Austurland


Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 26.02.1998, Blaðsíða 8
Tilboð: ,. ^ ^ Fæðubótarefni S477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Austuriand Neskaupstað 26. febrúar 1998. Verð í lausasölu kr. 170. „Met loðnuvertíð" Segir Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri SVN Nú er loðnufrysting í fullum gangi á Austfjörðum og spáir Jón Gunnar Sigurjónsson, yfir- verkstjóri í frystihúsi Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, að nýtt met verði sett í frystingunni. „Hún er bara aðeins seinna á ferðinni en oft áður en hún mun skila sér og lofar vertíðin góðu" sagði hann í samtali við Austur- land á þriðjudaginn. Það var Súlan sem kom með fyrsta alvöru skammtinn sem hægt var að frysta fyrir Japans- markað á mánudaginn s.l. en fram að því hafði mest verið fryst fyrir Rússlandsmarkað. Sagðist Jón Gunnar reikna með loðnufrystingu í hálfan mánuð í viðbót eða til 10 mars. Nú er unnið á vöktum allan sólarhringinn við loðnufrystingu hjá Sfldarvinnslunni en alls er hægt að frysta um 390 tonn hjá SVN og er það langmesta magn sem eitt fyrirtæki getur fryst á sólarhring að sögn Jóns Gunnars. A myndinni hér til hliðar sést Beitir taka nót s.l. laugardag en hann lenti í því að rífa nótina þegar hannfékk risakast. A myndinni fyrir neðan sést Súlan koma fullhlaðin til löndunar en Beitir heldur tómur á miðin eftir löndun. Ljósm. as og Krist. J. Krist. Fullkominn vélahermir vígður S.l. laugardag var vígður nýr vélahermir í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað en slíkur hermir hefur ekki verið fyrir hendi í skólanum. Hermir- inn mun fyrst og fremst nýtast þeim nemendum sem stunda munu vélstjórnarnám en á næstu önn er ráðgert að hefja slíka kennslu við skólann. Þá mun hermirinn einnig nýtast þeim nemendum sem eru í grunndeild málmiðna. Hermirinn er mjög fullkom- inn og nákvæmur og líkir hann eftir allri starfssemi vélar sem er 1500 kw, eða vél eins og er í minni togurum og mörgum fiskiskipum. Hann er tengdur við tölvu og sýnir hún hvernig öll kerfi vélarinnar virka og hvert ástand vélarinnar er hverju sinni. Hægt er að setja inn „bilanir" og með því kenna nemendum hvernig bregðast skal við á réttan hátt. Jóhann Zoega, kennari við Verkmennta- skólann, hefur íslenskað texta- hluta forritsins sem fylgir herm- inum og gert kennsluna þannig mun aðgengilegri fyrir nemendur. Vélahermirinn var keyptur frá Englandi og kostaði hann á þriðju milljón króna. Samskonar hermir var keyptur í þrjá aðra skóla á landinu og þannig náðist 25% sparnaður. Sífellt er verið að bæta aðstöðuna við verkkennslu í skólanum og í því sambandi er skólinn nú að leita að 2 - 300 kw fjórgengisvél. Sagði Jóhann að allar ábendingar um slíka vél væru vel þegnar en vél af þeirri stærð eru algengar í 60 til 70 tonna bátum. Skólinn á fyrir eina tvígengisvél og eina eldgamla fjórgengisvél. ¦¦>-. ¦ -.*-'%- "V>- ¦"**¦ N -V.-. i.*"--"~iiff-"r'-¦.'>' ¦¦ .. . 'ft-- Rúmur mánuður frá opnun Hótels Héraðs Fáar gistinætur en góð veitingasala o«o*o#o» o e ?????? QgU QB OQQ| QQQ Jóhann Zoega kennari og Guðmundur Arnason, nemandi. Nú hefur hið nýja hótel á Egils- stöðum, Hótel Hérað, verið rekið í rúmlega einn mánuð og sagðist Guðmundur Kristinsson, hótelstjóri, vera mjög ánægður með móttökurnar sem hótelið hefði fengið. Hann sagði að mik- il aðsókn hafi verið á hlaðborð sem verið hefur á boðstólunum, sem og önnur tilboð í veitingum. Aftur á móti hefur lítil nýting verið á þeim 36 herbergjum sem eru á hótelinu enda dauft yfir ferðaiðnaði á Austurlandi á þessum árstíma. Auglýsinga- átakið „Gjugg í bæ", sem Flug- leiðir standa fyrir og beint er til Egilsstaða að þessu sinni, hefur nánast engu skilað að sögn Guðmundar. Ennfremur sagði sér vel hlaðborðið og veitingatil- hann að þau gistitilboð, sem sett boðin. Gistibókanir fyrir sumar- hafa verið upp fyrir fjarðarbúa, ið lofa hinsvegar góðu. hafi litlu skilað en þeir aftur nýtt Slippfélagið Málningarverksmiðja SIMI: 588 8000

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.