Austurland


Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 26. mars 1998. 12. tölublað. Símsvari 878 1 4^74 Skíöaskáli s. 476 1 465 Skíöamiöstöö Austurlands í Oddsskaröi Öll eignfærð fjárfesting í hjúkrunarheimili Tæptega 9 miiljónum króna verður varið til bygginar nýs hjúkrunarheimilis á Fáskrúðs- firði í ár og er það nánast allt það fé sem áætlað er til eign- færðrar fjárfestingar hjá Búð- arhreppi í ár. Heildartekjur hreppsins eru áætlaðar I66 milljónir króna. Heimilin hættulegust Rúmlega 164 hafa farist í snjóflóðum á Islandi á þess- ari öld, þar af 64 á síðustu 24 árum. Flestir sem fórust voru á heimilum sínum og er þetta hlutfall öfugt við það sem gerist í öðrum löndum þar sem snjóflóðahætta er, s.s. í Frakklandi og Austun íki. Þetta kom meðal annars fram í framsöguerindum í Egilsbúð s.l. sunnudag þar sem fyrirhugaðar snjóflóða- vamir neðan Drangagils voru kynntar. Hárið á Héraði Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum hefur hafið æf- ingar á söngleiknum Hárinu. Um er að ræða leikgerð Baltasars Kormáks og Dav- íðs Þórs Jónssonar e. söngleik Gerorne Ragni og Jans Rado e. kvikmyndahandriti Paul Weller. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson og nýtur hann aðstoðar Margrétar Péturs- dóttur sem stjórnar söngæf- ingum. Milli 20 og 30 ein- staklingar munu taka þátt í sýningunni en ekki er Ijóst á þessari stundu hvenær frurn- sýnt verður. Nafnvalsnefndin skilar í næstu viku Nefnd sú sent auglýsti eftir tillögum um nafn á nýtt sveitarfélag Eskifjarðar, Nes- kaupstaðar og Reyðarfjarðar fer yfir framkomnar tillögur nú í vikunni og skilar þeim til sameiginlegrar nefndar sveit- arfélaganna þriggja í næstu viku. Að sögn Kristins V. Jó- hannssonar, formanns nafn- valsnefndarinnar, bárust all- margar tillögur að nafni en hann bætti við að nefndin hefði ekkert með valið að gera það yrðu kjósendur sem greiddu atkvæði um tillög- urnar í komandi kosningum. Síldarvinnslan hf. í vesturvíking I síðustu viku var gengið frá kaupum Úthafssjávarfangs ehf. á fiskvinnslustöð í New Bedford í Massachusetts. I kaupsamningn- um felast kaup á fiskvinnsluhúsi, tækjum og búnaði, viðskipta- samböndum og vörumerki og einnig nafni þess fyrirtækis sem annast hefur rekstur þessara eigna um árabil. Velta fyrir- tækisins hefur verið um 30 millj- ónir dollara á ári og hefur það verið rekið með hagnaði. Kaupin voru gerð af nýstofnuðu banda- rísku félagi sem heitir Atlantic Fisheries Corporation og er eignarhlutur Úthafssjávarfangs ehf. 80% í því. Kaup Úthafssjávarfangs, sem er í eigu Síldarvinnslunnar hf, Samherja hf., SR- mjöls hf. og Eignarhaldsfélags Alþýðubank- ans sem nýlega bættist í hluthafahópinn, markar ákveðin tímamót þar sem nú er í fyrsta skipti fjárfest í fiskvinnslu í Bandaríkjunum þar sem ætlunin er að nýta og vinna físk sem veiddur er í bandarískri fisk- veiðilögsögu. Sterkar vísbendingar eru nú sem benda til þess að upp sé að koma öflugur síldarstofn undan ströndum Nýja-Englands og á það sinn þátt í því að kaup þessi voru gerð svo og vegna þess að nauðsynlegt þótt að hafa aðstöðu í landi þar sem miklir möguleik- ar eru á þessu svæði fyrir íslensk fyrirtæki og þekkingu þeirra. Jens Eysteinsson, sem búsett- ur hefur verið í New Bedford um árabil, hefur verið ráðinn til að veita vinnslunni forstöðu en fyrirtækin, sem standa að Úthafssjávarfangi ehf., munu hvert um sig leggja fram starfsmenn til að vinna að ákveðnum verkefnum fyrir erlenda félagið. hreppti titilinn Fegurðardrottning Austur- lands var krýnd í 10 skipti síð- astliðið laugardagskvöld og var keppnin haldin ú Egils- stöðum. Það var íris Heiður Jóhannsdóttir, 21 árs görnul HornaJjarðarsnót, sem hreppti titilinn að þessu sinni. I öðru sceti varð Karólína Einars- dóttir, 17 ára frá Neskaupstað en hún var einnig kosin besta Ijósmyndafyrirsœtan. I þriðja sceti varð María Fanney Leifsdóttir, 17 ára frá Nes- kaupstað. Vinscelasta stúlkan, en hana kjósa keppendur sjálfir úr sínum hópi, varð Auður Jónsdóttir frá Höfn en það er systir Bryndísar Jóns- dóttur sem kosin var vin- scelasta stúlkan ífyrra. Eins og fram liefur komið tóku 8 stúlkur þátt í keppn- inni um titilinn Fegursta stúlka Austurlands 1998. Keppnin er liður í Feg- urðarsamkeppni Islands og sú fyrsta sem haldin er í ár. Stúlkurnar, sem urðu í 1. - 3. sœti, taka allar þátt í þeirri keppni sem haldin verður í vor í Reykjavík. Ljósm. as Eskifjörður, Neskaupstaður og Reyðarfjörður Fjórtánda stærsta sveitarfélag landsins Nýtt sameiginlegt sveitarfélag Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar verður fjórtánda stærsta sveitarfélag landsins í vor og það stærsta á Austurlandi með 3.333 íbúa í samræmi við samþykktir um sameiningu sveit- arfélaga. Stærsta sveitarfélagið verður Reykjavíkurborg og Kjal- ameshreppur með 107.205 íbúa en það minnsta Mjóafjarðar- hreppur með 27 íbúa. Nýja sveitarfélagið, sem manna á milli hefur gjarnan verið nefnt Austurríki, verður sem fyrr segir með 3.333 íbúa og það 14. stærsta á landinu. í 13. sæti er Skagafjarðarsýsla með 4.325 íbúa og er Akrahreppur þá ekki meðtalinn. Húsavíkurkaupstaður er 15. stærsta sveitarfélagið með 2.493 íbúa og í 16. sæti kemur svo Hornafjarðarbær, Bæjarhreppur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur með 2.466. Egilsstaðabær, Skriðdals-, Valla-, Eiða- og Hjaltastaðar- hreppur verður 20. stærsta sveit- arfélagið rneð 2.067 íbúa. Það kann að koma nokkrum á óvart að Vopnafjarðarhreppur verður nú fjórða stærsta sveitarfélagið á Austurlandi og 36. stærsta á landinu með 847 íbúa og fast á eftir kemur Seyðisfjörður með 800 íbúa. Samtals verða sveitarfélögin í landinu 124 með 272.064 íbúa. o 1 y j/-v nr* ikýf£.> á foi ynMvséum i/t 4f kf, ^útkut Í79 kiP, MMé ívá Ur*, ub ún&kU tm i&f kn « kr, kg. m 4771301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.