Austurland


Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998 5 Kynnig á frumathugunum að snjóflóðavörnum Laugardaginn 21. og sunnudag- inn 22. mars fer fram kynning á niðurstöðum á frumathugunum að snjóflóðavömum fyrir Dranga- gilssvæðið í Neskaupstað. Það var vorið 1997 að Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen h/f (VST) var falið að vinna frumathugun að snjóflóðavöm- um fyrir Drangagilssvæðið,en þar verða fyrstu snjóflóðavam- arvirki í Neskaupstað reist sam- kvæmt framkvæmda- og rammaáætlun Umhverfisráðu- neytisins um uppbyggingu vama gegn ofanflóðum á Islandi. VST fékk Cemengraf í Frakklandi til samstarfs um verkefnið, en þar hafa um árabil verið stundaðar rannsóknir og veitt ráðgjöf varð- andi snjóflóð og snjóflóðavarnir. Verkfræðingamir Flosi Sigurðs- son og Gunnar Guðni Tómasson unnu mest að verkinu af hálfu VST en af hálfu Cemengraf Francois Rapin. Auk þess hafa landslagsarkitektamir Aðalheið- ur Kristjánsdóttir og Aslaug Traustadóttir unnið tillögur að mótvægisaðgerðum og skipulagi svæðisins umhverfis vamarvirkin. Á laugardag frá kl 13-19 og sunnudag frá 10-12 og 15-17 verður opið hús í fundarsal Egilsbúðar. Þar verða verkfræð- ingar frá VST, landlagsarkitekt- ar,fulltrúi Veðurstofu, fulltrúi frá Hönnun og Ráðgjöf, fulltrúi Snjofloöaæfing í Oddsskarði í síðustu viku var haldin viða- mikil snjóflóðaæfing í Odds- skarði en fyrir henni stóðu Al- mannavamir í Neskaupstað og Leitarhundasveit S.V.F.Í.. For- svarsmenn æfingarinnar voru þeir Guðbjartur Hjálmarsson í Neskaupstað og Oskar S. Jóns- son, svæðisstjóri Rauða krossins á Austurlandi. Mjög margir aðilar komu að æfingunni og má þar nefna: Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað, Björgunarsveitin Gerpir, lögregla, sjúkraflutning- amenn, Almannavamir í Nes- kaupstað og Reykjavík, Veður- stofan og Neyðarlínan. Úr austfirskum fréttum: Hvað heitir íslenska fyrirtækið, sem SVN, SR- mjöi og Samherji standa að, er keypti stóran hlut í ameríska fyrirtækinu Atlantic Coast Fisheries á dögunum? Saga: Hvað hét áróðursmeistari Hitlers? Dægradvöld: Hvað heitir nýjasta mynd Leonardo De Caprio? íþróttir: Hver varð fyrstur íslendinga til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum? Menning: Hver þýddi bókina Birting eftir Voltair? Fyrir börnin: Hvað heitir apinn hennar Línu Langsokks? Svör sendist til Vikublaðsins Austurlands, Hafnarbraut 4, pósthólf 75, 740 Neskaupstað og verða þau að hafa borist fyrir miðvikudaginn 25. mars. Samskonar getraun verður síðan áfram í næstu blöðum. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum á fjögurra vikna fresti. (verðlaun er geisladiskur að eigin vali frá versluninni Tónspil í Neskaupstað Framkvæmdasýslu ríkisins ásamt heimamönnum til viðtals um niðurstöður frumathugunar, skipulags á umhverfi, mat á umhverfisáhrifum, framkvæmda- áætlun, veðurfari ofl. og verður fundurinn eins og áður segir í fundarsal Egilsbúðar. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna á þá kynningu. Sunnudaginn 22. mars kl 13:00 verður síðan almennur kynningarfundur í Egilsbúð á niðurstöðum frumathugunar ofl. þáttum. Hönnum vefsíður fyrir fyritceki, # stofnanir og einstaklinga ELDSMIÐURIIMN Sími: 478-1600 webmQsfer@eldhorn.is Eldsmiðurinn - austfirskt 21. aldar fyrirtœki Að sögn Guðbjartar gekk æfingin mjög vel þó svo að ýmsir vankantar hefðu komið í ljós. „Það er jú einu sinni til- gangur svona æfinga að finna vankantana svo hægt sé að var- ast þá ef raunverulegt snjóflóð kemur“ sagði Guðbjartur í sam- tali við blaðið. „Snjófióðið" sem sett var á svið fyrir æfinguna var mjög stórt, eða 800 x 300 metrar og í upphafi var talið að 12 til 25 manns hefðu grafist í fönn en í ljós kom að þeir reyndust aðeins 8 og tókst að „bjarga" þeim öllum. Sigurður Ingvarsson Eiríkur Stefánsson Eskifirði Fáskrúðsfirði A að sameina verka- lýðsfélög á Austurlandi? MEÐ Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að víða um land er verið að sameina verka- lýðsfélög, því hlýtur fólk að spyrja hvort ekki séu einnig rök fyrir því að sameina verkalýðsfélög á Austurlandi. Skipulag verkalýðsfélaga á Austurlandi var rökrétt og eðlilegt á þeim tíma er þau voru stofn- uð. Það tók mið af landfræðilegum aðstæðum, erfiðum samgöngum og takmarkaðri samskipta- tækni, ásamt því að viðsemjendur voru að mestu í heimabyggð. Á síðustu áratugum hefur þjóðfélagið gjör- breyst, samgöngur á landi miklu auðveldari, sími er almenningseign, verkalýðsfélög eru flest með starfsmenn og skrifstofur félaganna búnar tölv- um og myndsendum sem gera öll samskipti auð- veldari. Félagar okkar gera þær kröfur til verkalýðs- hreyfingarinnar að hún hafi á hverjum tíma í fullu tré við samtök atvinnurekenda svo og öll þau öfl sem vinna gegn jöfnuði í þjóðfélaginu. Þær kröfur eru jafnframt gerðar að félögin bjóði upp á mikla þjónustu, þau hafi opna skrifstofu, bjóði upp á fræðslu, lögfræðiþjónustu, öfluga orlofs og sjúkrasjóði, svo eitthvað sé nefnt. Til að verkalýðsfélögin geti staðið undir þess- um kröfum þurfa þau að laga sig að breyttum aðstæðum. Hér á Austurlandi eru sextán stéttar- félög innan ASÍ og er samanlagður félags- mannafjöldi þeirra 3.347 manns. Við núverandi skipulag eru 16 manns í forsvari fyrir félögin, reknir eru 16 sjúkrasjóðir, 16 orlofssjóðir, gerðir eru 16 ársreikningar o.s.frv. o.s.frv., allir eru að gera það sama. Á sama tíma er ekki mannafli til að sinna fræðslumálum, heimsækja vinnustaði og vinna að kjara og réttindamálum á sameigin- legum vettvangi. Með sameiningu félaga verða færri starfs- menn bundnir yfir bókhaldi og símsvörun á skrifstofu, það gefur færi á því að sinna betur vinnustöðunum og taka meiri þátt í hinni sameiginlegu kjarabaráttu sem fer fram á vegum landssambanda og ASI. Á öllum sviðum þjóðlífsins eru gerðar kröfur um meiri gæði fyrir sama eða minna verð, þar geta verkalýðsfélögin ekki skorast undan. Ein leið til þess er sameining verkalýðsfélaga og tel ég hana eðlilega aðlögun að því þjóðfélagi sem við búum við. Sigurður Ingvarsson MÓTI Ég held að að mörgu leyti væri skynsamlegra að efla sjálf- stæði stéttarfélaga, auka þor þeirra og aðstoð við þau til að gera sjálfstæða samninga heima fyrir. Það er alveg ljóst að mörg stéttarfélög hafa á undanförnum árum náð að gera sérkjara- samninga heima fyrir og hefur það frumkvæði sem þar hefur átt sér stað hjálpað öðrum til að ná lengra og mætti þar af mörgu taka. Stéttarfélögin hafa verið að bera sig saman hvort við annað varðandi kaup og kjör og ýmislegt sem náðst hefur fram á hinum ýmsu stöðum, hefur svo færst yfir á næstu staði. Ég held að okkur væri nær að leggja niður og sameina eitthvað af þeim sérsamböndum sem við greiðum til því það er fáránlegt að halda því bákni gangandi og hljóða á sameiningu stéttarfélaga um leið. Ég las viðtal við Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitandasambandsins, og Jóngeir Hlina- son, framkvæmdastjóra vinnumálasambandsins, um sameiningu stéttarfélaga í Húnavatnssýslu. Atvinnurekendavaldið fagnaði sameiningu fél- aganna og óskaði þeim til hamingju og sagði að sameiningin væri fagnaðarefni fyrir atvinnurek- endur sem þyrftu þá að semja við færri aðila og auðveldara yrði við að eiga fyrir atvinnurekend- ur. Finnst mönnum það ekkert undarlegt að atvinnurekendur skuli fagna sameiningu stéttar- félaga með þeim hætti sem þeir gera, þeir sjá auðvitað að hinar ýmsu órólegu deildir innan verkalýðsfélaganna, sem erfitt hefur verið að eiga við við á undanfömum ámm, verða ekki lengur til staðar. Mergurinn málsins er að með sameiningu þá er frumkvæði þeirra sem hafa staðið sig vel þurrkað út og sama moðið látið ráða ríkjum. Sú sameiningarhrollvekja og hagræðingabrotsjór sem hefur riðið yfir þetta þjóðfélag, t.d. sameining fyrirtækja og sveitar- félaga með það að markmiði að fækka starfsfólki á eftir að koma fram þó síðar verði í auknu at- vinnuleysi. Sameingarúlfamir, sem vildu sam- eina allar úthlutunarnefndir atvinnuleysisbóta í hverjum landsfjórðungi á einn stað, hafa numið á brott þá þjónustu sem veitt var í hverju byggð- arlagi og gert atvinnulausu fólki mjög erfitt fyrir og hver voru rök þeirra? Spamaður, ekki betri þjónusta. í lokin þá vona ég að t.d. Verkalýðsfél- ag Norðfirðinga fái áffam að vera sjálfstætt stéttar- félag í friði fyrir gráðugum úlfum sameiningar- kjaftæðis því ég tel að samningsstaða verkafólks í Neskaupstað verði betri þannig. Eiríkur Stefánsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.