Austurland


Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 1
Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskaröí MOLAR Árekstur í Fagradal Harður árekstur varð á vegin- um í Fagradal síðastliðinn mánudag. Lítill flutningabíll og fólksbifreið skullu saman, en mjög slæmt skyggni var vegna hríðarveðurs þegar slysið varð. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum þar sem gert var að meiðslum hans en hann marðist illa og skárst í andliti. Ökumaður flutningabílsins slapp betur en kvartaði þó um eymsli í hálsi. Farþegi í flutn- ingabílnum slapp ómeiddur. Langt frí um páskana Starfsfólk í frystihúsi Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga fær langt launað frí um páskana, eða 10 daga alls, en fyrirtækið hefur ákveðið að gefa öllum frí á launum þá þrjá daga í páskavikunni sem annars hefðu verið unnir. Að sögn Þorra Magnússonar, verk- stjóra í frystihúsinu, er þetta til komið vegna þess að staifsfólkið hefur staðið sig mjög vel í sfldar- og loðnu- vinnslunni í ár, en einnig átti hluti starfsfólksins inni frí- daga sem það hafði ekki nýtt sér í sfldinni og loðnunni. Ný saltílskverkun á Eskifirði I gær, miðvikudag, tók til starfa ný saltfiskverkun á Eskifirði. Eigendur eru þeir Unnar Björgólfsson og Garð- ar Eðvaldsson og fer vinnslan fram í húsnæði Sæbergs á Eskifirði. Til að byrja með starfa um átta manns hjá fyrirtækinu en þeir félagar eru með einn bát í föstum viðskiptum. Er það Þórir frá Hornafirði en hann erum 150 tonn að stærð. Þórir mun landa á Höfn en Haukur Sigfússon á Reyðarfirði mun keyra aflanum allt að því daglega á milli. Fallegastar á Austurlandi Keppnitt „Ungfrú Austurland“ fer fram í Valaskjálf laugar- daginn 21. mars n.k. og munu átta stúlkur taka þátt í keppn- inni að þessu sinni. Ein stúlka liefur bœst i hópinn frá því við sögðum frá keppninni í síðasta tbl. en það er Guðbjörg Halla Eyþórsdóttir, 21. árs, frá Fáskrúðsfirði. Aðrir keppendur eru: Iris Pálmadóttir, Hornafirði, Auður Jónsdóttir, Hornafirði, Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, Hornafirði, María Fanney Leifsdóttir, Neskaupstað, María Jónsdóttir, Neskaup- stað, Jóna Bryndís Eysteins- dóttir, Egilsstöðum, og Karó- lína Einarsdóttir, Neskaupstað. Ljósm. as Forstjóralaun í loðnufrystingunni á Eskifirði Mjög mikil vinna hefur verið hjá fiskverkafólki í fjórðungnum að undanfornu og hefur víðast verið unnið á tvískiptum 12 tima vökt- um þar sem loöna hefur á annaö borð verið fryst. Það vekur hins vegar mikla athygli hversu gífurlegur munur er á bónus- greiðslum en þær em langhæstar hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu SVN reyndust meðal- laun starfsfólksins í frystihúsum fyrirtækisins, sem útborguð vom í síðustu viku, vera um 86.000,- kr. fyrir fulla vinnuviku en allt að tæpurn 124.000,- kr. hjá starfsfólki Hraðfrystihúss Eski- Qarðar. Fyrir sömu vinnuviku vom laun starfsfólks Kaupfélags Fáskmðsflrðinga, að sögn Þorra Magnússonar verkstjóra, 75 til 85.000.- kr en nokkur launamun- ur var á milli vakta hjá fyrirtæk- inu vegna þess að önnur vaktin var eilitið lengri. Skýringar þessa mikla mismunar er fyrst og fremst að leita i mun hærri bónusgreiðslum hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar. í Neskaupstað og á Vopnafirði var s.l. haust samið um fastar bónusgreiðslur í loðnufrystingu og var samið um 260,- kr. á tímann í Neskaupstað cn 251.- kr. á Vopnafirði. Á Eskifirði hefur ekki verið samið um fastan bónus og er hann þvi afkastatengdur og sama fyrir- komulag er á Fáskrúðsfirði. Hjá Hraðfrystihúsi Eskiíjarð- ar hefur loðna vcrið fryst á tveimur stöðum; annars vcgar í frystihúsinu og hins vcgar hjá Eljunni. Talsverður munur cr á bónus á milli þessara tveggja húsa en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarðar reyndist meðalbónus hjá starfsfólki í Eljunni vera 635.- kr. á tímann en rétt tæpar 500.- kr. hjá þeim er unnu í frystihúsinu. Meðalbónús hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga var 212.- kr. en bónus hjá Sildar- vinnslunni, vegna loðnufrysting- arinnar, var 260,- kr. og 25 I.- kr. hjá Tanga á Vopnafirði. Mjólkursamlag áfram í Neskaupstað Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði hafa forsvarsmenn Mjólkursamlags Norðfirðinga unnið að því að undanförnu að safna nýju hlutafé upp á 10 milljónir króna, en að öðrum kosti stóð til að selja KHB á Egilsstöðum samlagið sem þá hefði verið úrelt og lagt niður. Nú er komin niðurstaða í þetta mál því tekist hefur að afla þeirra 10 milljóna króna sem að var stefnt. Stærsti hluti hins nýja hlutafjár, eða fjórar milljónir króna, er lagður fram af versl- unarkeðjunni Bónus en Mjólk- ursamlag Norðfirðinga hefur undanfarin misseri unnið og sér- pakkað súrmjólk fyrir Bónus. Þá leggur Bæjarsjóður Neskaup- staðar til eina og hálfa milljón en aðrir hluthafar minna. Að sögn Guðröðar Hákonar- sonar, stjórnarformanns MN, er nú verið að vinna að þeim breytingum og þeirri endur- skipulagningu sem kynnt var hluthöfum á auka-aðalfundi fél- agsins sem haldinn var á dög- unum, en Guðröður vonast til að nú hafi tekist að tryggja rekstur mjólkursamlagsins til frambúðar. Helgartilboð Kjötfars kr. 39i.- pr. kg. Saltkjötfars kr. 3921.- pr. kg. Paprikubúðincjur kr. 498.- pr. kg. Appelsínur kr. 98.- pr. kg. WC pappír 8 rúílur kr. 169.-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.