Austurland


Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 26.03.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1998 dngaveltur J dag veUir itma QuðmundsdólUr vöngum á Eyjum hins eittfa vors. Það er gott að velta vöngum hér á Ensku ströndinni á Kanarí. Maður á fullt í fangi með að vera í fríi og svo þarf maður hvort sem er alltaf að vera snúa sér! Ég hef stundum haft á orði að hér sé stærsta og fjölmennasta elliheimili í heimi en mér líkar það bara vel í dag, kannski vegna þess hvað bilið milli mín og þeirra sem öðlast hafa lög- gildingu minnkar frá ári til árs. Nú er talið að hér séu um 2000 íslendingar enda gengur maður ekki marga metra í miðbænum svo maður heyri ekki ástkæra ylhýra málið og ísl- endingabarinn hjá Klöru er fullur kvöld eftir kvöld. Allir eru vinir eins og dýrin í skóginum og fólk sem rétt kastar kveðju hvert á annað í sinni heima- byggð kyssist hér og kjassast! Maður má reyndar vara sig á því að tala ekki hátt um næsta mann, hvað þá að gera að honum svolítið grín, því maður veit aldrei nema þar sé Islendingur á ferð. En við erum í raun hreint ótrúleg. Helst viljum við hafa allt hérna eins og heima, nema veðrið og verðlagið. Það má ekki sleppa bolludeginum, hvað þá sprengideginum en þann dag var svo fullt á barnum hjá Klöru að hleypa þurfti inn í saltkjótið og baunirnar í hollum og Örvar spilaði á nikkuna: Fram í heið- anna ró! Ferðaskrifstofurnar halda sérstakar Islendingahátíðir og þorrablót og það er gert mikið í því að halda þjóðernisvit- undinni vakandi. Morgunleik- fimin er jafnvel á sínum stað og stundum er spiluð framsóknar- vist! Hérna kynnist maður fljótt og vel og allavega er það svo með mig að mér hefur alltaf fundist að landsbyggðarfólk sé hér í meirihluta. Það er kannski ekk- ert skrýtið því það er allt að flytja suður. „Hvaðan eruð þið" spurði konan á næsta bekk við okkur í garðinum á Teniquia og hún bætti við „Ég er frá Siglu- firði". „Við erum frá Neskaup- stað", sagði ég „kommar frá Litlu Moskvu". „Þetta líkar mér að heyra", sagði konan „maður á að koma til dyranna eins og maður er klæddur". Það var mér nú ekki svo erfitt í þessu tilfelli því fatnaðurinn var ein lítil bikinibrók. Og konan hélt áfram: „Eg er líka kommi og Sigga systir líka". Þarna hófust sem sagt góð kynni á þessari ósköp hversdagslegu spurningu, hvað- an eruð þið? Hreint ótrúlegt karnival með miklum sýningum hefur staðið hér yfir. Þessu fylgir mikill mannfjöldi og hávaði og oft á tíðum er erfitt að komast leiðar sinnar. Þessum hátíðarhöldum lauk með heljarmikilli skrúð- göngu þar sem þúsundir gengu um göturnar í þeim skrautleg- ustu og fáráðlegustu búningum sem ég hef á ævi minni séð en svo sannarlega glöddu þeir aug- að. Flugeldasýningin var frábær, ekkert svo sem betri en hér heima á Neistaflugi eða á gamla- árskvöldi, að pálmunum undan- skildum sem skutust upp í loftið í sýningarlok, svona rétt til að minna á hvar við vorum stödd, ef einhver slkyldi hafa gleymt því. Sagt er að karnivölin séu gósentíð allra þjófa og uppáhaldsskemmtun allra klæða- skiptinga, þeir komi meira að segja frá meginlandinu til að vera á þessari hátíð. Víst er að klæðnaður klæðaskiptinganna og/eða dragdrottninganna var meiriháttar og hef ég aldrei séð annað eins. Þótt viðdvöl íslendinga hér sé tímabundin, oftast 3-4 vikur, eru hér landar sem hafa hér búsetu allt að hálft árið. Það gæti ég ekki nema að hafa með mér Sundlaug Neskaupstaðar Sundlaugin opnar á morgun, fbstudaginn 27. mars og verður opin til 1. júní sem hér segir: Mánudaga - föstudaga 06.45 - 09.00 og 16.00 - 20.00 Laugardaga og sunnudaga / / 10.00-18.00 -U Forstöðumaður tölvu og vera nettengd. Nema þá að íslenska ríkið væri búið að koma hér upp góðu bókasafni því þótt ég fari aldrei í ferðalög án þess að hafa með mér a.m.k. eina ljóðabók og annað sem til fellur þá kvelst ég hér af les- málsleysi. Það fást að vísu hér reyfarar á flestum tungumálum en einhvernvegin er það svo að mér finnst þeir aðeins vera til að grípa til í algjörri neyð. Tvær lesbækur Moggans eru nánast gatlesnar og þær hafa verið mér tilefni til vangaveltna að undan- förnu. í þeim eru mörg ljóð eftir marga höfunda, húsmæður í Reykjavík, Vestmannaeyjum og Svíþjóð, kennara í Stykkishólmi og Þórshöfn og svona mætti lengi upp telja. Þessi ljóð les ég alveg í botn, aftur og aftur þótt þau séu ekki ljóð í mínum hefðbundna skilningi og hefðu einhvertímann verið kölluð atómljóð. Eftir lestur þeirra, ekki bara núna heldur alltaf, held ég að allir geti skáldað og eftir að ég las líka í Mogganum hverjir fá „skáldalaun" í ár, er ég alveg viss. Stundum er ort undir áhrifum en oftar ekki. Fyrst hélt ég að yrkja undir áhrifum þýddi að fólk væri hífað eða vel kennt en nú veit ég að svo er ekki. Alla vega var ég bláedrú á nektar- nýlendunni þegar mér datt þetta í hug: Strípalingarnir á ströndinni eru ekki úr plasti eins og þeir sem ég lék mér aldrei með í gamla daga. Loðnutorfurnar eru misþéttar eftir aldri - svona rétt eins og síldar- torfurnar og kviðsvið karlanna missíð og þau verða ekki í askana látin. Þegar hér var komið sögu var ég alvarlega farin að hugsa um að sækja um skáldalaun og umsóknina sendi ég daginn eftir þegar ég sat út á svölum og úr pennanum hristist þetta: Konan í næstu íbúð dró gluggatjöldin frá og speglaði sig nakin í glerinu. Gluggaþvottamaðurinn brosti þegar hann skvetti úr vatnsfötunni á rúðuna og konan dró fyrir. Heima beið mín bréf þar sem umsókn minni um skáldalaun í ár var hafnað, ég verð því bara að láta mér nægja að skrifa vangaveltur af og til. (Skrifað á Kanarí fyrir hálfum mánuði en birtist fyrst nú, þar sem ritstjórinn gat ekki lesið skriftina mína! Eg.) Fermingar á Pálmasunnudag og Skírdag Reyðarfj arðarkirkj a Pálmasunnudagur 5.a príl Bóel Jóhannesdóttir Heiðarvegi 23b Gunnhildur Rán Stefánsdóttir Holtagötu 3 Hafliði Hinriksson Réttarholti 1 Hreinn Erlingsson Hjallavegi 4 Logi Steinn Karlsson Austurvegi 7 Margrét Guðríður Óskarsdóttir Vallargerði 10 Ólafur Gunnarsson Hæðargerði 7 Vilhelm Henriksen Bakka Ásta Hulda Guðmundsdóttir Stekkjargrund 4 (fermist í Rvfk.09/04) Eskifjarðarkirkja Skírdagur 9. apríl Aðalsteinn Valdimarsson Túngötu 4 Ásta Sif Jóhannsdóttir Dalbarði 2 Dagný Ómarsdóttir Hátúni 23 Davíð Brynjar Sigurjónsson Fögruhlíð 13 Eiríkur Þór Hafdal Þórarinsson Fossgótu 3 Fannar Hafsteinsson Bleiksárhlíð 2 Friðjón Magnússon Strandgötu 3c Friðrik Karl Friðriksson Bleiksárhlíð 15 Guðjón Blöndahl Arngrímsson Bleiksárhlíð 65 Guðni Þór Jósepsson Steinholtsvegi 4 Hermann ísleifsson Bleiksárhlíð 49 Hrannar Helgi Steingrímsson Bleiksárhlíð 38 Karen Sigurðardóttir Eskifirði Karl Stephen Stock Lambeyrarbraut 4 Oddný Erla Bj. Jóhannsdóttir Kirkjustíg 2 Ragnar Sigurmundsson Lambeyrarbraut 10 Regína Thorarensen Fífubarði 7 Sturla Halldór Kristjánsson Svínaskálahlíð 7 Tinna Árnadóttir Hlíðarendavegi 7 Valgeir Magnússon Strandgötu 71a Prestur séra Davíð Baldursson Norðfj arðarkirkj a Pálmasunnudag 5. apríl Davíð Gunnarsson Urðarteigi 25 Halldór Hermann Jónsson Mýrargötu 5a Hrefna Rún Vignisdóttir Blómsturvöllum 24 Anna Hlíf Árnadóttir Nesbakka 3 Hjalti Hjálmarsson Hólsgötu 6 Sóley Þórðardóttir Skorrastað 4 Erla Egilsdóttir Miðgarði 1 Kristín Ella Guðmundsdóttir Starmýri 2 Ævar Unnsteinn Egilsson Nesbakka 19 Jónína Rakel Sigurðardóttir Sæbakka 15 Ninja Ýr Gísladóttir Hrafnsmýri 2 Eiríkur Eyðunsson Símonsen Nesbakka 21 Prestur séra Þorgrímur Daníelsson Hönnum vefsíöur fyrir fyritœki, stofnanir og einstaklinga ELDSMIÐURINN Sími: 478-1600 webmaster@eldhorn.is

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.