Austurland


Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 8

Austurland - 19.03.1998, Blaðsíða 8
saltkjöt Ur.498,- pr.U^. ^RAmbow Ucx Ur.29íJ.*? Heilsuvörur í úrvali ^ a\\a daga frá k, l0.oo-iP ö ivít^ þvott^buft 1.5 U5. Ur.169.- Kmb^5ú11^5 |||f|| NESBAKKI S477 1609 og 897 1109 Elsta bæjar- og héraðsfréttablað landsins, stofnað 1951 Neskaupstað 19. mars 1998. Verð í lausasölu kr. 170. / vikunni sein er að líða voru starfsstúlkur SVN að hamast við að flaka síld sem í haust var söltuð í tunnur. Ljósm. Krist. J. Krist. Aðalfundur Síldarvinnslunnar Gluaaað í ársskvrsluna Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. milljónum árið áður en árið 1996 í Neskuapstað var haldinn s.l. laug- var það besta í 40 ára sögu þess. ardag. í ársskýrslu félagsins fyrir Samanlagður hagnaður þessi tvö árið 1997 kemur m.a. fram að ár, fyrir skatta, var því tæpur árið var félaginu afar hagstætt. einn milljarður króna. Meigin- hagnaður fyrir skatta var 494 skýringar þessarar góðu afkomu milljónir króna á móti 498 má rekja til hagstæðra skilyrða í Ofurvika menntaskólans Síðastliðinn mánudag hófst svokölluð Ofurvika í Mennta- skólanum á Egilsstöðum með opnunarhátíð í sal skólans. Ofurvikan er nýyrði yfir svo- kallaða opna viku sem haldin hefur verið í Menntaskólanum nokkur undanfarin ár. Að sögn Stefáns Boga Sveins- sonar, ritstjóra Pésans, mál- gagns nemenda Menntaskólans á Egilsstöðum, verður ýmislegt um að vera í skólanum í Ofur- vikunni. M.a. hefur skólinn fjárfest í útvarpssendi og verður Útvarp Andvarp sent út á FM 103.2 alla vikuna en ætlunin er að halda útvarpssendingum áfram þar til skólaárinu lýkur. Unnið verður í ýmsum smiðjum þar sem nemendur geta m.a. kynnt sér hönnun, sælgætisgerð, förðun, skraut- skrift, útvarpsþáttagerð og fleira. Ritnefnd skólablaðs ME verður að störfum alla vikuna og er hugmyndin að ákaflega virðulegt skólablað líti dagsins ljós einhvemtíman fljótlega. Hápunktur vikunnar voru tónleikar með Maus í gær- kvöldi kl. 9 og spurningakeppni framhaldsskólanna sem verður í dag kl. 4. Þar mætir ME sigur- vegurum síðustu ára, MR, í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og er öllurn frjálst að mæta og fylgjast með. Af öðrum dag- skrárliðum má nefna að vídeó- klúbbur ME stendur fyrir bíó- sýningu í kvöld þar sem Rocky Horror Picture Show verður sýnd. veiðum og vinnslu á loðnu, auk hagnaðar af sölu hlutabréfa sem keypt voru á árinu 1995. Heildarframleiðsla Síldar- vinnslunnar hefur aukist um 76% í magni á síðastliðnum tveimur árum en á síðasta ári var tekið á móti alls 178.000 tonnum af hráefni í fiskimjölsverksmiðju félagsins. Er þetta mesta magn sem ein verksmiðja hefur tekið á móti á einu ári frá því að veiðar til bræðslu hófust hér við land, eða um 11,5% af heildarbræðslu- afla landsmanna. Úthafssjávarfang Á síðasta ári keypti Síldar- vinnslan hf. hlut í Úthafssjávar- fangi ehf. ásamt SR-mjöli og Samherja og skiptist eignarað- ildin jafnt á milli félaganna. Hlutverk Úthafssjávarfangs er að halda utan um fyrihugaðar fjárfestingar erlendis og stjórna áframhaldandi könnun þeirra möguleika sem felast í þátttöku þessara fyrirtækja í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska erlendis. Hlutafé hins nýja félags var ákveðið 30 milljónir króna við stofnun þess. Úthafssjávarfang ehf. er þessa dagana í viðræðum við bandarískt fyrirtæki, „Atlantic Unglist í útvarpinu Undanfarið hefur Ríkisútvarpið á Austurlandi auglýst eftir ungu fólki á aldrinum 16-26 ára sem áhuga hefur á að koma fram í útvarpi. Meiningin er, að sögn Ingu Rósu Þórðardóttur, deildar- stjóra Ríkisútvarpsins á Austur- land, að setja upp listavöku með ungu fólki, þ.e. einstaklingum á aldrinum 16-26 ára. Þama mun ungu fólki gefast tækifæri til að koma list sinni á framfæri, en skilyrði fyrir þátttökunni, auk aldursskilyrða, em að efnið sem viðkomandi vill koma á framfæri henti til flutnings í útvarpi, þ.e. að um hljóðræna list sé að ræða. Einnig er farið fram á að verkið verði frumflutt við þetta tækifæri. Um samsetta dagskrá á sviði verður að ræða sem útvarpað yrði beint en reiknað er með að þetta verði kvöldþáttur á Rás 2. Ástæðan fyrir því að RUV-aust hefur þessa þáttagerð á döfinni er tíu ára afmæli sem stofnunin átti á síðasta ári. Frestur til að sækja um þátt- töku er til 27. þessa mánaðar og í framhaldi verður staðsetning og dagsetning ákveðin en vonast er eftir góðri þátttöku hjá ungum austfírskum listamönnum. Coast Fisheries" um kaup þess fyrmefnda á mjög stórum og ráðandi hlut í fyrirtækinu. „Atlantic Coast Fisheries" er alhliða fiskvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í kældum og frystum sjávarafla. Markaðs- svæði fyrirtækisins er fyrst og fremst i Bandaríkjunum en fél- agið er einnig með útflutning til Evrópulanda og er ársvelta þess á þriðja milljarð króna. Fjárfestingar Heildarjárfestingar Síldar- vinnslunnar hf. á árinu 1197 vom urn 1.158 milljónir króna en með sölu eigna og hlutabréfa em nettó fjárfestingar 947 millj- ónir króna. Stærstu fjárfestingar ársins vom áframhaldandi fram- kvæmdir við nýja fiskiðjuverið fyrir um 550 milljónir, endur- bygging Barkar fyrir um 330 milljónir, framkvæmdir í fiski- mjölsverksmiðjunni fyrir um 80 milljónir og framkvæmdir við umhverfi fiskiðjuvers og bræðslu fyrir um 40 milljónir króna. Á árinu störfuðu að meðaltali 360 starfsmenn hjá Sildarvinnsl- unni og námu heildarlaunagreiðsl- ur 1.023 milljónum króna. Meðallaun starfsmanna vom því rúmar tvær milljónir og 840 þúsund krónur. I árslok vom hluthafar 964 talsins og átti einn hluthafi meira en 10% hlutafjárins í félaginu, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað sem átti 21%. Á aðalfundinum var sam- þykkt að greiða hluthöfum 7% arð og jafnframt var stjóm fél- agsins endurkjörin. Stjórnina skipa: Kristinn V. Jóhannsson, formaður, Guðmundur Bjarna- son, Þórður Þórðarson, Halldór Þorsteinsson og Kristinn ívarsson. Slippfélagiö Málningarverksmiðja SÍMI: 588 8000 Nýsmíði úr stáli -SVN Vélaverkstæði S 477 1603

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.