Austurland


Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 19. mars 1998. 11. tölublað. Sírh^vari 878^1^ S^kíöaskáli s. 476 1465 amiðstöö Austurlanc i Oddsskaröi MOLAR Bruni í Fljótsdal Stórtjón varð snemma á mánudagsmorguninn síðast- liðinn þegar íbúðarhúsið að Víðivöllum ytri í Fljótsdal brann til kaldra kola, ásamt öllu innbúi. Þrennt var í húsinu þegar eldurinn kom upp, hjón ásamt 10 ára syni sínum. Tókst þeim að bjarga sér út úr brennandi húsinu á nærklæðunum einum en skömmu síðar varð mikil eldsprenging inni í húsinu. Það var reykskynjari í húsinu sem vakti íbúana og líklega hefur hann bjargað því að ekki varð manntjón í brunanum. Síldarflökun í Neskaupstað Þessa dagana er verið að flaka síld hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað en síldin hafði áður verið söltuð í tunnur í haust. Að sögn Har- aldar Jörgensen, verkstjóra hjá SVN, stendur til að flaka úr um 4.000 tunnum og verð- ur sfidin síðan seld til Sví- þjóðar og Finnlands. Nýjungar hjá KHB í síðustu viku var tekið í notkun nýtt tölvukerfi hjá Kaupfélagi Héraðsbúa en með því tengjast saman flestar deildir félagsins. Má þar nefna matvörubúðir á Egilsstöðum og Reyðarfirði, byggingavörudeildir á sömu stöðum, mjólkursamlag, aðalskrifstofu og Hraðbúðina (Essóskálann) á Egilsstöðum. Gerir þessi samtenging öll samskipti starfsmanna mun þægilegri og einfaldari auk þess sem öll tilboð verða samrýmd. Þá hefur KHB komið upp nýrri heimasíðu á Netinu en þar er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um fyrirtækið s.s. ársskýrsluna o.fl. Spurningakeppni framhaldsskólanna Kl. 16.00 í dag, fimmtudag, fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum upptaka á viður- eign Menntaskólans á Egils- stöðum og Menntaskólans í Reykjavík í spurningakeppni framhaldsskólanna. Austfirð- ingar eru kvattir til að mæta og styðja sitt lið. Þegar Austurlandfór íprentun stóð verkfall sjómanna ennþá yfir og ekki útséð um hvernig málum lyki. Á myndinni hér fyrir ofan eru, frá vinstri, Gunnar Ólafsson, sjómaður á Berki, Skúli Aðalsteinsson og Dagbjartur Gunnarsson, báðir á Barða. Þeir félagar voru að spóka sig á bryggjunni í verkfallinu og rœða stöðu mála. Með þeim á myndinni er tíkin Táta, verkfallsvörður sjómanna í Neskaupstað. Ljósm. Krist. J.Krist. Félaashyggjufólk í sameinuðu sveitarfélagi Stofnfundur Fjarðalistans Stofnfundur Fjarðalistans, fólks úr Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokki og óflokksbundinna, var haldinn síðastliðinn þriðjudag í Valhöll á Eskifirði. Þar var samþykkt að bjóða fram lista til komandi sveitarstjórnakosninga í nafni Fjarðalistans. Ennfremur var á fundinum kosin fimm manna uppstillingarnefnd sem gera skal tillögu að skipan framboðslista Fjarðarlistans og skal tillaga nefndarinnar lögð fyrir félagsfund til samþykktar eða synjunar. Þá var stjórninni falið að hafa yfirumsjón með stefnuskrárvinnu listans þar til kosin verði sérstök stefnuskrár- nefnd en hún verður væntalega kosin á félagsfundi þar sem listinn verður kynntur. I lögum Fjarðalistans, sem samþykkt voru á fundinum, segir m.a: „Markmið félagsins er að standa fyrir umræðu um málefni sveitarfélagsins og bjóða fram til sveitarstjórnar." Ennfremur segir: „Rétt til aðildar að félaginu eiga íbúar á starfssvæðinu [Eskifirði, Nes- kaupstað og Reyðarfirði] sem samþykkja stefnu þess og náð hafa 16 ára aldri." Á fundinum var einnig sam- þykkt stefnuyfirlýsing í 15 lið- um en þar segir m.a: „Fjarða- listinn byggir á hugsjónum um réttlátt samfélag þar sem jöfnuð- ur, jafnrétti og virkt lýðræði er í fyrirrúmi." Einnig segir þar: „Fjarðalistinn vill að gjaldtöku fyrir þjónustu sveitarfélagsins verði stillt í hóf' og „Fjarðalist- inn leggur áherslu á markvissa fjármálastjórnun hins nýja sveit- arfélags þar sem saman fari ábyrgð, festa en jafnframt áræði til nýrrar sóknar." Framboðsmál í nýju sveitarfélagi Þreifingar um sérframboð Eins og komið hefur fram í Austurlandi hefur Pétur Óskarsson í Neskaupstað verið að vinna að hugsanlegu sér- framboði vegna sveitarstjórna- kosninganna í vor. Samkvæmt heimildum blaðsins eru einnig þreifingar í gangi í „innbænum og miðbænum", þ.e.a.s. á Reyð- arfirði og Eskifirði. Einstaklingar á þessum stöð- um eru þessa dagana að kanna möguleika á framboði og hafa nöfn þriggja manna borið hæst í þessu sambandi. Eru það nöfn Þorvaldar Aðalsteinssonar og Sigurbjörns Marinóssonar á Reyðarfirði og Emils Thoraren- sen á Eskifirði. Blaðið hefur einnig öruggar heimildir fyrir því að þessir aðilar hafi verið í sambandi við Pétur Óskarsson í Neskaupstað og ekki er loku fyrir það skotið að hann sláist í hóp hina fyrrnefndu, ef af framboði þeirra verður. Kranakaup á Eskifirði Nýlega var keyptur nýr, stór og öflugur löndunarkrani á Eski- fjörð og kostar hann með steypt- um undirstöðum um 10 milljónir króna. Þá voru um leið keyptir nýir kranar í Hólmatind og Jón Kjartansson að verðmæti 5,5 milljónir króna og sömuleiðis fékk netagerðin á Eskifirði nýjan krana og kostaði hann um 2 milljónir króna. Það er því ljóst að þeir „miðbæingar" í nýju og samein- uðu sveitarfélagi geta heldur betur lyft sér upp á næstunni. UIU ORYGGI a öllum sviðum Helgartilboð Svmakótilettur kr. 998.- pr. kg SvmaLserisneiðar kr. 599.- pr. k<j Kjötfars kr. 39Z.- pr. kg Vínber blá kr. 2.98.- pr. kg Vínber rauð kr. 2.98.- pr. kg. Bóndabrie kr. 119.- stk. WC pappír 8 rúllur kr. 169. Klór 1.5 I. kr. 99. m 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.