Austurland


Austurland - 05.03.1998, Qupperneq 6

Austurland - 05.03.1998, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 5. MARS 1998 nm þessar mundir eru 10 mánuðir frá því að þeir Guðmundur R. Gíslason og Birgir Búason, eða BG - Bros eins og þeir kalla sig, tóku við rekstri Hótels Egilsbúðar í Nes- kaupstað. Allt frá því að þeir tóku við, 1. maí í fyrra, hafa þeir verið mjög duglegir að fitja upp á nýjungum og hefur verið mik- ill kraftur í starfseminni; varla fallið úr helgi þar sem ekki hefur verið einhver sérstök uppákoma með lifandi tónlist sem að öllum líkindum er einsdæmi í ekki stærra bæjarfélagi. Hefur þessi kraftur í „Bros-bræðrum“ spurst út á meðal hljómlistarmanna vítt og breitt um landið og er mikill áhugi þeirra á meðal að koma hingað austur og spila. Þeir fél- agar hafa líka tekið ákaflega vel á móti þeim skemmtikröftum sem hingað austur hafa komið og fá þeir til að mynda alltaf fría gistingu og frítt fæði. TOllBgaPÍ Til að nefna nokkrar af þeim stærri nýjungum sem „Bros- bræður“ hafa staðið fyrir má nefna áramótaball með tveimur hljómsveitum í tveimur sölum en þannig náðu þeir að uppfylla óskir tveggja kynslóða í einu; rokkhljómsveit í öðrum salnum en harmonikkusveit í hinum. Lukkaðist þessi nýbreytni ákaf- lega vel og er örugglega komin til að vera en um 300 manns sóttu áramótadansleikinn. Þá héldu þeir þorrablót sem opið var öllum en slíkt er nýbreytni í Neskaupstað. Upp- selt var á þorra- _____________ r@sandi menn hjá ‘BWJod&x ínaat matinn þrátt fyrir að þetta væri fimmta blótið sem hald- ____________ ið var að þessu sinni í Neskaupstað, en hægt var að komast á dansleikinn sem haldinn var á eftir blótinu. Ekki voru sérstök skemmtiatriði á blótinu heldur eingöngu hóp- söngur en þeir segja að á næsta ári muni þeir halda opið þorra- blót með skemmtiatriðum, blóts- stjóra og tilheyrandi. Jónsmessuferð með grilluð- um mat, söng og gleði var í fyrra farin inn í Norðfjarðarsveit (Teig) en undanfarin ár hefur Jónsmessuskemmtun verið hald- in í Hellisfirði. Mæltist þessi ný- breytni mjög vel fyrir og komust færri að en vildu. Þá má ekki gleyma Stuð- mannaveislunum, sem alls urðu fimm, og heppnuðust sérlega vel. Tæplega 900 manns mættu í veislurnar og hlýtur það að teljast fádæma-góð aðsókn. Gistiaðstaðan á hótelinu er dragbíturinn í starfsemi „Bros-bræðra“ Þeir BG-Bros félagar hafa auk- ið mjög ijölbreytnina í heimsend- um mat og nú er hægt að fá sent heim allt sem er á matseðlinum, nema ís. Meðal annarra nýjunga buðu þeir upp á kínverska rétti sem mæltust mjög vel fyrir og ávallt hefur verið hægt að finna einhver sérstök tilboð í heim- sendum mat. Á næstu vikum munu þeir svo kynna glænýjan og spennandi matseðil sem sendur verður í öll hús í Neskaupstað. BÍÓ Bíósýningar fóru í gang í lok nóvember og nú eftir áramót hafa verið bíósýningar í hverri viku. Hljóðgæði á sýningum hafa stórbatnað því nú er notað nýtt hljóðkerfi sem er í eigu BRJÁN (Blús-,rokk- og jass- klúbbsins á Nesi) en því miður hefur aðsókn ekki verið nægi- lega góð að jafnaði. Þeir félagar telja að 60 til 70 manns þurfi að mæta á hverja sýningu en í dag er meðaltalið 30 til 40. Reynt er eftir megni að vera með sem nýj- astar myndir en það er erfitt vegna lítillar bíóhefðar í Nes- kaupstað og dreifingaraðilar myndanna láta aðra staði sitja fyrir. Samningur hefur verið gerður við 10. bekk gunnskólans í Neskaupstað um að annast, og reka á eigin vegum, veitingasöl- una á bíósýningum. Þannig hef- ur krökkunum verið gert kleift að safna í ferðasjóð sinn. Það er þó ljóst að ef aðsókn að kvikmyndasýningum verður _______________ ekki betri þá munu sýningar leggjast af í framtíðinni því hingað til hafa þeir verið að borga með sýningum og slíkt gengur ekki til lengdar. Glstlaðstaða Gistiaðstaðan á hótelinu er drag- bíturinn í starfsemi „Bros- bræðra“ því einungis er hægt að taka á móti 9 gestum í einu sem deilast niður á fimm herbergi. Þá fullnægja herbergin engan veg- inn þeim kröfum sem gerðar eru til hótelherbergja í ferðaþjónustu samtíðarinnar, hvað þá framtíð- arinnar. Þessi slaka gistiaðstaða veldur því að ekki er hægt að fullnýta þá annars góðu aðstöðu sem hótelið býður upp á, til að mynda varðandi ráðstefnur, nám- skeiðahald, árshátíðir utanbæjar- fyrirtækja og fleira. Er nú verið að skoða hvernig hægt er að bæta gistiaðstöðuna. Endurbœtur á aðstöðumii Á undanförnum mánuðum hefur bæjarsjóður Neskaupstaðar, ásamt „Bros-bræðrum“, fjárfest talsvert í nauðsynlegum búnaði og endurbótum á hótelinu og fyrir dyrum standa all-ítarlegar viðhaldsframkvæmdir. T.d. er vikum en fleira er á döfinni. Ætlunin er að halda áfram af sama krafti í skemmtanahaldi og m.a. verður boðið upp „Drag-keppni“ (karlmenn sem koma fram í kvenmannsklæðnaði) n.k. laug- ardag. Er þetta fyrsta keppnin af 9 undankeppnum sem haldnar verða vítt og breitt um landið á næstu vikum. Þrír sigurvegarar hér eystra fara svo í úrslita- keppnina sem haldin verður í búð á næstunni og munu Sixties stíga þar á stokk þann 4. apríl. Þá má nefna að „Bros-bræð- ur“ hafa ákveðið að halda árlega mjög veglega hátíð í kringum starfsafmæli sitt og verður sú fyrsta haldinn í maí næstkomandi. Lokaopð Þeir félagar gerðu á sínum tíma 5 ára leigusamning um rekstur hótelsins við Bæjarsjóð Neskaup- staðar og ná áætlanir þeirra að- eins til þess tíma. Þó er ljóst að ef þeir halda áfram af sama krafti, „Brosbrœður“ með afkvœmi sín: í kjöltu Guðmundar situr dóttir hans, Eyrún Björg og Birgir heldur á syni sínuin Konráði. A milli þeirra félaga situr sonur Birgirs, Búi (eins og glögglega sést á svipnum). ætlunin að taka eldhúsið í gegn Reykjavík. Á eftir „Drag-keppn- og sömuleiðis aðal-anddyri hót- inni“ verður svo stórdansleikur elsins ásamt sal- ernisaðstöðu. Þá liggur fyrir að laga þarf þakið á Stúk- unni, klára upp- setningu á loft- ræstikerfi og fleira. Bæjar- Skemmtun þessi verður á þjóðlegu nótun- um og með stórum nöfn- um. (E]kM þó Rolling Stones því þeir voru bókaðir um páskana). sjóður Neskaupstaðar áætlar vem- lega fjárhæð til þessara fram- kvæmda í drögum að ljárhagsáætl- un sem nú hefur verið lögð fram. Á rtftftnni Eins og áður var minnst á verður nýr matseðill kynntur á næstu með hinni vin- sælu hljómsveit Sóldögg. Þá er fyrirhug- uð, í samvinnu við BRJÁN, mjög spennandi skemmtidag- skrá um pásk- ana en hún verður kynnt síðar. Skemmtun þessi verður á þjóð- legu nótunum og með stómm nöfnum. (Ekki þó Rolling Stones því þeir vom bókaðir um páskana). Hljómsveitin Skítamórall með hinum móralska Norðfirðingi, Ein- ari Ágústi Víðissyni í broddi fylk- ingar, mun halda dansleik í Egils- Ljósm. Krist. J. Krist. verður skarð þeirra ekki auðfyllt að rúmum fjórum árum liðnum. Að lokum má geta þess að þeir félagar hafa fest kaup á nýjum gervihnattadiski (ekki síst fyrir Gunnar Þorsteins) og geta þeir því fljótlega sýnt beint á breiðtjaldi alla þá vinsælu íþrótta- viðburði sem sýndir eru á sjón- varpsstöðvunum, s.s. box, knatt- spyrnu og fleira. Austurland vill hvetja þá „Bros-bræður“ til að halda áfram á sömu braut og hingað til og halda uppi þéttri dagskrá með ferskum og spennandi nýjungum inn á milli. i Neskaupstaéur Eskiíjöréur Reyéarfjöréur Egilsstaðir Seyéisfjöréur Fáskrúésfjöréur Stöévarfjöréur Breiédalur Djúpivogur Hornafjöréur 477- 1 190 476-1203 474- 1255 471- 1241 472- 1600 475- 1494 475-8882 475-6671 478- 8175 478-1577 Viggó j? Vöruflutningar 0)477 1190

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.