Austurland


Austurland - 02.04.1998, Blaðsíða 2

Austurland - 02.04.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1998 Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Utgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritncfnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Aðalbjörn Sigurðsson (ábm) 8 4771383og8994363 Blaðamaður: Kristján J. Kristjánsson 8 477 1284 og 854 8850 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 8 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður 8 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og hönnun: Austurland Prentun: Nesprent hf. Um læknamál á Austurlandi Enn einu sinni er komin upp umræða um erfiðleika við að manna stöður heilsugæslulækna á Austurlandi. Víða er pottur brotinn í þessum málum og t.d. sinnir einn læknanemi nú starfi læknis á Eskifirði og Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði er læknirinn kominn í fjögurra vikna frí án þess að náðst hefur að finna mann til að hlaupa í skarðið. Á símsvara læknisins á Fáskrúðsfirði segir meðal annars: „...ég verð burtu næstu fjórar vikurnar allavega. Á meðan vona ég að hér verði einhver læknir. Allavega vona ég að læknir komi hingað í næstu viku. í bráðatilfellum er hægt að leita til lækna hér í nágrannabyggðarlögum ef einhverjir eru. Síðan er hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing í dagvinnutíma á heilsugæslustöðinni. Einnig er hægt að reyna heimasíma ... Eg vona að einhver leysi mig af meðan ég er í burtu. Sjáumst heil“. Þessi skilaboð til þeirra sem verða svo óheppnir að veikjast á Fáskrúðsfirði og í nágrenni segja allt sem segja þarf um ástandið sem nkir í læknamálum víða á Austurlandi. Annars er staðan í læknamálum á svæðinu eftirfarandi: Á Höfn eru 2 læknar og eru báðar stöðurnar mannaðar. Hinsvegar er mat mann að þessar stöður þyrftu að vera þrjár og verið er að leita eftir stöðuheimild. Á Djúpavogi er enginn fastur læknir en heilsugæslu þar er sinnt af læknum í Grafarvogi sem koma til skiptis. Á Fáskrúðsfirði er fastur læknir sem, eins og áður hefur komið fram, er í veikindaleyfi og ekki tekist að fá mann til að leysa hann af að fullu. Á Eskifirði og Reyðarfirði er einn læknanemi og verið er að leita eftir manni. Á Vopnafirði er aðeins einn læknir en stöðugildin þar eru tvö. Á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Neskaupstað er ástandið eftir því sem best er vitað eðlilegt. Það er eðlileg krafa okkar á landsbyggðinni að heilbrigðis- þjónusta verði tryggð. Það er algerlega óþolandi að á ákveðnum svæðum, ef upp komi veikindi, þurfi fólk að ferðast byggðarlaga á milli til að leita sér aðstoðar. Vandamálið er jú auðvitað að þegar veikindin eru komin upp þá á fólk ekki auðvelt með að leggja upp í langferð. Þó má segja að eitthvað sé að birta til í þessum málum. í kjölfar niðurstöðu kjaradóms um laun lækna er hægt að fara að byggja upp heilsugæslu á landsbyggðinni. Þar er m.a. tryggt að áfram skuli laun lækna á landsbyggðinni vera hærri heldur en á höfuðborgarsvæðinu, en hinsvegar virðist svo vera að munurinn sé ekki nægjanlegur til þess að freista lækna til að koma út á land. En hvað er verið að gera í þessum málum? Það sem kannski ber hest er opinber umræða um þau. T.d. lagði Hjörleifur Guttormsson fram fyrirspurn til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra á Alþingi á dögunum sem hljómaði eftirfarandi: 1. Hvernig ætlar ráðuneytið að bæta á viðunandi hátt úr því ófremdarástandi sem ríkir í lækna- og heilbrigðismálum Eskifjarðarlæknishéraðs? 2. Mun ráðuneytið verða við ósk bæjarstjórnar Eskifjarðar um að kaupa bústað fyrir heilsugæslulækni á Eskifirði? 3. Hvernig hyggst ráðuneytið leysa húsnæðismál heilsugæslunnar á Reyðarfirði til frambúðar? Þessari fyrirspurn Hjörleifs hefur ennþá ekki verið svarað en fróðlegt verður að heyra hvaða svör ráðherra gefur og hvort, og þá hvenær stefnt sé á að leysa þennan brýna vanda. Þangað til verða Austfirðingar sjálfir og þá sérstaklega þingmenn fjórðungsins að vera vakandi fyrir vandanum og halda pressu á stjórnvöld. ifW# 'IR j Getraunaleikur Þróttar og Pizza 67 3-9. Táarinn 20 3-9. Trölladeig 20 3-9. Skósi 20 Getraunaleikur ÚÍA Loksins komu 13 réttir í bæinn, það var Tippverkur sem náði þessum árangri en því miður voru vinningarnir ekki mjög háir í þessari viku, þeir fá í sinn hlut um það bil 100.000 kr. Lítið var um mjög óvænt úrslit í enska boltanum, Man. United, Arsenal og Liverpool unnu öll og baráttan um titilinn heldur áfram. Tippverkur hefur tekið afgerandi forustu í Getrauna- leiknum með 24 stig en Feðg- arnir Elvar Árni og Sigurður Karl eru næstir með 21 stig, síðan korna nokkrir hópar með 20 stig. Fimm hópar náðu 11 réttum Trölladeig, Hundsvit, Skósi, West End og Tveir bestu. Þessi hópleikur stendur yfir í 10 vikur og gilda 8 bestu vikumar svo að það er ekki of seint að byrja um næstu helgi. Staðan eftir 2 vikur. 1. Tippverkur 24 2. Feðgamir 21 3-9. 3. Fuglar 20 3-9. Gufurnar 20 3-9. Nönsos 20 Nú er að hefjast getraunaleikur á vegum UIA þar sem félögin keppa sín á milli þannig að hæsta röð hjá hverju félagi er fulltrúi þess í þeirri víku. Leikurinn stendur yfir í 10 vikur og það félag sem er með tlest stig að þeim loknum er sigur- vegari. Þetta er gert til að auka áhuga á Getraunum og auka sölu þeirra á Austurlandi. Islenskar getraunir munu hafa eftirlit með leiknum og gefa upp stöðu fé- laga, en Knattspymudeild Þrótt- ar mun hafa umsjón með leikn- um. Aðeins raðir sem taka þátt í hópleik Getrauna gilda, þannig að ef þú vilt styðja þitt félag og hefur ekki hópnúmer, hafðu þá samband við það og það skráir hópnúmer fyrir þig hjá Getraunum. Um síðustu helgi var fyrsta umferðin og er staða efstu liða þessi: 3-9 Hundsvit 20 10-16. Liverunited 19 10-16. Dúllumar 19 10-16. Mamma og ég 19 10-16. Bandit 19 10-16. Pele 19 10-16. WestEnd 19 10-16. Tveir bestu 19 Þróttur 13 stig Huginn 11 stig Hrafnkell Freysgoði 11 stig Austri 11 stig Golfkl. Fljótsdh. 11 stig Það var hópurinn Tippverkur hjá Þrótti sem háði 13 réttum og gaf það þeim um 100.000 kr. Nú er bara að bretta upp ermamar og tippa og muna að setja félags- númerið ykkar og hópnúmerið. Gangi ykkur vel. pumn bama iogginggallar á E.990,- Súnbúðin Halharbraul 6, Neskaupstað Siuú 477 1133 Daglegar ferðir Neskaupstaðurs. 477 1190 Eskifjörður s. 476 1203 Reyðarfjörður s. 474 1255 Viggó £ Vöruflutningar (3)477 1190 • • Okukennfila Wasfifa kennfilufímabil h(á mét vetðut ftá Þeit fiem byggiast noffaeta sét þjónustu mína á þessu tímabili ættu að sktá sig sem fytet í síma 4-77 169? (talið við 2iggu) Ólafut Ht. fiigutðsson lögg. ökukennaú Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Guðrún Björg Víkingsdóttir Fæðingardagur? 06.05.1962 Fæðingarstaður? Akureyri Heimili? Sæbakki 7, Neskaupstað Núverandi starf? Hárgreiðslumeistari í Hendur í Hári Önnur störf? Engin Fjölskylduhagir? Gift og á 4 börn Farartæki? Nissan Patrol Uppáhaldsmatur? Kalkúnn Helsti kostur? Það verða aðrir að dæma um Helsti ókostur? Skapmikil Uppáhalds útivistarstaður? Skíðasvæðið í Oddsskarði Hvert langar þig mest að fara? Svíþjóðar Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi Áhugamál? Skíði Uppáhalds stjórnmálamaður? Davíð Oddsson Uppáhalds íþróttafélag? Þróttur Neskaupstað Hvað ætlarðu að gera um helgina? Vinna, fara á skíði með fjölskyldunni og fara í fermingarveislu er að þessu sinni hárgreiðslumeistarinn Guðrún Víkingsd. en hún var ein þeirra sem stóð að hárgreiðslusýningu í Egilsbúð um síðustu helgi as

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.