Austurland


Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 12.03.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 7 Konur í jakkafötum + karlar í kjólum = drag í Egilsbúð Síðastliðið laugardagskvöld var haldið Austurlandsmót í dragi. Um 130 manns mœttu til að berja herlegheitin augum og enn fleiri mœttu á dansleik með Sóldögg sem haldinn varað keppninni lokinni. Þar sem Ijóst er að ekki er hœgt að lýsa með orðum því sem fyrir augu bar þetta laugardagskvöldið er líklega best að láta myndirnar tala sínu ináli en Ijósmyndarar Austurlands voru að sjálfsögðu á staðnum. Ljósnt. Þ.P.S. / Krist. J. Krist Útvarpað frá bæjarstjórnarfundi á Seyðisfirði Mánudaginn 9. þ.m. hélt bæjar- stjómin á Seyðisfirði 1509. fund sinn. Dagskrá fundarins var með venjulegu sniði, en það má frétt- næmt teljast, að í fyrsta skipti var allri dagskrá fundarins út- varpað. Þessa framkvæmd ann- aðist ný útvarpsstöð sem heitir Útvarp Seyðisfjarðar og er rekin af félagsmiðstöð ungmenna staðarins, sem er til húsa í Herðubreið. Sent er út á FM 104 og tókst þessi frumraun mjög vel. A fundinum var m.a. lokið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1998. Það sem frá- söguverðast er af þessum bæjar- stjórnarfundi er það helst að ákveðið var að verja nokkuri fjárhæð, eða þremur milljónum, til rannsókna og borunnar eftir heitu og köldu vatni í fírðinum. Sveitarfélagið hefur fengið framlag frá Byggðastofnun til atvinnuþróunarverkefna að upp- hæð 5. millj. og verður tveimur millj. af því varið til þessa verkefnis, að viðbættri einni millj. frá bæjarsjóði. Vatnsbúskapur Seyðfirðinga er fremur frumstæður ennþá, því að hann byggist á yfirborðsvatni sem í nútímanum þykir ekki mjög fýsilegur kostur. Nú er unnið að því að fá hæfustu sérfræðinga í þessum efnum til aðstoðar við heimamenn í þessu þýðingarmikla verkefni. Það mun því draga til tíðinda, vonandi jákvæðra, strax á vordögum eða öndverðu sumri. J.J. GSM - GSM - GSM Nýir og notaðir GSM símar Ericson, Nokia, Motorola, Philips, Panasonic og fleiri GSM símar frá kr. 7000,- Tökum ódýrari síma upp í nýrri og dýrari. Greiðslukjör. Upplýsingar í síma 898 0726 GSM símar og fylgihlutir pí)^MÆUR MEÐ ... að allir fari að sjá „Ég er hættur! Farinn! Ég er ekki með í svona asnalegu leikriti“ sem sýnt er á Egilsstöðum þessa dagana... ... að fólk stilli á úivarp Verkó Aust, FM 101,7 sem nemendur Verkmenntaskólans í Neskaupstað standa fyrir nú í vikunni en sent verður út fimmludag til sunnudags frá kl. 13. - 24... x > ;si bókina „Þetta er allt að koma“ eftir Hallgrím ... að al Helgason ... að allir fari varlega í umferðinni, muni að nota öryggisbeltin og taki upp á þeim skemmtilega sið, til tilbreytingar, að fara í einu og öllu eftir almennum umferðarreglum... ... að á morgun föstudag segi allir, a.m.k. einu sinni, „ég elska þig“ við einhvem sem það á skilið að heyra... Fyrsti framboðslistinn Fyrsti framboðslistinn í nýju og sameinuðu sveitarfélagi á miðfjörðunum, vegna komandi sveitarstjómarkosninga í vor, liggur nú fyrir en það er listi sjálfstæðismanna. Fyrstu 11 sætin skipa: 1. Magni Kristjánsson, skipstjóri Neskaupstað 2. Andrés Elísson, rafiðnfræðingur Eskifirði 3. Jóhanna Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri Reyðarfirði 4. Hörður Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Reyðarfirði 5. Magnús Sigurðsson, verktaki Neskaupstað 6. Árni Helgason, forstöðumaður Eskifirði 7. Isak J. Olafsson, sveitarstjóri Reyðarfirði 8. Helgi Friðrik Kemp Georgsson, tölvuður Eskifirði 9. Guðrún Víkingsdóttir, hárgreiðslumeistari Neskaupstað 10. Heiðberg Hjelm, bóndi Eskifirði 11. Erla Vignisdóttir, húsmóðir Reyðarfirði Rauða kross deildin í Neskaupstað Sjálfboðaliðar óskast Um þessar mundir er verið að endurskipuleggja það neyðar- skipulag sem Rauða kross deildin í Neskaupstað vinnur eftir en hún hefur það hlutverk að skrá þá sem þurfa að yfirgefa heimili sín, veita þarf húsaskjól, mat og sálræna aðhlynningu þegar um stórslys eins og t.d. af völdum snjóflóða er að ræða. Þetta starf deildarinnar í Nes- kaupstað er allt unnið af sjálf- boðaliðum og nú með endur- skipulagningunni liggur fyrir að þörf er á fleiri sjálfboðaliðum. Því eru þeir sem áhuga hafa á að starfa með deildinni vinsamlega beðnir að setja sig f samband við Auði Hauksdóttur, Kolfinnu Þorfinnsdóttur, Svein Árnason eða Sigrúnu Geirsdóttur. Rauða kross deildin í Nes- kaupstað er ein af 51 deild Rauða kross Islands en deildirn- ar sinna félagslegri fjöldahjálp í skipulagi Almannavama ríkisins. Meðal annara verkefna deild- arinnar í Neskaupstað er rekstur sjúkrabifreiðar, í samvinnu við sjúkrahúsið, mannúðarstarf, skyndihjálparfræðsla o.fl.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.