Austurland


Austurland - 05.03.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 05.03.1998, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1998 ~ follesar mntkur&ir á 5Óöv< veröí íslensk fr^mleíösta Hagur ehf. Kirkjubæjarklaustri sími 487-4650 og 852-9685 Fegurðarsamkeppni Austurlands Fegurðarsamkeppni Austurlands verður haldin í Valaskjálf á Egilsstöðum laugardaginn 21. mars nk. Til að hafa veg og vanda að keppninni, sem að vanda verður hin veglegasta, hefur verið ráðin Ásta Matthíasdóttir frá Egilsstöðum . Sjö stúlkur munu keppa um titilinn en þær eru: Iris Pálmadóttir, 22 ára frá Hornafirði Auður Jónsdóttir, 18 ára frá Hornafirði Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, 18 ára frá Hornafirði María Fanney Leifsdóttir, 17 ára frá Neskaupstað María Jónsdóttir, 17 ára frá Neskaupstað Jóna Bryndís Eysteinsdóttir, 18 ára frá Egilsstöðum. Karólína Einarsdóttir, 17 ára frá Neskaupstað. Austurland mun að venju birta myndir af keppendum þegar nær líður keppni. Vísir að aukinni samvinnu veana sameiningar? Sparisjóður Norðfjarðar gerir samning við Reyðarfjarðarhrepp Aðalfundur Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað verður haldinn laugardaginn 14. mars 1998 kl. 13.00 íEgilsbúð Neskaupstað. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Neskaupstað 3. mars 1998 Stjórnin Ásta Matthiasdóttir hefur verið ráðin til að sjá um „Vngfrú Austurland" í ár, en keppnin verður Valaskjálf á Egilsstöðum laugardaginn 21. mars. keppnina haldin í Ljósm. as Glíma á Reyðarfirði Dagana 21. og 22. febrúar s.l. kepptu 12 drengir úr grunnskólanum á Reyðarfirði á tveimur glímumótum er haldin voru á landsvísu. Annarsvegar „Grunnskólamótið", sem fram fór á laugardeginum, og hinsvegar Meistaramót Islands. Er skemmst frá því að segja að reyðfirsku strákarnir stóðu sig mjög vel og komu heim með þrenn verðlaun: Guðmundur Árni Árnason, 7. bekk, varð grunnskóla- meistari í sínum flokki en hann vann allar sínar glímur. Einnig náði Guðmundur Þór Valsson mjög góðum árangri en hann varð í 2 sæti á Grunn- skólamótinu og einnig á meist- aramótinu. Aðrir keppendur stóðu sig einnig mjög vel þó þeir hafi ekki lent í Glímumennirnir frá Reyðarfirði fyrir framan verðlaunasæti. K-in þrjú. Sveinn Árnason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar, og Isak Ólafsson, sveitarstjóri á Reyðar- firði, skrifuðu í síðustu viku undir samning þess efnis að Sparisjóðurinn tæki að sér innheimtu fasteignagjalda fyrir Reyðarfjarðarhrepp. Sparisjóður Norðfjarðar gerði í fyrra tveggja ára samning við Bæjarsjóð Neskaupstaðar um innheimtu fasteginagjalda í bæn- um og fyrir nokkru bauð Spari- sjóðurinn Reyðarfjarðarhreppi og Eskifjarðarkaupstaði að sjá um innheimtu fasteignagjalda fyrir þessi sveitarfélög. Skyldi samningurinn hafa sama gildis- tíma og samningurinn við Bæjar- sjóð Neskaupstaðar. Reyðarfjar- hreppur hefur nú, eins og áður sagði, þekkst þetta boð en enn hefur ekki borist svar frá Esk- firðingum. Leikskólaglöldin lægst í Neskaupstað í verðsamanburði á leikskóla- gjöldum hjá stærstu sveitarfél- ögunum á landinu sem ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin gerðu fyrir stuttu, kemur í ljós að gjöldin eru áberandi lægst í Neskaupstað og getur munað verulegum fjárhæðum. T.d. var gjald fyrir eitt barn hjóna, eða sambýlisfólks, í átta stunda leik- skóla 15.100.- kr. í Neskaupstað en hæst 21.600.- kr. á Húsavík . Gjöldin í þessum hópi voru 17.280.- kr. á Egilsstöðum og 18.000.-kr.áHöfn. Leikskólagjald fyrir for- gangshóp með eitt barn í átta stundir var 9.200.- kr í Neskaup- stað en 16.200.- kr. í Grindavík þar sem það var hæst. I þessum hópi þurftu Hornfirðingar að greiða 11.050.- kr. og Egils- staðabúar 13.835.- kr. Önnur austfirsk sveitarfélög voru ekki með í könnuninni. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 14. mars 1998 kl. 14.00 í Egilsbúð Neskaupstað. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörí 2. ðnnur mál, löglega upp borin Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu þess, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Síldarvinnslunnar hf.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.