Austurland


Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1998 Knattspyrnufréttir Úrslifakeppni íslandsmótsins innanhúss Helgina 7.-8. febrúar fór fram í Reykjavík úrslitakeppni ís- landsmótins í innanhúsknatt- spyrnu. Þróttur átti þrjú lið í úrslitum að þessu sinni, 5.fl, 4.fl. og 2.fl. Reynt var að gera meira úr ferðinni með því að spila æf- ingaleiki utanhús á gervigras- velli Hauka í Hafnarfirði, farið saman í bíó, keilu o.fl. Þrír þjálfarar voru með í ferðinni ásamt tveimur foreldrum. Leikir 5.fl voru: Þróttur - Selfoss 3-5, Þróttur - Fylkir 2- 6 og Þróttur - Þór Ak 1-5. Strákarnir léku við BI um sjö- unda sætið en töpuðu naumlega. I heildina stóðu strákarnir sig mjög vel, skoruðu í flestum leikj- unum og eru í greinilegri framför. 4.fl lék gegn FH en tapaði 1- 2 í leik sem hefði vel getað endað með jafntefli, en FH varð síðan Islandsmeistari með yfir- burðum. Næsti leikur var við Leikni og tapaðist hann 2-3 í jöfnum leik. Að lokum var spil- að við KA, fór leikurinn 1-3 fyrir KA. Strákamir léku því um sjöunda sætið við BI og unnu 3-2. Leikið var í fyrstu deild kvenna og karla í Nes- kaupstað um h e 1 g i n a . Gekk okkar fólki fremur illa og skemmst er frá því að segja að allir leikirnir töpuðust. Karla- liðið tapaði í tvígang fyrir Stjörnunni 2 - 3 og kvennaliðið tapaði, einnig í tvígang, 0-3 fyrir Víkingsstúlkum. Betur gekk á Húsavík, miðvikudaginn í síðustu viku, en þá sigruðu Þróttarstúlkur lið Völsungs í hörkuleik með þremur hrinum gegn tveim. Karlaliðið lék svo s.l. mánudag í undanúrslitum í bikarkeppninni, við nafna sína frá Reykjavík. Fór leikurinn fram syðra og töpuðu okkar menn 3-0. 2.fl. spilaði við Fram tapaði 0-3, við Stjörnuna 0-4 og Leiftur/Dalvík 0-2 í leik sem við hefðum átt að taka. Fram og Stjarnan komust áfram úr riðl- inum og léku síðan til úrslita á mótinu þar sem Fram sigraði. Þess má geta að þjálfari Fram er fyrrverandi þjálfari og leik- maður Þróttar, Magnús Jónsson. Þróttur lék síðan um sjöunda sætið og rúllaði BI upp 5-1. Óhætt er að fullyrða að allir hafi staðið sig með sóma og gert sitt besta, bæði fararstjórn og leikmenn, og vonum við að allir hafi haft gagn og gaman af þessari ferð. Austurlandsmót í innanhúsknattspyrnu önnur umferð Önnur umferð fór fram í Nes- kaupstað sunnudaginn 22. feb. Ofærð og mikil vinna settu sitt mark á þetta mót. Aðeins fjögur lið mættu til leiks, Þróttur, Höttur, KVA og Leiknir. Úrslit urðu eftirfarandi. Þróttur Höttur 1-5 Þróttur KVA 8-2 Höttur Leiknir 3-1 Ókeypis smáar Óska eftir íbúð í minna lagi til leigu í Neskaupstað. Uppl. í s. 895-9092. Davíð Til sölu Notað Komika 150 faxtæki, vel með farið og í góðu lagi. Selst ódýrt. Uppl. ís. 477-1230 Þróttur Leiknir 6-2 Leiknir KVA 2-5 Höttur KVA 3-3 Lokastaða l.Höttur 7 stig 11-5 2. Þróttur 6 stig 15-9 3. KVA 4 stig 10-13 4. Leiknir 0 stig 5-14 Þetta er annað mótið af fjór- um sem eru fyrirhuguð. Næstu umferðir fara fram í mars og aprfl. KVA vann fyrsta mótið sem fór fram á Fáskrúðsfirði. Nýlega var dregið í Coca Cola bikarkeppni KSÍ. I fyrstu umferð dógust saman Huginn- Þróttur, Höttur-Einherji og Sindri-Leiknir. KVA situr yfir í fyrstu umferð en mætir síðan sigurvegaranum úr leik Hugins og Þróttar. Fyrsti leikur Þróttar í Deildarbikarkeppninni er 21. mars næstkomandi gegn ís- landsmeisturum ÍBV og síðan daginn eftir er leikið við Val. Það verður gaman fyrir okkar stráka að fá að spila við bestu lið landsins og sýna hvað í þeim býr. Ibúð óskast Ungt par m. eitt barn óskar e. lítilli íbúð í Neskaupstað frá og með 1. maí. Hugsanlegt að skipta á 75 m2 íbúð í Reykjavfk. Uppl. ís. 477-168,7 Til sölu Storno NMT farsími og ný 35" negld vetrardekk á 12", 6 gata felgum. Upplýsingar í s. 477-1523 og 476-1465 ¦*> BRIDGE Goóur árangur á „lcelandair open" skömmu. Mótið var firnasterkt en alls tóku tæplega 100 sveitir þátt í mótinu og komu sigurveg- ararnir frá Danmörku. Sveit Lífeyrissjóðsins skip- uðu: Ríkharður Jónasson frá Breiðdalsvík, Ævar Árnason, Jónas Ólafsson og Hafþór Guð- mundsson, allir frá Stöðvarfirði. > Sveit Lífeyrissjóðs Austurlands náði þeim góða árangri að ná 10. - 11. sæti í sveitakeppni á „Icelandair open" briddsmótinu sem fram fór í Reykjavík fyrir V'téé° * Daglegar ferðir Neskaupstaéur Eskifjörður Reyéarfjöréur Egiisstaéir Seyðisfjöréur Fáskrúésfjörður Stöévarfjöréur Breiédalur Djúpivogur Hornafjöréur 477-1190 476-1203 474-1255 471-1241 472-1600 475-1494 475-8882 475-6671 478-8175 478-1577 Víggó $ Vöruflutningar 0)477 1190 Bifreiðaskoðun hf Bifreiðaskoðun í Neskaupstað dagana ^jm . 11. 18. og 25. mars ~>t ^shf Tímapantanir í Munið að panta síma 570 9090 tímanlega. .Ellismellirnir" í blakinu á Eskifirði Góður árangur Kvennalið /öldunga- d e i 1 d a r Austra náði mjög góð- um árangri í blakmóti sem fram fór á Akureyri á dögunum. Alls tóku 15 lið þátt í mótinu og varð lið Austra stigahæst ásamt tveim- ur öðrum en var úrskurðað í þriðja sæti að teknu tilliti til stiga í hverri hrinu. Þetta var þriðja mótið sem eskfirsku konurnar hafa keppt á í vetur og hefur árangur farið stig- batnandi en þær leika í annarri deild en í kvennaflokki eru fjórar deildir. Að sögn Júlíönnu Haralds- dóttur, eins blakaranna, er mikill áhugi hjá konunum og mjög góð stemmning í hópnum, ekki síst á keppnisferðalögum. Þær æfa nú fjórum sinnum í viku, ýmist á Eskifirði eða í Neskaupstað. Það er Grímur Magnússon, annar „blak-pabbanna" í Nes- kaupstað (spekingslegi náung- inn á myndinni hér til vinstri), sem sér um þjálfun kvennanna og sagði Júlíanna að mikil ánægja rikti með störf hans. Slöngur - Barkar - Tengi Söluaðilar á Austurlandi: Bílar og vélar, Vopnafirði Síldarvinnslan, Neskaupstað Björn og Kristján, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga LANDVELAR HF Smiðjuvegi 66 - Kópavogi - W 557 6600

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.