Austurland


Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1998 Ráðin sem grýlur frá 8 - 5 Þegar orðið Heilbrigðiseftirlit er nefnt sjá flestir fyrir sér úrilla starfsmenn opinberrar stofnunar sem virðast hafa mikla ánœgju af t.d. að benda rekstraraðilum veitingahúsa á að fyrst engin sturta sé íeldhúsinu fáist ekki vínveitingaleyfi eða að vaskarþurfi að vera akkúrat hinum megin íeldhúsinu, annars verði ekki eldað ofan ífleiri en 7 einstaklinga í einu nema á mánudögum, þá er hámarksfjöldinn aðeins 5. Reglurnar virðast á köflum vera mjög undarlegar. En hver skyldi ástœðan fyrir þessu vera og hvað skyldi heilbrigðiseftirlitið gera? Og síðast en ekki síst; hvaðafólk skyldi vinna þarna? Austurland fór á stúfana og hitti Árna Jóhann Óðinsson, nýráðinn starfsmann, og Helgu Hreinsdóttur, sem hefur verið íþessum bransa í nokkur ár. „Tilgangurinn með heilbrigðis- eftirliti er að tryggja almenningi heilsusamlegt umhverfi. Okkar verkefni er að sjá um að aðbún- aður og vinnulag í stofnunum og fyrirtækjum sé í samræmi við kröfur reglugerða hvað varðar hollustuhætti, öryggi matvæla og mengunarvarnir. Einnig þarf að upplýsa forsvarsmenn um breyttar aðstæður/kröfur, t.d. í kjölfar nýrra reglugerða eða nýrrar tækni. Reglur eru ekki settar í þeim tilgangi að ergja fólk heldur af öðrum ástæðum sem liggja ekki alltaf í augum uppi þannig að oft þarf að útskýra ástæðuna fyrir fólki. Þannig er hluti af starfi okkar hér hjá „HAUST" að sinna fræðslu, ekki bara fyrir forsvars- menn fyrirtækja, heldur einnig starfsfólk í matvælafyrirtækjum og almenning", segja þau Helga og Arni þegar þau eru spurð um hlutverkið. Og þau halda áfram: „Það hefur reyndar verið mik- ið um nýjar reglugerðir undan- farin ár í kjölfar EES-samkomu- lagsins. Nú eru t.d. gerðar kröfur um innra eftirlit í matvælafyrir- tækjum með skráningu á þrifum, hitastigi matvæla o.þ.h. Tilgang- urinn er að stuðla að öryggi mat- væla og koma í veg fyrir hvers konar mengun þeirra sem t.d. gæti leitt til sýkinga eða eitrana. Þetta eru allmiklar breytingar á vinnulagi innan fyrirtækja þann- ig að starfsmenn þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Starfsmennirnir eru líka neyt- endur og allir neytendur vilja fá örugg matvæli, því er skilningur á þörf fyrir reglurnar langoftast fyrir hendi. Annar þáttur af upplýsinga- skyldunni er að fyrirtæki og stofnanir geta leitað til okkar ef einhverjar breytingar eru á döf- inni eða ef verið er að fara af stað með nýjan atvinnurekstur og fá upplýsingar um hvaða kröfur séu gerðar til fyrirtækis- ins og hvernig best sé að standa að þessum breytingum út frá heilbrigðissjónarmiðum. Það er alltaf að verða meira og meira um að fyrirtæki noti þessa þjón- ustu og það er mjög jákvætt. Það Úr austfirskum fréttum: Hver sigraði nýlega í samkeppni um nýtt merki fyrir Austurland sem SSA stóð fyrir? íþróttir: Hversu hátt er núgildandi heimsmet Völu Flosadóttur í stangarstökki innanhúss (með fyrirvara um að hún bæti það ekki fyrir miðvikudaginn)? Menning: Hver skrifaði bókina Sniglaveislan? Landafræði: Hvaða kaupstaðir eru í Suður-Múlasýslu? Almennt: Hvaða mannvirki á jörðinni sést frá tunglinu? Fyrir börnin: Hver leikur afann í samnefndum þáttum Stöðvar 2? Svör sendist til Vikublaðsins Austurlands, Hafnarbraut 4, pósthólf 75, 740 Neskaupstað og verða þau að hafa borist fyrir miðvikudaginn 25 febrúar. Samskonar getraun verður síðan í næstu blöðum. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum á fjögurra vikna fresti. í verðlaun er geisladiskur að eigin vali frá versluninni Tónspil í Neskaupstað er dapurlegt að koma inn í fyrir- tæki sem nýbúið er að eyða stór- fé í breytingar á, og það fyrsta sem þarf að gera er að fara fram á lagfæringar vegna þess að ekki var hugsað nógu vel fyrir hlut- unum áður en farið var af stað. Það sem er kannski sýnilegt af okkar starfi er að við komum inn í fyrirtæki, skoðum þau og leiðbeinum ef einhverju er ábótavant. Ef nauðsyn krefur förum við fram á að ákveðnar breytingar verði gerðar annað- hvort á vinnulagi eða aðbúnaði . Forráðamenn fyrirtækja taka yfirleitt vel á móti okkur og þiggja leiðbeiningar greiðlega. Breytingar eru oftast fram- kvæmdar fljótt og vel. Auðvit- að eru aðilar missáttir við að þurfa að vera undir utanaðkom- andi eftirliti og skiljanlega getur verið óþægilegt að fá heil- brigðisfulltrúa inn í fyrirtæki ef illa stendur á. Það er kannski eins og fyrir börnin að fá grýlu í heimsókn til að gá hvort þau hegði sér vel!! Aðilar eru líka missáttir við kröfur reglugerða og stundum þarf að ítreka ábend- ingar. í örfáum tilfellum hefur þurft að loka fyrirtækjum vegna þess að aðbúnaður hefur að einhverju leyti verið óasættan- Arni Óðinsson hóf störf hjá Heilbrigðiseftirliti Austurlands um áramótin en hann starfaði áður við kennslu hjá Menntaskólanum á Egilsstöðum. legur og rekstraraðilar ekki sinnt kröfum um úrbætur. Sem betur fer gerist þetta ekki oft. Starfið er annars mjög fjöl- breytilegt. Víð skoðum vatns- veitur, fráveitur, hárgreiðslustof- ur, kjötvinnslur, hótel og bif- reiðaverkstæði, höfum afskipti af meindýraeyðingu, gæludýra- haldi, merkingu eiturefna svo eitthvað sé upp talið. Að morgni dags er ómögulegt að segja fyrir um hvernig vinnudagurinn verð- ur þar sem allmikið er um að fólk komi ábendingum til okkar eða kvarti t.d. um mengunarslys, slæleg vinnubrögð einhvers fyrirtækis eða þ.u.l. Oft þarf að bregðast fljótt við, fara á staðinn, leggja mat á réttmæti kvörtunar, taka myndir og fylgja málum eftir. Allar ábendingar eru vel þegnar og þeim sinnt enda mikilvægt að almenningur sé vakandi yfir eigin öryggi og umhverfisins. Margir spyrja um hvaða þjálfun eða þekkingu þurfi til að verða heilbrigðisfulltrúi. í stuttu máli þá er krafa um háskóla- menntun í heilbrigðisfræði eða skyldum greinum. Þá er ekki síst horft til þekkingar í örverufræði, efnafræði og líkum fögum, en að auki þarf að taka starfsþjálfun hjá starfandi heilbrigðisfulltrú- um og sækja námskeið á vegum Hollustuverndar ríkisins, sem lýkur með prófi. I Vangaveltur I dag veltir Aðalbjörn Sigurðsson vöngum yfir framtíðinni Ljóst er að þróunin í upplýsinga- tæki undanfarin ár hefur verið ótrúlega hröð. Þar koma þættir eins og ör þróun tölvutækninnar mjög mikið inn í ásamt fleiru. Áhrif þessa eru margvísleg og breytingarnar hraðar. Ég man t.d. eftir þeirri tíð að ekkert sjónvarp var á fimmtudags- kvöldum og að sjónvarpið var svarthvítt. Nú er eins og allir vita ekkert sjónvarpsefni boðlegt nema það sé í fullum lit og fimmtudagskvöld orðin þau kvöld sem ég tek sérstaklega frá til sjónvarpsgláps vegna þess að þá er besta dagskráin. Internetið og uppbygging þess er einnig kapítuli út af fyrir sig en ég fer ekki nánar út í það hér. En um leið og ljóst er að þróunin hefur verið mjög hröð undanfarin ár er einnig ljóst að breytingarnar munu halda áfram að verða. En hver er stefnan? Jú, í stað þess að allir hafa í dag útvarp, sjónvarp, tölvu, síma o.s.frv. er líklegt að í framtíðinni muni allt þetta flytjast inn í eitt tæki sem er þá um leið samblanda af þessu öllu. í stað þess að fá blaðið sent heim til sín einu sinni á dag, kveikir maður á einhverskonar fjarskiptatæki og flettir upp á nýjustu upplýsing- um. En hverjir eru það sem munu græða mest á þessari þróun? Að mínu viti eru það þeir sem í dag eru lengst frá hinni hefðbundnu þjónustu, þ.e. landsbyggðin. I stað þess að í dag færi stór hluti landsbyggðarinnar t.d. dagblöð- in sín ekki fyrr en í besta falli um miðjan dag munu í framtíðinni blöð berast inn á heimili allra landsmanna á sama tíma í gegnum miðil sem er eitthvað svipaður Internetinu sem við þekkjum í dag, aðeins öflugra, hraðara og töluvert útbreiddara. En hvað þýðir þetta? Jú, allt í einu verður landsbyggðin alveg jafn mikilvægur markhópur og höfuðborgarsvæðið. I dag er hægt að færa rök fyrir því að sókum þess að vegna tæknilegra örðugleika er ekki hægt að þjónusta landsbyggðina á sam- bærilegan hátt og hægt er með höfuðborgarsvæðið er einnig minni áhersla lögð á þessa þjón- ustu. En það er eitt sem veldur mér ugg í þessu sambandi. Undanfar- in ár hefur Póstur og sími, ríkis- fyrirtækið sem var hf-að með látum um áramótin, byggt upp ljósleiðarakerfi hringinn í kring- um landið og um nokkra þéttbýl- isstaði. Nú eru blikur á lofti um að um leið og Landsími Islands hf. verði seldur munu einkaaðil- ar eignast þessa upplýsingahrað- braut. I grein í Tölvuheimi á dög- unum var þessu líkt við að Eim- skip væri seldur einkaréttur á flutn- ingum um vegakerfi Islands. Ég tek undir þessi orð og bendi á hina gríðarlegu hags- muni landsbyggðarinnar í þessu máli. Ljóst er að ekki verður lagt annað ljósleiðarakerfi á Islandi og því er mjög líklegt að Land- síminn standi eftir með pálmann í höndunum og hafi einkaaðgang að þessu dreifikerfi upplýsinga og þeir sem sitja eftir með sárt enn- ið eru íbúar landsbyggðarinnar. Nú á sfðustu árum hefur ríkið eytt miklum fjárhæðum í að tryggja byggð úti á landi og eru skoðanir skiptar um ágæti þeirra leiða sem farnar hafa verið. Nú hafa stjórnvöld möguleika á að vinna landsbyggðinni mikið og þarft verk án þess að kosta nokkru til. as

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.