Austurland


Austurland - 02.04.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 02.04.1998, Blaðsíða 1
48. árgangur Neskaupstað, 2. apríl 1998. 13. tölublað. Símsvari 878 1 474 Skíöaskáli s. 476 1465 Skíðamiðstöð Austurlands í Oddsskarði Gísli Sverrir efstur Gísli Sverrir Árnason var efstur í prófkjöri Kríunnar í Austur-Skaftafellssýslu sem fram fór s.l. laugardag. Alls kusu 194 í prófkjörinu og var kosning í 5 efstu sætin bind- andi. Sem fyrr segir var Gísli Svemr efstur en hann nlaut sannkaliaða rússneska kosn- ingu, samtal 189 atkvæði af 194, þar af 150 atkvæði í l. sæti. í öðru sæti var Eyjólfur Guðmundsson með samtals 169 atkvæði, Sigrún I. Svein- björnsdóttir var í 3. sæti með 157 atkvæði, Þorbjörg Arn- órsdóttir í fjórða sæti með samtals 170 atkvæði og Kristín Gestsdóttir í 5. sæti með 124 atkvæði. Hólmaborgin hæsta loðnuskipið Hólmaborgin SU er alla- hæsta loðnuskipið á þessari vertíð sem er að ljúka með tæplega 47.000 lestir. Skipið er búið með kvóta sinn og mun á næstu dögum fara til Færeyja í slipp. Þar fer fram reglulegt viðhald á skipinu auk öxuldráttar. Guðrún Þorkelsdóttir SU er í slipp á Akureyri þar sern m.a verður gert við skemmd- ir sem urðu á skipinu þegar Öm KE sigldi á það í fyrra. Skipið er væntanlegt heim fyrir páska. Af Jóni Kjartanssyni SU, sem er í Póllandi er það að frétta að gott þykir ef skipið kemur heim um næstu mán- aðamót. Guðmundur kanslari í Austurríki? Guðmundur Bjamason, bæj- arstjóri í Neskaupstað, verður væntanlega bæjarstjóraefni Fjarðalistans í komandi sveit- arstjórnarkosningum. Heim- ildir blaðsins herma að Srnári Geirsson, kennari í Neskaup- stað, Elísabet Benediktsdóttir, forstöðumaður á Reyðarfirði, og Ásbjörn Guðjónsson, bif- vélavirki á Eskifirði, verði í efstu sætum listans. Stefnt er að því að kynna listann á félagsfundi strax eftir páska Margir sem nú sitja í sveit- arstjórnum gefa ekki kost á sér. Fjarðalistinn hefur sótt um listabókstafinn F. „Þú getur kallað okkur síðustu Móliíkanana“, sögðu þeir Siggi Ölvers, Hjörtur Arnfinns og Óli í Holti í smábátahöfninni í Neskaupstað á sunnudaginn, en þar voru þeir ásamtfleiri trillukörlum að huga að bátum sínum. „Þetta er allt að fara til undskotans og trillukarlar deyjandi stétt“ .Ljósm. Eg. Verður kaupfólagshúsið að Itóteli? Undanfamar vikur hefur Ferða- málafélag Neskaupstaðar, ásamt nokkmm öðrum aðilum, skoðað möguleilca á rekstri heilsárs hótels í Neskaupstað. Möguleik- inn, sem nú er til athugunar, er að breyta gamla kaupfélagshúsinu að Hafnarbraut 2 í fullkomið hótel. Fmmathugun hefur þegar farið fram ásamt því að kostn- aðaráætlun hefur verið gerð og er áætlað að framkvæmdin kost alls um 80 til 100 milljónir króna. Miðað við þær hugmyndir, sem eru uppi á borðinu í dag, yrði hótelið á þremur efstu hæðum hússins. Á annarri hæði yrði móttaka og veitingasalur ásarnt herbergjum og aðstöðu fyrir fatlaða. Einnig kemur til greina að nýta veitingasal hótelsins sem almennt kaffihús fyrir íbúa staðarins til jafns við ferðamenn og gesti hótelsins. Gert er ráð fyrir að klæða húsið með álklæðningu og einangra það. Einnig yrði þakið rifið og byggð ný hæð ofan á þar sem yrðu 10 herbergi og svíta. Miðhæðin yrði einnig algerlega tekin undir herbergi. Með þessu skapast alls 43 gistirými í 24 herbergjum en öll herbergin munu vera með baði, síma og sjónvarpi. Á föstudaginn verður haldinn fundur þar sem hagsmunaaðilar og þeir sem komið hafa að málinu fram að þessu munu mæta og kynna málið og er það von manna að í framhaldi af þeim fundi verði stofnað félag um rekstur og uppbyggingu hótels. Helmlngi minni afli í februar Um helmings minni afli barst á land á austfirskum höfnum í febrúar s.l. miðað við sama mán- uð í fyrra. Samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskifélags íslands bárust tæplega 118 þús. lestir á land í febrúar 1998 en 225 þús. lestir á sama tíma í fyrra. Mestu munar þama að sjálfsögðu um loðnuna sem ekki var veidd m.a. vegna verkfalls sjómanna. Ef bomar em saman tölur um landaðan afla á austfirskum höfnum nú og í fyrra kemur í ljós að nánast allsstaðar er um helmings minnkun eða meira að ræða. I febrúar 1997 var landað á Eskifirði og í Neskaupstað um 45 þús. lestum en í ár tóku þessir staðir á móti 22 þús. og 16 þús. lestum. Heildarafli landsmanna í febrúar var rúmlega 215 þús. lestir en var í febrúar 1997 rúmlea 508 þúsund lestir. Hvað á barnið að heita? Einn og sami maðurinn sendi nafnvalsnefndinni yfir 200 til- lögur um nafn á nýtt sveitarfélag Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar. í sjálfu sér eru nöfnin sem hann sendi að stofni aðeins 13, en endingamar eru mismunandi. Nefndin hefur nú farið yfir og flokkað tillögumar en þátttaka var mjög góð og hef- ur nefndin úr nógu að moða. Við getum betur Við getum betur, er nafn á ráð- stefnu um forvarnir á Austur- landi, ætluð íbúum á svæðinu frá Breiðdalsvík til Vopnafjarð- ar, sem verður haldin á Reyðar- firði 24. apríl n.k. Ráðstefnan er liður í verkefninu ísland án eiturlyfja 2002 sem er samstarf- sverkefni ríkisstjórnarinnar, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og ECAD sem úrleggst Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum. Heimamenn munu sjá um skipulagningu ráðstefnunnar og er undirbúningshópur þegar að störfum. Á ráðstefnunni munu heimamenn flytja erindi svo og fulltrúar verkefnisstjórnarinnar, Þórlindur Þórlindsson, prófess- or, og Dögg Pálsdóttir, sem er formaður verkefnisstjómarinnar. Ráðstefnan er ætluð almenn- ingi og eru alþingis- og sveitar- stjórnamienn sérstaklega hvatt- þir til að mæta. Þá eru það til- mæli til vinnuveitenda að gefa fólki tækifæri til að sækja ráð- stefnuna í vinnutíma sínum. Fáskov«55lti frá NáA~Síríws á fílWlH! Þ&u eru d&ijrarf i McUlni&bifií Allc í páskamatiim á tilboði: Hanpikjöty svínakjöt ofL 1 m 477 1301

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.