Austurland


Austurland - 05.03.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 05.03.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1998 Mikil umskipti í afkomu Tanga hf. á Vopnafirði 66,5 milljóna króna hagnaður Hagnaður Tanga hf. á Vopnafirði á síðasta rekstrarári nam 66,5 milljónum króna en 4,2 milljóna króna tap varð á rekstrinum 1996. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 71,9 milljónir en það svarar til 4,3% af veltu ársins. Veltufé frá rekstri var 195,5 milljónir á móti 77 milljónum 1996 og jókst því um 153,9% á milli ára. Rekstrartekjur félagsins námu 1.667,4 milljónum króna en voru 1.155 milljónir árið áður. Rekstrargjöld voru 1.393,7 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld 273,5 milljónir. Eigið fé félagsins var í árslok 624 milljónir króna, eiginfjárhlutfall 29,64% og veltufjárhlutfall var 1,06. Ástæður góðrar afkomu má fyrst og fremst rekja til mikillar aukningar í vinnslu uppsjávarafla en í fyrra tók félagið á móti 72.000 tonnum af loðnu og síld. Þar af var fryst um 9.700 tonn á Rússlandsmarkað en árið 1996 voru ekki fryst nema um 2.500 tonn af loðnu og sfld. Áætlanir félagsins fyrir síðasta rekstrarár gerðu ráð fyrir hagnaði upp á 51 milljón króna og er afkoman því talsvert betri en gert var ráð fyrir. Leitin að „föður/móður" hins sameinaða sveitarfélags Hver átti hugmyndina? Eins og allir vita er búið að samþykkja að sameina Eski- fjörð, Neskaupstað og Reyðar- fjörð í eitt sveitarfélag og nú eru ekki nema rúmir þrír mánuðir þangað til sameiningin tekur formlega gildi. Vegna þessara merku tímamóta, þ.e. sameiningarinnar, þykir Austurlandi forvitnilegt að komast að því hver hafi fyrstur sett fram hugmyndir um samein- ingu þessara þriggja sveit- arfélaga. Vissulega dugar ekki að segjast hafa rætt þetta yfir kaffibolla við tengdó fyrir 35 árum heldur verður viðkomandi að hafa sett hugmyndina fram á prenti. Því hvetjum við alla sem einhverjar vísbendingar geta gefið um hver sé „faðir/móðir" Ai^etwiu t f Lelkfélag Fljótsdalshéraðs Leikfélag Fljóts- dalshéraðs er þessa dagana á fullu við æfingar á leikritinu: ,JÉg er hættur! Farinn! Ég er ekki með í svona asnalegu leikriti." Hluti af kynningu og markaðssetningu leikritsins fer fram á netinu og því hefur leikfélagið opnað heimasíðu. Á henni er meðal annars að finna upplýsingar um leikfélagið, eldri sýningar og leikstjóra „Ég er hættur! Farinn!", Guðjón Sigvaldason, ásamt ýmsu öðru. Slóðin er: http.//www.eldhorn.is/leikfljost Hljómflutn ingssamstæður Kiljur á ensku voru að Évrast Tölvubœkur: Exel 97 Internetið Windows '95, Word 7.0, Rússíbqnadiskurinn kominn aftur Neskaupstað S 477 1580 hins nýja sveitarfélags til að hafa samband við blaðið . Q$mMm^mmém ^fþlaesileqt úival iifsilkidamask- oqsathmímfatnaði. '"Cilvalið til bn'tdar- oq feimincjai-qjqta QÁfikid' úrval' afwqqiiscttum oq bamanímfatnadi ífalleqam mpnstnim. Œinn/fSíienýiir, kðddar, tepgjubk, handklaediP.m.fl. Q&érsaumum efiir máli Olferk/iim staji í ivmfit oq handkMft. Njálsgata 86 8 552 0978 Spurningakeppni í Atom Hin árlega spurningakeppni félagsmiðstöðvarinnar Atom í Neskaupstað fór fram dagana 18. til 23. febrúar. Keppninni var skipt í þrjá hluta. Undanúrslit sem fóru fram dagana 18. og 20. febrúar og úrslitakeppni sem var mánudaginn 23. febrúar. Keppnin fór þannig fram að keppt var milli bekkjadeilda í Nesskóla. Hvert lið þurfti að svara fjölþættum spurningunum, þ.á.m. hraðaspurningum, hlaupa- spurningum, tónlistarspurning- um og fleiru. Ásamt hinni hefð- bundnu spurningakeppni reyndu nemendur með sér í bolluáti. Þann 18. febrúar keppti 8. bekkur gegn 10. bekk og fóru leikar þannig að 10. bekkur vann með 28 stigum gegn 13. Föstu- daginn 20. febrúar kepptu lið 9. bekkjar EÁ og 9. bekkjar EK og unnu þeir síðarnefndu. Mánudaginn 23. febrúar var síðan úrslitarimman háð. Fóru leikar þannig að 10. bekkur vann með 34 stigum gegn 30 stigum 9. bekkjar. Keppnin var hnífjöfn og t.d. var staðan jöfn þegar ein vísbendingaspurning var eftir. Þeir sem skipuðu sigursveit 10. bekkjar voru þeir Jón Einar Jónsson, Jón Bjarnason og Björn Axel Jónsson og hlutu þeir rós og farandbikar að launum. Greinin var unnin af Helga Ólasyni og Þorbergi Inga Jóns- syni sem voru í starfskynningu hjá blaðinu. Tekið á í hlaupaspurningunum en þráttfyrir mikil átbk á köflum sluppu allir óskaddaðir. Ljósm. H.Ó./Þ.I.J. Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins, í samstarfi við Farskólann á Austurlandi, auglýsir námskeið fyrir starfsmenn sem vinna að málefnum fatlaðra og fólk í líkum störfum. Námskeiðið er 160 kennslustundir og skiptist námið í vor- og haustönn. Fyrri hluti námskeiðisins hefst þ. 30. mars og lýkur í fyrri hluta maí. Gert er ráð fyrir að kennsla seinni hluta námsins hefjist 21. sept. n.k. og henni Ijúki 23. okt. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Farskólanum á Austurlandi í Neskaupstað og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Egilsstöðum. Umsóknum skal skilað fyrir 15. mars n.k. Upplýsingar eru veittar í: Farskólanum á Austurlandi, sími 477-1620 og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, sími 471-1833

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.