Austurland


Austurland - 05.03.1998, Side 5

Austurland - 05.03.1998, Side 5
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1998 5 Svör sendist til Vikublaðsins Austurlands, Hafnarbraut 4, pósthólf 75, 740 Neskaupstað og verða þau að hafa borist fyrir miðvikudaginn 11. mars. Samskonar getraun verður síðan áfram í næstu blöðum. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum á fjögurra vikna fresti. í verðlaun er geisladiskur að eigin vali frá versluninni Tónspil í Neskaupstað Úr austfirskum fréttum: Hvað greiddi SVN fyrir 22% hlut í Skagstrendingi? Landafræði: Hvað heitir höfuðborg Ástralíu? Dægradvöld Hver leikstýrði myndinni Titanic? Vísindi: Hvað eru mörg litningapör í mannslíkamanum? Almennt: Hver fann upp símann? Fyrir börnin: Hvaða fræga persóna Astrid Lindgren hífði systur sína upp í fánastöng? TdmUóta NeskAwpsteÖAt* Smiðjuvegi 66 - Kópavogi - M 557 6600 Ðeinn innflutningur - Bestu kaupin! B O Ð Skrifborðs- stólar kr. 6.900.- Tvöfalt gormakerfi. Þykk yfirdýna. Meiðar kr. 3.900,- Síðastliðinn laugardag var dag- ur tónskólanna á Islandi. Af því tilefni var boðið upp á dagskrá í tengslum við nokkra tónskóla á Austurlandi. Þrátt fyrir að blaðamenn Austurlands hafi ekki haft kost á að mœta á slíkar skemmtanir sökum anna þótti okkur ómögulegt að láta þennan viðburð algerlega fram hjá okk- urfara og því höfðum við uppi á Agúsi Armann, skólastjóra tón- skólans í Neskaupstað og yfir- heyrðum hann um tónskólann, starfið innan hans og tónlist almennt. sWónskóMtm „Starfsemi tónskólans í Nes- kaupstað er mjög viðamikil. Alls stunda 112 nemendur nám við skólann á vorönn og kennt er á öll hljóðfæri, reyndar með þeirri undantekningu að ekki er kennt á strengjahljóðfæri (þ.e. fiðlu- fjölskylduna) og ekki er kenndu einsöngur. Við skólann eru 5 stöðugildi sem sex kennarar sinna, ásamt mér sjálfum", segir Agúst. „Það er mjög skemmti- legt hversu breiður hópur það er sem stundar nám við skólann, en nemendur eru t.d. á öllum aldri, allt frá sex ára uppundir sextíu ár. Fyrirhugaður er flutningur úr núverandi húsnæði skólans, sem SVN og Dráttarbrautin gaf bæn- um undir rekstur tónskóla, í nýju grunnskólabygginguna. Reyndar er allt að 2 - 3 ár í það. Ástæðan er sú að menn telja að tónskólinn muni vaxa og dafna betur í sama húsnæði og grunnskólinn er f. Ástæðurnar eru margvíslegar, m.a. að nemendur tónskólans þurfa ekki aukaferð úr skólanum til að sækja tónskólann. Frekari breytingar á starfsemi skólans eru einnig fyrirhugaðar, t.d. eru hugmyndir uppi um að auka „Tónskólinn fyrir alla“. Agúst Ármann og Gísli S. Gíslason, nemandi hans þenja dragspilin. Ljósm. as um helgar, og eru jafnvel þving- aðir til þess að taka út laun sín í mat og drykk...“ Þessu til viðbótar má benda á baráttu meðlima sinfoníuhljóm- sveitar Islands fyrir bættum kjör- um. Ágústr „Það hvað menn spila mikið undir taxta er fjarska vont mál. Ástæðan er oft sú að þeir sem eru minna menntaðir, t.d. frístundaspilarar, gera ekki sömu kröfur til launa og atvinnu- menn í faginu. Þetta kemur óneitanlega niður á þeim síðar- nefndu." Þetta er ekki falleg lýsing á ástandi í launamálum tónlistar- manna sem leiðir hugann að því hvort einhver framtíð sé í því að gerast tónlistarmaður í dag og hvort yfir höfuð á að kenna börnum að spila á hljóðfæri? „Listkennsla (þ.e. allt skap- andi nám, ekki bara tónlistar- Opið laugardag kl 13-16 Kólmar hf HÚSGAGNAVERSLUN REYÐARFIRÐI SÍMI 474 1170 tónlistarkennslu í neðstu bekkj- um grunnskólans og að taka jafnvel upp tónlistarkennslu í leikskólanum að Sólvöllum. Slíkt form hefur verið reynt á Húsavík og reynst vel. Tönltetarmcntifmfr I blaðinu „Popparinn", sem er sérrit Félags íslenskra hljómlist- armanna um veitingahúsamark- aðinn, er slegið upp í forsíðu- fyrirsögn; „Hættum að spila fyrir smápeninga! Átak gegn órétt- læti“. I greininni segir m.a: „Undanfarin ár hafa laun tón- listarmanna, sem starfa á veit- ingahúsamarkaðinum, staðið í stað og jafnvel lækkað meðan laun annarra starfsstétta hafa hækkað samkvæmt launatöxt- um. Ekki er það vegna þess að kauptaxtar FÍH hafi lækkað, þeir hafa hækkað, heldur er ástæðan sú að erfiðari lífsskilyrði og breytt atvinnuumhverfi hafa leitt til þess að tónlistarmennimir hafa verið nauðbeygðir, af veitinga- húsaeigendum til þess að þiggja vinnu, þrátt fyrir að þóknunin fyrir hana væri undir töxtum FÍH“. Ennfremur kemur fram í greininni: „Ástandið í launamálum þeirra sem leika á veitingahúsum er algjörlega óviðunandi. Vitað er um tónlistarmenn sem leika á krám borgarinnar fyrir kr. 5000.- Slöngur - Barkar - Tengi Söluaðilar á Austurlandi: Bílar og vélar, Vopnafirði Síldarvinnslan, Neskaupstað Björn og Kristján, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga LANDVÉLAR HF Kennarar tónskólans í Neskaupstað. Agúst Armann, Egill Jónsson, Jón Hilmar Kárason, Marías Kristjánsson, Sigurborg Ragnarsdóttir og Þórður O. Guðmundsson. Ljósm. as nám) er mjög nauðsynlegt í upp- eldi og menntun barna. Börn sem hafa fengið markvissa list- fræðslu eru betur í stakk búin til að takast á við lífið. Það er hrein- lega sannað að það eykur ein- beitingarhæfni og rökhugsun að stunda listnám. Það skapar ákveðna valkosti og ákveðna kunnáttu sem fylgir mönnum allt lífið. Það eykur t.d. afþreyingar- möguleika fólks þegar það er orðið fullorðið. Einstaklingar geta gert eitthvað sjálfir sem er skapandi. Þetta er í raun alltaf að verða mikilvægara í heimi sem býður upp á sífellt meiri mötun, t.d. í gegnum sjónvarp, útvarp, tölvur o.s.frv. Við erum reyndar ekki að kenna krökkum með þeim formerkjum að þau muni í framtíðinni gerast atvinnutón- listarmenn. I tónlistarskólanum eru 97% nemanda í námi án þess að vera að hugsa um að gera tónlist að atvinnu sinni. Það eru reyndar allir með tónlistina í blóðinu. Það sýnir t.d. að tónlist er talin ómissandi á mestu gleðistundum lífsins og einnig á mestu sorgarstundunum. Hinsvegar er ástæðan fyrir því að fólk gerir þetta að atvinnu sinni sú að tónlist er einhvers- konar sjúkdómur. Ef einstakling- ur verður heltekinn gerist hann atvinnumaður án þess að hugsa um hvort það sé skynsamlegt eða ekki. Það verður hreinlega ástríða að fást við tónlist."

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.