Austurland


Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998 Kílömetragjald af Ijósleiðaranum ekki afnumið Töluverð umræða hefur verið um ljósleiðaramál undanfarið og þykir mörgum kílómetragjald sem fslandspóstur rukkar fyrir afnot af þessari upplýsingahrað- braut ósanngjarnt fyrir lands- byggðina, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Þetta þýðir að fyrir- tæki á landsbyggðinni sem vilja nýta sér Ijósleiðarann þurfa að greiða stórar upphæðir fyrir af- notin meðan fyrirtæki í Reykja- vík þurfa að borga tiltölulega lítið. Dæmi um þetta er að ef ein- staklingur eða fyrirtæki í Nes- kaupstað vildi fara af stað með intemetþjónustu myndi leigugjald fyrir afnot af ljósleiðara vera allt að 1.5 millj. á mánuði en sambærileg tenging í Reykjavík gæti verið um 15.000 kr. Annað dæmi er að ef frétta- maður sjónvarpsstöðvar vildi senda 3ja mínútna frétt frá Egilsstöðum til Reykjavíkur gegnum ljósleiðarann myndi það kosta 22.793 kr. Þetta þýðir að sjónvarpsstöðvarnar, bæði RUV og Stöð 2 nýta sér sjaldan eða aldrei þessa þjónustu heldur treysta á flug til að koma fréttum til skila. Þetta þýðir oftar en ekki að fréttir komast ekki í loftið eins fljótt og þær þyrftu að gera, sem aftur þýðir að ef eitthvað „spennandi" gerist hér fyrir austan líður oft langur tími áður en það birtist í sjónvarpi. En skyldi eitthvað vera að gerast í þessum málum? A dög- unum lagði Hjörleifur Guttorms- son fram fyrirspurn um ljósleið- aramál á Alþingi og var hún eftirfarandi: ... fyrirspurn til hæstvirts samgönguráðherra um mismun- andi aðstöðu landsmanna til að nýta sér ljósleiðarann. Fyrir- spurnin er svohljóðandi: 1. Hvað veldur hárri gjaldskrá Landssímans hf. fyrir afnot af Ijósleiðaranum? 2. Hví er landsmönnum mis- munað eftir búsetu að því er varðar gjaldtöku fyrir aðgang að ljósleiðaranum? Samkvæmt upplýsingum frá íslenska útvarpsfélaginu hefur það greitt kílómetragjald fyrir afnot af ljósleiðaranum. Af þessu leiðir að því lengra sem merkið þarf að fara því hærri verður dreifingarkostnaðurinn á hvern íbúa eða áskrifanda. í svari samgönguráðherra, Halldórs Blöndal, kemur ákaf- lega lítið nýtt fram en þó viðurkennir hann þar að ákveðin mismunun sé til staðar, eða eins og hann orðar það: „Það má síðan til sanns vegar færa að landsmönnum sé mis- munað, ekki eftir búsetu heldur eftir því hvað þeir búa í stóru byggðarlagi. Þjónustuaðili á sviði fjarskipta eða sjónvarps er líklegur til að horfa í kostnað vegna ljósleiðarasambands sem hann þarf til að þjóna litlu byggðarlagi, þó að hann sé tilbúinn að leggja út í sams konar kostnað vegna stærra byggðarlags". í kjölfar fyrirspurnar Hjör- leifs og svars Halldórs komu nokkrir þingmenn í ræðustól og þar sagði Kristinn H. Gunnars- son m.a. „Ljósleiðarinn er eign hins íslenska ríkis. Það getur valið um að nota hann sem þjónustu- fyrirtæki landsmönnum til hags- bóta eða sem uppsprettu fjár- magns með því að gera arð- semiskröfur á þessa fjárfestingu. Undir forustu núverandi sam- gönguráðherra hefur síðari leiðin verið valin, að líta á ljósleiðar- ann sem uppsprettu arðs með því að gera kröfu um 15% arð af stofnfjárfestingunni á ári hverju, sem þýðir að Landsíminn þarf að græða um 600 millj. kr. á hverju ári til þess að standa undir fjár- Frá Heilbrigðisstofnuninni Neskaupstað Sérfræðiþjónusta Friörik Páll Jónsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, verður hér 23. til 27. mars nk. Guðmundur Arason, sérfræðingur í kvensjúkdómum, verður hér 29. mars til 4. apríl nk. Guðjón Haraldsson, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, verður hér til 22.mars nk. Tímopantanir í s, 477-1400 frá kl. 10-12 fyrlr hádegi Heilbrigðisstofnun í Neskaupstað festingunni miðað við þær skil- greiningar sem rikisstjórnin hef- ur falið fyrirtækinu að vinna eftir“. En skyldu einhver áform vera uppi um að afnema hið títt- nefnda kílómetragjald hjá Land- síma Islands? I svari við fyrir- spum frá Austurlandi um þetta mál segir orðrétt: „Það eru engin áform uppi hjá Landssímanum um að leggja niður kílómetragjald fyrir afnot af ljósleiðaranum enda væri það í andstöðu við tilskipanir Evrópusambandsins sem kveða á um að öll gjöld fyrir fjarskipti skuli vera í samræmi við til- kostnað“. Þannig er ljóst að þrátt fyrir að um stórt mál sé að ræða þá em engar breytingar fyrirsjáan- legar í nánustu framtíð. as húsnæði að Egilsbraut 11 Neskaupstað 'b^" & aos^ Tt\boð ösko^ Nánari upplýsingar hjá: Vátryggingarfélagi Islands hf., Eskifirði, Helgi Hálfdánarson, 0) 476-1272 ¥á])c$áy Ívtniíiviröir á 5ÓÖW vcröí ísletisk frAvnlciÖslA Hagur ehf. Kirkjubæjarklaustri sími 487-4650 og 852-9685 O Norðfirðingar-Norðfirðingar Almennur kynningarfundur á niðurstöðum frumathugunar á snjóflóðavörnum fyrir Drangagilssvæðið verður haldinn í félagsheimilinu Egilsbúð sunnudaginn 22. mars kl 13:00. Dagskrá: Bæjarstjóri setur fundinn og kynnir dagskrá hans. Verkfræðingar frá VST kynna niðurstöður frumathugana á snjóflóðavömum. Landslagsarkitektar kynna mótvægisaðgerðir og skipulag á umhverfi. Fulltrúi frá Hönnun og ráðgjöf fjallar um mat á umhverfisáhrifum. Fulltrúi frá Veðurstofu fjallar um snjóflóðavamarvirki. Fulltrúi frá Framkvæmdasýslu ríkisins fjallar um drög að framkvæmdaáætlun Almennar umræður. Norðfirðingar fjölmennið Bæjarstjórn Neskaupstaðar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.