Austurland


Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. FEBRUAR 1998 Fimmtíu ára aímæli vélsmiðjunnar Stáls á Seyðisfirði (1948 -1998) Þetta hálfrar aldar afmæli er ein- mitt í dag. Þennan dag 26. febrú- ar var árla morguns byrjað að grafa fyrir vélsmiðjuhúsinu og voru þar að verki stofnendur þessa fyrirtækis, bræðurnir Pétur Blöndal og Ástvaldur Kristó- fersson, sem hafa síðan unnið við reksturinn. Pétur hvarf reyndar á annan starfsvettvang í Reykjavík á sl. ári. Núverandi framkvæmdastjóri er Theódór, sonur Péturs. Það er langt og merkt ævintýri, þroska- og starfssaga þessa merka fyrir- tækis í hálfa öld, sem ekki eru tök á að segja hér að þessu sinni. Sagan öll er sögð í hinum ágætu bókum Smára Geirssonar, Frá Eldsmíði til Eleksírs og Frá skipasmíði til skógerðar. Þessar bækur eru svo sem kunnugt er hluti af safni til iðnsögu Islands. I upphafi var unnið við margs konar nýsmíði, pípulagnir, bíla- viðgerðir o.fl. sem til féll og voru starfsmenn þá venjulega þrír til fimm eftir verkefnum. Mikil viðgerðarvinna varð snemma á breskum togurum, sem leituðu mikið þjónustu hingað til Seyðisfjarðar. Ást- valdur fór til Hollands og lærði stálherslu- og settu svo bræðurn- ir upp tæki til framleiðslu verk- færa úr hertu stáli. Framleidd voru öryggishús á dráttarvélar, þau fyrstu hér á landi, stálgrinda- hús til ýmissa nota, að ógleymd- um fjölda olíubirgðageymsla í flestum höfnum Austurlands. Vélsmiðjan hefur ávallt starf- að mikið fyrir síldar- og loðnu- verksmiðjur, smíðað fyrir þær margs konar tæki, t.d. nú síðustu árin reykhreinsibúnað. Eftir 1970 tók við smíði á stálfiskibát- um og varð gildur þáttur starf- seminnar á þeim áratug auk margvíslegra endurbygginga og lagfæringa á skipum. Frá 1971 hefur Stál smíðað og sett upp lokubúnað í flestar stærstu virkj- anir landsins, vinnur nú að Há- göngumiðlun. 1985 - 6 voru smíðuð 65 álbræðsluker fyrir ÍSAL í Straumsvík. Frá 1993 hefur fyrirtækið leigt Dráttar- brautina og rekið, hún tekur upp skip að 40 m. lengd. Hér er vissulega stikað á stóru, en reksturinn í dag er fjölþættur, plötusmiðja, renniverkstæði, vélaverkstæði, dráttarbraut - auk Stálbúðarinnar sem er alhliða byggingarvöruverslun. Starfs- menn eru rúmlega 30, fram- kvæmdarstjórí eins og áður segir Theódór Blöndal. Þetta fyrirtæki hefur lengi verið styrkur burðarás í atvinnu- og framkvæmdarlífi staðarins og segir framkvæmdastjórinn að fyrirtækið sé varla á miðjum aldri - og eflist að þrótti til góðra og gagnlegra verka í framtíðinni. J.J. Starfsmenn Stáls á Seyðisfirði eru í dag um 30 og sinna þeir hinum ýmsu verkefnum. Ljósm. sbb Afrvteimu Verslunin Tonspil á Netinu : "í , ^* a - i * *£*m j,,,... /jí??>\ VoftíUn íneð tönlfoiX VcUvntini'n} É hemuifito veftluustiiinar TMupili - Verslunin Tónspil í Neskaupstað hef- ur komið sér upp heimasíðu á Net- inu. Þar er að fínna ýmsar upplýsingar auk þess sem hægt er að versla í gegn- um tölvupóst. Á síðunni eru nú tveir listar sem hægt er að panta tónlist eftir en kaupandi þarf aðeins að greiða almennt póstburðargjald þó svo að um póstkröfu sé að ræða. Annar listinn inniheldur íslenskt efni og þar er að finna um 300 titla en á erlenda listanum eru 6 - 700 titlar. Eins og kemur fram á síðunni er þetta aðeins hluti þeirra titla sem boðið er upp á í versluninni en að sögn Péturs Hallgrímssonar, eiganda Tónspil.verður fleiri listum bætt inn fljótlega. Einnig er hægt að sérpanta efni sem ekki er að finna á listunum. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa nýju heimasíðu þá er slóðin: www.eldhorn.is/tonspil fðJ^MÆLIR MEÐ ... að Austfirskir karlmenn skrái sig í Austurlandsmótið í Drag sem fer fram í Egilsbúð laugardaginn 7. mars. Einnig mælum við með að aðrir Austfirðingar taki daginn frá og bregði sér á skemmtunina sem verður eflaust hin líflegasta ... ... að Austfirðingar fjölmenni í skíðaparadísina í Oddsskarði um helgina en sjaldan hefur færið verið bétra en um þessar mundir og ekki spillir óvenju gott veðurfar, ásamt hækkandi sól, fyrir ... ... að menningarvitar fjórðungsins-lesi hina stórskemmtilegu og víðfrægu bók „Nokkrir góðir dagafan Guðnýjar" sem Davíð Oddsson laumaði út nú fyrir jólin ... (það skal tekið fram að ábending þessi er runnin undan rifjum as, ekki KJK) ... að fjarðarbúar bregði sér upp í Hérað um helgina og berji hina víðfrægu bíómynd „Titanic" augum ... ... að Austfirðingar taki því almennt rólega eftir ofát sprengidagsins eða bregði sér í lfkamsrækt til að hrista af sér móralinn og aukakílóin ... Johann Tryggvason, Neskaupstað Emii Thorarensen, Eskifiröi A hið nýja sameinaða sveitarfélag að heita Austurríki? MED Austurríki, þegar ritstjóri Austurlands óskaði eftir því við mig að ég mælti með þessu nafni, játti ég því þar sem ég reiknaði ekki með að nokkur mótmælti nafngiftinni, að minnsta kosti ekki í alvöru. Þetta nafn, það er Austuurríki, hefur allt fram ylir önnur nöfn að bera sem ég hef heyrt nefnd í þessu sambandi. Kostir þess eru fjölmargir og má nefna nokkra. Nafnið er íslenskt, það er þjált í munni, það er stórt og sterkt og vísar til yfirráða. Eg benti á í vangaveltum mínuin á dögunum að þetta nafn ætti að höfða sterkt til Eskfirðinga vegna tilvís- unar í Austra og Alla ríka. Eina nafnið sem ég sé að gæti höfðað til þeirra á sama hátt er nafnið Garðabær en það er því miður frátekið. Nöfn eins og Austurbær og Ausmrbyggð eru nothæf ef, og athugið ég segi ef, menn hafa misst alla tiltrú á þetta blessaða byggðarlag. Þeir sem eru á fórum gætu hugsanlega samþykkt slík nöfn en við hin, sem ekki erum á förum, viljum alvöru nafn á alvöru „ríki". Er þá ekkert sem mælir gegn nafninu? Það má vel vera en ég hef ekki komið auga á það ennþá. Ef svo er þá eru það væntanlega smávægilegir gallar sem ekki ættu að koma að sök. Einhverjir hafa bent á skyldleikann við þjóðríkið Austurríki scm galla en má ekki segja að skyldleikinn við t.d nafnið austurlönd sé okkur þá til trafala, og ckki hefur nafngiftin Litla-Moskva orðiö okkur Norðfirðingum til vandræða að minu viti. Nci, kæru sveitungar! Flykkjum okkur um nafnið Austurríki og látum ekkert lágkúrulegt ónefni eyðilcggja framtíð þessa sveitarfélags scm væntanlega á framtiðina fyrir sér ef rétt er á málum haldið og cf við gctum sætt okkur viö nafn, markmið og framtíðarsýn þess scm okkur vcrður nú kynnt í komandi kosningabaráttu vcgna nýrrar sveitastjórnar. Jói Tryggva MÓTI m Enda þótt orðið Austurríki sé stutt og lipurt og höföi á ákveðinn hátt til íbúa Austfjarða, þá tel ég að nafnið sómi sér cngan veginn á nýja sveitarfélaginu, og nafngiftinni hafí fremur verið slegið fram í gríni cn alvöru. Það ber vott um hugmyndasnautt hugarfar að þurfa suður í Evrópu til að finna nafn á bæjar- félagið okkar. Það eru til miklu betri nöfn bæöi austfirskari og íslenskari heldur cn Austurríki. Þegar ég heyri orðið Austurríki verður mcr hugsað til þcirra atburða sem þar gcröust árið 1914 er Frans Ferdinand, ríkiscrfmgi og kona hans voru myrt. Sá atburður hratt af stað fyrri heimstyrjöldinni. I Austurríki hafa ófrióur og styrjaldir jafnan verið, þegar á annað borð cr róstursamt í Evrópu. Austurríki minnir því alltof mikið á átök og hörmungar stríðsi'ckstrar enda er Austurriki eitt alræmdasta ófriðarbæli í Evrópu fyrr og síðar. Það veit ekki á gott fyrir okkur nýja sameinaða bæjarfélag að fá slíkt ófriðamafn í vöggugjöf. Ef íbúar staðanna telja nafnið Austurríki komá til greina, cr þá ekki nafhið Litla-Rússland líka inn í myndinni? Að öllu gamni slepptu þá fínnst mér að ekki passi að nafn bæjarfélags endi á orðinu ríki þar sem minn skilningur á orðinu ríki sé fremur við- eigandi um sjálfstætt ríki, land eða þjóð. Ekki er það meining okkar að verða ríki i ríkinu eða hvaó'? Hitt er svo annað mál að nöfnin Austurborg eða Austurbær eru að mínu mati nöfn sem til greina koma. En hvað finnst ykkur lesendur góðir um nafnið Hólmaneskaupstaður / Hólmanesbær? Eða þá nafn með íslensku sagnfræðilegu ívafi eins og Austurgoðoró. Orðið goðorö merkir vcldi og embætti goða. Æðsti maður Austurgoðs yrði þá goði í stað bæjarstjóra. Passar ekki vel Guðmundur goði? Með sameiningarkveðju Emil Thorarensen, Eskifirði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.