Austurland


Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1998 ÞRASAÐ VIÐ ÞOKUNA Nokkrir nemendur í œfingakennslu undir Mangótrjánum. er sérstaklega slæmt í Beira sem er 100 km í burtu. Einmitt vegna þess að þar er hreinlæti, sorp- hirðu og salernisaðstöðu mjög ábótavant. Faraldurinn er einnig kominn hingað í nánasta ná- grenni til Nhamatanda. Þetta er eitt af því sem nemendurnir munu berjast gegn. Ef þið sendið peningana hingað getið þið lfka verið viss um að stór hluti þeirra fer ekki í einhverjar skrifstofur og milliliði heldur beint til þeirra. Það er bú- ið að opna bankareikning í Lands- bankanum í Neskaupstað sem heitir „Menntun í Mósambík". Nr: 0168-05-63131 á kennitölu 240667-5769. Það er auðvitað engin kvöð að styrkja heilt verkefni ef fólk vill gefa minna og auðvitað er líka velkomið að styrkja fleiri en einn, það er endalaus þörf hér og ótrúlegt hvað verður mikið úr peningun- um. Ég tek það fram að samtökin sjá okkur fyrir öllu því sem við þurfum, þannig að við tökum ekki laun af þessum peningum. Þeir fara óskertir til góðra málefna í Mósambík. Kæru Austfírðingar! Ég vona að þið sjáið ykkur fært að stuðla að betra lífi og jafnvel bjarga mannslífum hér í Mósambík. Bréf og fyrirspurnir eru velkomin. Marta og Margrét Einarsdætur C.P. 485 Beira, Mocambique, Africa Fax: 2583353154 email: epfchi@zebra.uem.mz (á jama verði o? í Reykjavík) AIWA NSX - S1024.900,- AIWA NSX - S3039.900,- AIWA NSX - AV6549.900,- SONY37.900,- PHILIPS FW355C39.900,- PANASONIC SA-CH84M39.900,- \ Heyrnatól í miklu úrvali, ferðageislaspilarar, ferðatæki með geislaspilara, þúsundir titla af geisladiskum. Neskaupstað 0) 477 1580 Líklega er háhyrningurinn Kei- kó frægasti Islendingurinn sem nú er uppi og kannski sá frægasti síðan landið byggðist, að Snorra, Laxness, Jóni Arnari og Völu ógleymdum. Ég held að hann sé jafnvel enn frægari en Björk; a.m.k. hefur ekki heyrst að nein mannúðarsamtök hafi verið stofnuð í útlandinu í því skyni að koma henni heim til sín fyrir fullt og allt, hvað sem verður þegar tímar líða. Allt er mál Keikós hið merk- asta eins og gerst verður séð af því að það var hið eina sem ástæða þótti til að bera undir fél- aga Davíð landsföður í ríkissjón- varpinu okkar allt frá því að hann komst á sextugsaldurinn laust fyrir þorrakomuna, muni ég rétt, uns hann var króaður af inni í stúdíói til þess að ræða um Herra- nótt Menntaskólans í Reykjavík undir góulokin og segja ögn frá afrekum sínum á þeim vettvangi fyrir margt löngu. Hvað gengur eiginlega á? Er ekki hvalfiskur þessi orðinn Kani að allri hugsun og öllu inn- ræti? Mér skilst hann hafi verið fluttur tvævetur vestur um haf. Undur má hann hafa verið bráð- ger andlega muni hann þann hreppaflutning enn í dag, að lík- um jafnvel enn hvatari til vits- munaþroska en forfaðir vor Egill heitinn Skall-Grímsson er þver- vetur setti saman svo góðan kveðskap með kenningum rekn- um að honum fór ekkert að marki fram í skáldskaparlistinni eftir það, sé ekki því meira frá honum logið í sögu hans. Nú vill fólkið koma einstæð- ingi þessum og útlaga heim til Islands stranda í faðm fjölskyldu sinnar, frænda og vina, sem hann var hrifinn frá, næstum því í reifum, og góðhjartaðir menn vítt um Vesturálfu telja sannað af miklum sálfræðilegum lær- dómi, að hafi leitað hans með tárum um gervalla landhelgi vora og jafnvel víðar um höf í tuttugu ár og hann hafi að sama skapi borið sáran harm í hjarta sökum einstæðingsskapar síns og H0RNS0FAR 5 SÆTA LEÐUR HORNSOFI 215 X 215 119.000.- lORNSÓFI 215X265C/V 126.000.- KR. 6 SÆTA LEPURHORNSOFI 215 X 265 CM KR EKTA LEÐUR Á ÖLLUM SLITFLÖTUM. STERK CRIND - HÁTT BAK. ÞJÓNUSTA UM ALLT AUSTURLAND ! BEINN INNFLUTNINGUR. 0PI£> LAUCARDAG HKL.13-16. ólmarhf HÚSGAGNAVERSLUN REYÐARFIRÐI SÍMI 474 1170 ástvinaleysis allan þennan tíma. Um þennan íslands glataða son hefur verið fjallað af þvílíkri viðkvæmni að einna helst minnir á þá rómantísku stemmningu sem einatt var að hellast yfir íslenska hafnarstúdenta á 19. öld og lagði þeim í munn ódauðleg ástarljóð til sinnar eldgömlu ísafoldar, hins kaldfagra fróns er sól skein yfir á sumarvegi og glæsti gullrauðum loga, eins og löngu er orðið frægt í bókmennt- um vorum. Undur væri heimur vor góður hverju og einu kynkvendisbarni, sem á jörðinni fæðist, væru allir og alls staðar svona mannúð- lega, dýrúðlega og þar með hval- úðlega þenkjandi um veraldar- hringinn víðan. Einhver hlýlega og hvalúð- lega þenkjandi maður var að ýja að því í blaði ekki fyrir löngu að Keikó mundi orðið aðkallandi mál á að hitta gripi af veikara kyni sinnar tegundar og hafa þar af notalegheit ósmá svo og skemmtan allgóða. Þessi tilgáta er bæði fögur og hjartnæm eins og allir hljóta að átta sig á. Engu að síður er hér að ýmsu að hyggja og málið ekki eins einfalt og ætla má við fyrstu sýn. Eftir því sem fróðir menn kenna oss um hvalfiskanna lífshlaup mun Keikó nú þegar vera kominn á miðjan aldur, jafnvel að byrja að verða svolítið gamall og þótt hann hafi nú losnað við útbrot þau er hrjáðu hans líkama um sinn, og ég hugði í fávísi minni og forheimskan vera einhvers- konar auðlæknaðar unglingaból- ur, er hann engan veginn slopp- inn úr allri líkamlegri heilsufars- hættu ellegar andlegri. Þær fregnir las ég á prenti, ekki fyrir löngu síðan, að mjög algengt banamein bandarískra karlmanna á miðjum aldri og þar yfir stafaði af ofurátökum í ást- arleikjum, ekki síst í fanga- brögðum við sér miklu yngri konur. Margur er sá, samkvæmt þeim fræðum, sem sést ganga sín hinstu spor í þessari til- veru inn á snoturt mótel í fylgd íðilþe&ki- legrar ljósku á kyrrlátu kvöldi. Næstu spurnir sem menn hafa af viðkomandi töffara eru þær að hann liggur steindauður og berstrípaður á kærleiksbeðinum, áverkar engir sýnilegir, bana- mein: ofreynsla + geðshræring- ar: sem sé sprunginn af mæði m.m. Peningaveski hins burt- sofnaða liggur á gólfinu gerrúið fjármunum, kortum og öjlum þarflegum pappírum, ljóskah á bak og burt fyrir löngu, lfklega komin í annað borgarhverfi og orðin svarthærð. Fróðir menn um hegðan hval- fiska fullyrða að þeir stundi kyn- líf, ekki einungis til viðhalds stofn- inum eins og önnur dýr heldur sér til ánægjuauka og dægra- styttingar rétt eins og mannfólk- ið. Hér að auki bréfa þeir að sök- um vaxtarlags tegundarinnar sé skemmtan þessi einatt ýmsum örðugleikum háð og fylgi henni hið mesta staut og basl enda séu bægsli hvala lítt fallin til faðm- laga og þeim fylgjandi knosana. Ekki bætir úr skák að viðspyrna er lítil í vatnsskorpunni. Ætli Keikó sé ekki annars „farinn að stirðna í fínu hreyf- ingunum"? (eins og Bjartur í Sumarhúsum sagði við Úti- rauðsmýrarmaddömuna forðum) eftir tuttugu ára munklífi í búr- um sínum. Sé svo: Hvort eiga menn fullir hvalúðar þá fremur að leyfa honum að sálast í hljóðlátri elli í lauginni sinni vestra eða eiga það á hættu að hann sprengi sig við að reyna að gagnast ungri og fjörugri há- hyrningskú á íslandsmiðum, jafnvel þótt það sé trú ýmissa manna að þeir sem andast við slíka skemmtun deyi glaðir? S.Ó.P. bolir á börn og fullorðna ^Left2^^ flíspeysur V^ ^ á kr. 6.495.- Súnbúðin Hafharbraut 6, Neskaupstað Sími 477 1133 ^*»

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.