi starf? Fulltrúi hjá Eimskip Önnur störf? Verslun með prjónagarn Fjölskylduhagir? Gift Einari Má Kristinssyni og á 3 böm Farartæki? Nissan Patrol Uppáhaldsmatur? Grænmetispasta Helsti kostur? Það verða aðrir að dæma um Helsti ókostur? Enginn sérstakur Uppáhalds útivistarstaður? Enginn einn ákveðinn en ég hef mjög gaman af gönguferðum um íslenska náttúru Hvert langar þig mest að fara? Skoða Vestfirði Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hallormsstaður Áhugamál? Blak, hugleiðsla og skíði Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila blak Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ekkert, allt gaman Uppáhalds íþróttafélag? Austri Uppáhalds blakari? Grímur Magnússon, Neskaupstað Hvað ætlarðu að gera um helgina? Fara á skíði og blakæfingu er að þessu sinni Júlíanna Haraldsdóttir, blakari á Eskifirði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.