Austurland


Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 Austuriand Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgcfandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjöm Sigurðsson (ábm) S 4771383og8994363 Biaðamaður: Kristján J. Kristjánsson S 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgrciðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bœjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prcntun: Nesprent hf. Því fer fjarri að allt sé best á höfuðborgarsvæðinu Það er ótrúlega algengt að íbúar landsbyggðarinnar taki undir þann söng sem sífellt ómar um að allt sé best og hagkvæmast á höfuðborgarsvæðinu. Leiða má líkur að því að einmitt þessi söngur eigi sinn þátt í þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað. Vissulega er rétt að á sumum sviðum nýtur suðvesturhomið hagkvæmni stærðarinnar og einkum er það á sviði verslunar og vöruverðs, en ekkert fer á milli mála að í umræðunni eru lífsgæðin á höfuðborgarsvæðinu oft máluð allt of sterkum litum. íbúar á landsbyggðinni gera oft lítið af því að benda með skýrum hætti á kosti þess að búa úti á landi en um leið gera þeir oft mikið af því að taka undir þá dýrkun höfuðborgarsvæðisins sem einkennir þjóðmálaumræðuna. Það vakti verulega undrun síðastliðið sumar þegar niðurstöður könnunar Þróunarfélags Vestmannaeyja um kostnað við búsetu á nokkrum stöðum á landinu vora kunngjörðar. Flestir hafa ugglaust átt von á því að hagkvæmast væri að búa í Reykjavík eða í einhverju fjölmennu sveitarfélagi, en þvert á móti sýndi könnunin fram á að hagkvæmast væri að búa í Neskaupstað. Nú skal tekið fram að könnun þessi náði ekki til vöruverðs heldur til þátta eins og fasteignagjalda, sorpgjalda, rafmagnskostnaðar, holræsagjalda, leikskólagjalda o.fl. Einnig skal fram tekið að könnunin náði til sex sveitarfélaga víða á landinu, þ.á.m. Reykjavíkur og Akureyrar. Niðurstöður könnunarinnar hefðu vissulega átt að leiða til þess að ýmsir endurskoðuðu afstöðu sína til kostnaðar við búsetu í hinum ýmsu sveitarfélögum landsins, en staðreyndin er sú að upplýsingar á borð við þessar vilja fljótt gleymast í síbyljunni um gæði höfuðborgarsvæðisins. Nú um síðustu mánaðamót vakti það aftur undrun manna þegar upplýst var að leikskólagjöld væru ódýrust í Neskaupstað, en það var niðurstaða könnunar sem Neytendasamtökin, ASI og BSRB stóðu fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi niðurstaða hefði ekki átt að koma neinum á óvart sem á annað borð mundu niðurstöðu áðurnefndrar könnunar Þróunarfélags Vestmannaeyja frá því í sumar. Niðurstaða seinni könnunarinnar staðfesti einungis niðurstöðu þeirrar fyrri hvað leikskólagjöld áhrærir. Nú hafa verð- og kostnaðarkannanir í tvígang sýnt að boðið er upp á ódýrari þjónustu í Neskaupstað en í mörgum öðrum stærri sveitarfélögum. Vonandi hefur fólk tekið eftir þessum niðurstöðum og vonandi hafa þær haft þau áhrif að fólk sjái að verð á þjónustu er ekki ávallt hagstæðast í stærstu sveitarfélögunum. í reynd ættu niðurstöður kannananna að draga úr tali um ágæti alls fyrir sunnan. Staðreyndin er nefnilega sú að því fer fjarri að lífshamingjan eigi lögheimili á suðvesturhomi landsins. Um síðustu helgi var enginn hópleikur í gangi hjá Þrótti, því að nýr leikur byrjar hjá Islensk- um Getraunum um aðra helgi og ætlum við að vera samferða þeim í þeim leik. En um helgina gerðum við smá tilraun með „húskerfi“, það er einn seðil þar sem tipparar kaupa sér ákveðinn hlut í seðlinum og eiga sama hlutfall af vinningnum ef ein- hver verður. Nokkrir hópar og einstaklingar lögu í púkkið og varð seðillinn rúmlega 2600 raðir. Þnr valinkunnir tipparar fengu það hlutverk að tippa fyrir hönd hópsins, en því miður varð árangurinn frekar lélegur, aðeins Aðalfundur Félags eldri borgara á Norðfirði verður haldinn sunnudaginn 22. mars kl. 15.00 í Sigfúsarhúsi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Allir 60 ára og eldir eru velkomnir í félagið Kaffiveitingar Stjórnin Yður erfarió líkt ogfuglinum sem... snýr aftur, knúinnþörf til að seðja hungur sitt, til vatnsins og leirsins á jörðinni... Þennan fugl settt áður var íbúi himnanna, þrýtur afl til að hrista af sér byrðina setti íþyngir flekkuðum vœngjum hans og neyðist til að leita sér dvalastaðar í dustinu. $ # tvær raðir með 10 réttum. En það þýðir ekkert að gefast upp og við reynum aftur um næstu helgi. Þeir sem ekki vilja vera með tippa bara eins og venjulega á sinn hóp. Tveir hópar náðu 11 réttum um síðustu helgi og fengu um það bil 10.000 kr. hvor hópur. Þetta voru Tippverkur og Mamma og ég. En við bíðum enn eftir þeim stóra. Nýr hópleikur hefst eins og áður sagði um aðra helgi og stendur yfir í 10 vikur. Getraunaþjónusta Þróttar er opin föstudaga kl. 19- 21 og laugardaga kl. 10-13. Getraunanúmer Þróttar er 740. Tapað / fundið Tapast hefur símboði í Neskaupstað. Mikilvæg símanúmer geymd í minni símboðans. Finnandi vinsamlega haft samband í s. 477-1359 Geir Guðnason Daglegar ferðir Neskaupstaður s. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðartjörður s. 474 1255 Viggó $ V öruf lutningar (D477 1190 Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Ásta Björk Matthíasdóttir Fæðingardagur? 11. maí 1971 Fæðingarstaður? Akureyri Heimili? Kaupvangur 1, Egilsstöðum Núverandi starf? Ritari á lögmannsstofu Önnur störf? Framkvæmdarstjóri Ungfrú Austurlands 1998 og húsmóðir Fjölskylduhagir? Gift og á eitt barn Farartæki? Volkswagen Passat 1998 Uppáhaldsmatur? Lambakjöt Helsti kostur? Ákveðin Helsti ókostur? Leti á morgnana Uppáhalds útivistarstaður? Selskógur Hvert langar þig mest að fara? Grikklands Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi Áhugamál? Utivera og föndur Uppáhalds íþróttafélag? KA Uppáhalds tónlistarmaður? George Michael Fallegasti karlmaður sem þú hefur séð? Brad Pitt Hvað ætlarðu að gera um helgina? Vinna með fegurðardrottningunum er að þessu sinni Asta B. Matthíasdóttir, framkvæmdarstjóri Ungfrú Austurland 1998 S.G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.