Austurland


Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 3

Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 3 Uppskeruhátíð Blaksambands Islands var haldin í Reykjavík um helgina og komu Norðfirð- ingar þar talsvert við sögu. Besti leikmaðurinn í karlaflokki var valinn Emil Gunnarsson og efni- legasti leikmaðurinn Matthías Haraldsson. f kvennaflokki var Dagbjört Víglundsdóttir valin besti leikmaðurinn en efnilegasti leikmaðurinn var Jóhanna Gunn- arsdóttir, leikmaður með Völs- ungi á Húsavík. Þau Emil, Matthí- as og Dagbjört eru allt Norðfirð- ingar og hófu sinn blakferil í Neskaupstað. Karlalið Þróttar í Neskaup- stað lék um síðustu helgi við nafna sína úr Reykjavík og fór leikurinn fram syðra. Máttu hinir norðfirsku Þróttarar lúta í gólf í tvígang, 3-0 og 3-I en sigur í þessari einu hrinu dugði til að ná öðru sæti í deildinni og leika þar með við Stjömuna, sem endaði í þriðja sæti, í fjórð- ungsúrslitum. Hin liðin í fjórð- ungsúrslitum em Þróttur Reykja- vík, sem varð deildarmeistari, og ÍS sem varð í fjórða sæti. Kvennalið Þróttar N sigraði Þrótt Reykjavík 3-1 um helgina og enduðu norðfirsku stelpurnar í þriðja sæti í deildinni og leika því við ÍS, sem var í öðru sæti, í fjórðungsúrslitum. Deildar- meistarar í kvennaflokki varð lið Víkings en Völsungar náðu fjórða sæti og komust þar með í fjórðungsúrslit. Urslitaleikurinn í Bikar- keppni kvenna fer fram á laugar- daginn og leika þá lið Þróttar N og ÍS en þetta er í þriðja sinn í röð sem Norðfirðingar leika til úrslita í kvennaflokki. Fer leikurinn fram í íþróttarhúsinu í Austurbergi í Reykjavík og hefst klukkan 14. Austurland hvetur alla Austfirðinga, sem þess eiga kost, að mæta á leikinn og hvetja stúlkumar okkar til sigurs. Þess má geta að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni Sýn en þeim útsendingum ná Austfirðingar því miður ekki. Efnilegustu og bestu leikmennirnir með viðurkenningar sínar en það vekur athygli að i fjögurra manna hópi skulu 3 vera frá Neskaupstað. Aðalfundur Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað verður haldinn laugardaginn 14. mars 1998 kl. 13.30 í Egilsbúð Neskaupstað. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Neskaupstað 3. mars 1998 Stjórnin Aðalfundur Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað verður haldinn laugardaginn 14. mars 1998 kl. 13.00 í Egilsbúð Neskaupstað. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Neskaupstað 3. mars 1998 Stjórnin Eskfirðingar - Norðfirðingar - Reyðfirðingar! Fjarðalistinn veröur stofnaður í Valhöll Eskifirði þriðjudaginn 17. mars n.k. kl. 20:30, Allir sem vilja hafa áhrif á framtíð nýja sveitarfélagsins eru hvattir til að fjölmenna. Fjarðalistinn með frelsi einstaklingsins á félagslegum grunni Undirbúningshópurinn Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn laugardaginn 14. mars 1998 kl. 14.00 í Egilsbúð Neskaupstað. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillaga um breytingar á samþykktum 3. Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu þess, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Síldarvinnslunnar hf.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.