Austurland


Austurland - 26.03.1998, Side 6

Austurland - 26.03.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 26. MARS 1998 Fundur var haldin í bæjarstjóm Eskifjarð- ar 12. mars og var þar m.a. annars tekið fyrir eftirfarandi: Fjárhagsáætlun Eskifjarð- arbæjar og undirfyrirtækja var tekin til síðari umræðu og var hún samþykkt. Gert er ráð fyrir að heildartekjur kaup- staðarins verði rúmlega 185 millj. kr., þar af em útsvör tæplega 149 millj. kr. Stærstu útgjaldaliðirnir eru fræðslu- mál, almannatryggingar og félagshjálp og æskulýðs- og íþróttamál. Áætlaðar tekjur hafnar- sjóðs Eskitjarðar á þessu ári eru 43.5 millj. kr. en rekstrar- gjöld tæplega 19 mill.kr. Eignfærð fjárfesting er áætluð tæplega 40 millj. kr. og lán- taka 20 millj. kr. Rekstrartekj- ur hafnarsjóðs Eskifjarðar á síðasta ári vom 41.5 millj. kr. Samþykkt var að óska eftir tillögum frá Birni Kristleifs- syni um endurhönnum á bún- ingsaðstöðu íþróttahússins og samþykkt samhliða að fela formanni bæjarráðs og bæjar- stjóra að ræða við forstöðu- mann íþróttahússins um mál- efni þess. Samþykkt að fela bæjar- stjóra að senda formlega ósk til fjármála- og heilbrigðisráðu- neytis þess efnis að keyptur yrði læknisbústaður á Eskifirði. Samþykkt var að fela bæjar- stjóra og byggingafulltrúa að kanna kostnað við að kaupa og setja upp búnað til að sótt- hreinsa neysluvatn kaupstað- arins. Kynnt var greinargerð um málefni Síldarútvegsnefndar sem unnin hefur verið að Gunnari Vignissyni og Arn- grími Blöndahl, en þar er fjallað um llutning nefndar- innar til Eskifjarðar. Samþykkt að leyfa Hrað- frystihúsi Eskiljarðar hf. að breyta nýtingu á Strandgötu 14a og stækka húsnæðið en þar er áformað að koma upp nýrri aðstöðu til rækjuvinnslu. Bygginga- og skipulags- nefnd tekur jákvætt í umsókn verslunarinnar Byggt og flutt ehf. um leyfi til að starfrækja byggingavöruverslun í sölu- skála Olíufélagsins hf. Lögð var fram tillaga þess efnis að kannað verði hvort hagkvæmt sé að breyta félags- heimilinu Valhöll í hótel og hvað það muni kosta. Snjóvarnir Neskaupstað - Drangagil. Fyrirhugaður varnargarður og keilur - Ásýnd séð frá byggð. Lítil áhuyi íbúanna á snjóflóðavörnum Kynntar voru fyrirhugaðar snjó- flóðavamir í Drangagili í Nes- kaupstað á fundi í Egilsbúð á sunnudaginn. Varnirnar eru að- eins hluti af stærra dæmi og er áætlaður kostnaður við þær um 500 millj. króna. Aðeins tæplega 50 íbúar bæjarins sáu ástæðu til að koma á fundinn og hlýtur það að vekja upp þá spurningu hvort bæjarbúar séu almennt ekki meðvitaðir um þá snjóflóða- hættu sem hér er eða afneita henni. I fundarsal Egilsbúðar var komið upp afstöðuteikningum og ýmsum upplýsingum um snjóflóðavarnir og sátu verk- fræðingar, landslagsarkitektar og aðrir fyrir svörum um þessi efni. I stuttu máli má segja að í margra augum var sú mynd sem upp var dregin af vamargarði óskapnaður einn og skiptar skoðanir þeirra sem er máls tóku að framsöguerindum loknum um málið. Fimmtán eða 19 metra metra hár garður og 40 -50 metra breiður og 400 metra langur, frá suðvestur horni Hjallaskógar inn á mitt Jónstún er ekki fallegur en með tillögum landslagsarkitektanna er hægt að gera svæðið mjög aðlaðandi til útivistar með m.a. tengingu á nýtt íþróttasvæði. En garðurinn er fyrst og fremst vamarmann- virki og á að vera trygging fyrir því að sjóflóð frá Drangagili falli ekki á byggðina í miðbænum. í máli framsögumanna kom fram að Neskaupstaður væri sérstakur að því leyti að hér væru óvenju mörg hús/íbúðir á snjóflóða- hættusvæði. I þessu tilfelli væri um að ræða varnir fyrir um 170 eignir sem eru að endur- stofnverði tæplega tveir millj- arðar króna, en vamargarðar þeir og stoðmannvirki, sem kynnt voru, kosta 500-600 millj. króna. Eins og fyrr segir er byggðin neðan Drangagils þéttust en einnig verður hugað að vörnum neðan Tröllagils og við Nausta- hvamm en á þessum þremur stöðum er vitað með vissu um snjóflóð sem fóm í sjó fram á árunum 1884-1896, . Gangi þessar áætlanir eftir, þ.e.a.s ef bæjarstjórn og aðrir sem hlut eiga að máli, s.s. Ofan- flóðasjóður sem greiðir 90% af framkvæmdinni, samþykkja þessa áætlun þá ætti þessi garður að vera tilbúinn eftir 4 ár. Þeir sem vilja hafa enn tækifæri til að kynna sér umræddar tillögur. Þeir sem komu á fundinn voru áhugasamir um þœr upplýsingar sem fyrir lágu. Verkfræðingar, landslagsarkitektar, bœjar- tœknifrœðingur og bœjarstjóri gáfu fólki upplýsingar og fólk rœddi sín á milli um það sem fyrir lá. Ljósm. Eg. Inn á þessa Ijósmynd er búið að teikna 15 m. háan, 40 m breiðann og 400 m. langan varnar- garð. Ef að líkum lœtur er það þó frekar 19 m. hár garður sem um verð- ur að rœða því með honum má sleppa stoð- virkjum í Drangagili, sem eru ákaflega við- Italdsfrek og auka kostn- að. Símamynd frá VST. Nú í marsmánuði hafa tveir fundir verið haldnir í bæjarstjórn Neskaupstaðar og skal hér greint frá nokkrum þeirra mála sem um var fjallað: Til umræðu er að háðir verði landsleikir karla í handknattleik í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði í maímánuði n.k. I leikjunum mun landslið Islands etja kappi við Japani. Á fundunum kom fram að verið er að vinna að tillögum um vemdun vatnsbóla í Neskaupstað. Rætt var um hugsanlega stað- setningu á fjórum íbúðum fyrir fatlaða sem ráðgert er að reisa í Neskaupstað. Fram hafa komið þrjár hugmyndir um staðsetn- ingu: Við Mýrargötu, við Bakka- bakka og við Lyngbakka. Beðið er eftir niðurstöðu Húsnæðis- stofnunar ríkisins um byggingu viðkomandi íbúða. Bæjaryfirvöld í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði hafa í sameiningu skorað á stjórnvöld að stuðla að því að háhyrn- ingurinn Keikó verði fluttur til Eskifjarðar. Byggingarnefnd grunnskól- ans og sérstakur ráðgjafahópur hafa farið ítarlega yfir teikningar af viðbyggingu við Nesskóla. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga heQist strax í vor. Sameiningamefnd Eskifjarð- ar, Neskaupstaðar og Reyð- arfjarðar hefur haldið fjölmarga fundi og unnið að undirbúningi sameiningar sveitarfélaganna. Vinna nefndarinnar var til um- ræðu á bæjarstjómarfúndunum og er ljóst að góð eining ríkir um flest þau mál sem um hefur verið fjallað. Upplýst var að félagsmála- stjóri hefur staðið fyrir tveimur námskeiðum fyrir foreldra þar sem fjallað er um eðli unglinga- drykkju og vímuefnaneyslu. Voru námskeiðin undirbúin í samvinnu við gmnn- skólann og Foreldra- félag grunnskólans. Umhverfismálaráð og lög- regluyfirvöld hafa þingað sér- staklega um umferðarmál. Rætt er um að efnt verði til sérstaks umferðarátaks í bænum. Bæjarstjóm samþykkti fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Skíða- miðstöðvar Austurlands. Gert er ráð fyrir að Neskaupstaður leggi miðstöðinni til tæpar 4,3 milljón- ir kr. á árinu og er það framlag til reksturs og stofnkostnaðar. Á bæjarstjómarfundi þann 17. mars vom ijárhagsáætlanir bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja teknar til síðari umræðu. Voru allar áætlanir samþykktar með sex at- kvæðum bæjarfulltrúa meirihlut- ans en bæjarfulltrúar minnihlut- ans sátu hjá við afgreiðslu þeirra Þarna er um að ræða síðustu fjár- hagsáætlanir sem gerðar eru fyrir Neskaupstað.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.