Austurland


Austurland - 05.03.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 05.03.1998, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Blaðamaður: Kristján J. Kristjánsson 8 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhorn.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Aðför að Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags íslands Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa endurflutt á Alþingi laga- frumvarp þess efnis að Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Isl- ands (EBÍ) skuli slitið og eignum þess skipt milli eigenda þess. Flutningur þessa frumvarps er furðulegur svo ekki sé meira sagt. Eignarhaldsfélagið starfar samkvæmt sérstökum lögum sem Alþingi setti árið 1994.1 þessum lögum kemur skýrt fram að að það er á valdsviði fulltrúaráðs félagsins að ákvarða um hugsanleg slit félagsins en ekki er gert ráð fyrir að neinn annar aðili hafi vald til slíkrar ákvörðunar. Alþingi á ekki að koma á nokkurn hátt að slitum á EBI nema að hafi verið færð fram rök- semdir sem lúta að nauðsyn þess að Alþingi grípi fram fyrir hendur á fulltrúaráði sem það hefur falið framangreind völd. Engar slflcar röksemdir hafa verið bornar fram og því er flutningur frumvarpsins gjörsamlega út í hött. Fulltrúaráð EBÍ kom saman til fundar í lok febrúar þar kom fram eindreginn vilji fulltrúaráðsmanna að starfsemi félagsins verði haldið áfram.Endurspeglar þetta viðhorf fulltrúaráðsmanna sjónarmið sveitarstjórnarmanna um allt land ,eins og greinilega hefur komið í ljós á þeim fjölmörgu fundum sem forstjóri EBÍ hefur haldið með sveitarstjórnum víðsvegar um landið. Á fulltrúaráðsfundinum var mörkuð stefna EBÍ til næstu ára í fjórum megin atriðum. I fyrsta lagi varðandi eigaraðild að Vátryggingafélögum,í öðru lagi varðandi forvarnir, í þriðja lagi varðandi fjármál og í fjórða lagi varðandi ágóðahlut. Ekki verður nánar farið út í þessa stefnumörkun en í frétt frá félaginu segir m.a " Markmið Eignarhaldsfélagsins,hér eftir sem hingað til, er að styrkja forvarnir í aðildarsveitarfélögunum ,sérstaklega brunavarnir,og styrkja vátryggingaþátt sveitar- félaganna. Mikill áhugi er til dæmis fyrir því að EBÍ taki þátt í að fjármagna kaup á nýjum slökkvibílum og endurnýja þannig úr sér genginn flota bíla slökkviliða víða um land.Það segir sína sögu að nú eru í notkun á landinu 45 Bedford-slökkvibflar sem komnir eru á fimmtugsaldur." Með sölu á eignarhluta Eignarhaldsfélagsins í VÍS til Landsbanka íslands fyrir um 3,5 milljarð króna var lagður grunnur að því að Eignarhaldsfélagið geti greitt eigendum sínum ágóðahlut til forvarna.Á fulltrúaráðsfundinum þann 21. febrúar sl. var ákveðið að greiða 110 milljón króna ágóðahlut til sveitarfélaganna á árinu 1998. Sveitarstjórnarmenn um allt land hafa brugðist hart við flutningi frumvarpsins um að slíta EBI og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ályktað um málið.í ályktuninni segir m.a:" Með flutningi frumvarpsins er vegið að hagsmunum sveitarfélaganna í landinu og möguleikum þeirra til að efla forvarnir á sviði bruna- og slysavarna með stuðningi félagsins. Samkvæmt lögum nr. 68/1994 hefur fulltrúaráð félagsins æðsta vald í málefnum félagsins.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ítrekar fyrri mótmæli sín um slit á EBÍ og telur fram komið frumvarp gangi gegn hagsmunum sveitarfélaganna í landinu. Stjórn sambandsins skorar á alþingismenn að fella þetta frumvarp og sýna með því þeim fulltrúum sveitarfélaga og héraðsnefnda.sem í fulltrúaráðinu sitja,fullt traust til að sinna þeim verkum sem þeim hefur verið falið af Alþingi". Því skal treyst og raun engin ástæða til að efast um að megin- þorri þingamanna mun standa vörð um hagsmuni sveitarfélag- anna í landinu og fella framkomið frumvarp fimmmenninganna. G.B. Getraunaleikur Þróttar og Pizza 67 Um síðustu helgi lauk Getrauna- leik Þróttar og Pizza 67 með sigri West End eftir harða keppni við Tippverk; bæði liðin hlutu 121 stig á tólf vikum en 10 bestu vikurnar gáfu West End 105 stig en Tippverki 104 stig. Árangur West End er mjög glæsilegur en sex sinnum náðu þeir 10 réttum, þrisvar sinnum 11 réttum og einu sinni 12 réttum. í þriðja til fjórða sæti voru 3 Fuglar og Gufumar með 101 stig fyrir 10 bestu. Síðan komu LEA 0 með 99, Dúllurnar og Trölli með 98, Mamma og ég með 96 og Trölladeig með 95. I deildarkeppninni réðust úrslitin einnig um síðustu helgi Þegar West End vann Dúllurnar 10-9, og 3 Fuglar unnu Tippverk 11-10, Trölli vann Lea 0 10-9, Mamma og ég gerði jafntefli við Gufurnar 11-11. Lokastaðan í Deildar- keppninni: 1 West End 19 2-4 3 Fuglar 16 2-4 Tippverkur 16 2-4 Trölli 16 5 Dúllurnar 15 6-8 Mamma og ég 14 6-8 Gufurnar 14 6-8 Liverunited 14 9-14 LeaO 13 9-14 Við Lækinn 13 9-14 Trölladeig 13 9-14 HB ráðgátur 13 9-14 Nönsos 13 9-14 Bandit 13 15-16 Nesbær 12 15-16 B2 12 17-19 Pele 11 17-19 Bólstrun 11 17-19 Ennco 11 20-21 Skósi 10 20-21 Mórarnir 10 22-25 Feðgarnir 9 22-25 Nestak 9 22-25 Olís 9 22-25 Fulham 9 26 Barðinn 8 27 Píta með Kebab 7 28 Sún búðin 6 Nýr getraunaleikur hefst fljót- lega og verður kynntur í næsta Austurlandi. Við óskum West End til hamingju með sigurinn um leið og við hvetjum alla til að reyna að velta þeim úr hásætinu í næstu keppni. Árang- ur tippara hefur verið þokkaleg- ur eftir áramótin en það er eitt sem vantar, það er "sá stóri". Er ekki kominn tími á að við vönd- um okkur svolítið og tökum rétta áhættu? Þá er þetta ekkert mál. Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl. 19-21 og laugardaga kl. 10-13. Ókeypis smáar Gefins Hvolpar af Border Collic kyni fást gefins. Uppl. ís. 477-1736 Hús til sölu Einbýlishúsið að Blómstur- völlum 3 í Neskaupstað er til sölu. Uppl. ís. 477-1140 Til leigu Hlíðargata 14a, 130 ,m2, 4. herbergja. Laus strax. Lengri tíma leiga æskileg. Uppl. ís. 897-3135 Til sölu Mazda 626, árg. 1985. Uppl. ís. 477-1882 Leiðréttingar I síðasta tölublaði Austur- lands var sagt að Knellan á Eskifirði hefði átt 10 ára af- mæli fyrir skemmstu. Hið rétta er að Knellan varð 13 ára. Þau mistök urðu í grein Emils Thorarensen gegn nafn- inu Austurríki að í næst síð- ustu línunni er talað um „Austurgoðs" í stað „Austur- goðorðs" Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Gjörðir Maðurinn er lífeur tré. Ef hann prýðist ávöxtum á hann og mun ávallt eiga skilið lof og umtal. En tré sem efefei ber ávöxt er eldsmatur. Baha u Ilah Baháíar Neskaupstað _ Austfirðíngur vikunnar Fullt nafn? Hjörleifur Gunnlaugsson Fæðingardagur? 31.07.1966 Fæðingarstaður? Egilsstaðir Heimili? Nýbúð í Neskaupstað Núverandi starf? Sjálfstætt starfandi Önnur störf? Viðgerðir, vörubílstjóri og mjólkurbflstjóri Fjölskylduhagir? í sambúð með Huldu Eiðsdóttur og saman eigum við tvö börn Farartæki? Toyota Landcruiser Uppáhaldsmatur? Villigæs eins og konan framreiðir hana Helsti kostur? Það verða aðrir að dæma um Helsti ókostur? Gef of mikið af mér Uppáhalds útivistarstaður? Norðfjarðarflói Hvert langar þig mest að fara? Til Irlands Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Góðravinahöfði á strönd S-Afríku Ahugamál? Skotveiðar Uppáhalds íþróttafélag? Blakdeild Þróttar Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Hver er helsti kostur við að búa í Neskaupstað? Fjölbreytt mannlíf, næg atvinna, fallegt umhverfi og stutt í skotveiðina Helstu gallar við að búa í Neskaupstað? Enginn sérstakur Hvað ætlarðu að gera um helgina? Slappa af er að þessu sinni Hjörleifur Gunnlaugsson, Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.