Austurland


Austurland - 16.04.1998, Side 1

Austurland - 16.04.1998, Side 1
48. árgangur Neskaupstað, 16. apríl 1998. 14. tölublað. Sírhsvari 878 1 474 SJ^íöaskáli s. 476 1 466 - Skíöamiöstöð Austurlands í Oddsskarði ísland - Japan Nú má telja víst að tveir landsleikir í handknattleik verði á Austurlandi í næsta mánuði. Það verða landslið íslands og Japans sem eigast við í íþróttahúsunum í Nes- kaupstað og á Fáskrúðsfirði. Leikimir verða væntanlega laugardaginn 9. maí í Nes- kaupstað og sunnudaginn 10. maí á Fáskrúðsfirði. Það er stefna Fíandknatt- leikssambands Islands að fara með landsleiki út á land og var sá fyrsti á Austurlandi í Neskaupstað í september s.l. Nú bætist Fáskrúðsfjörður við og ef að líkum lætur verður landsleikur á Seyðisfirði um leið og íþróttahúsið þar verður tekið í notkun. Bylgjan í Búðahrepp Bylgjan fer á næstunni að hljóma á Fáskrúðsfirði en fram að þessu hefur bærinn verið fyrir utan dreifingar- svæði útvarpsstöðvarinnar. Aðdragandi þess að stöðin hefur útsendingar sínar þar er nokkuð óvenjulegur en bæjarfélagið fór út í kaup á sendi til að senda út hrepps- nefndarfundi og hafa þær útsendingar staðið frá áramótum. Núna hefur verið gengið frá samningum um að í fram- tíðinni muni Búðahreppur heinhla Bylgjunni afnot af sendinum þegar hreppurinn er ekki að nota hann sjálfur. Því er ljóst að íbúar Búða- hrepps munu geta hlustað á Gulla Helga og Hemma Gunn á allra næstu dögum. Vorið er komið Nokkrir vorboðar hafa sést á austurlandi síðustu daga og vikur. Lóan hefur sést á Borgarfirði en í Neskaupstað hafa menn séð bæði tjald og hettumáf. Þá hafa sést þar korpendur sem eru frekar sjaldséðar og einnig gæsir. Það er hins vegar ennþá mikið af rjúpunni og spókuðu þær sig á götum Neskaupstaðar á páskadag, svona rétt til að minna bæjarbúa á að sumardagurinn fyrsti væri ekki enn kominn. Almennt hærra vöruverð en á Suðunesjum Það er nú ekki amalegt að láta stýra sér svona. „Núna til hœgri og svo til vinstri mamma“. Ljósm. Eg. Fjölmenni á fjöllum um páskana Um 2000 manns voru á skíða- svæðinu í Oddsskarði á föstu- daginn langa og er það að sögn Omars Skarphéðinssonar, for- stöðumanns Skíðamiðstöðvar Austurlands í Oddsskarði, mesti fjöldi á einum degi um árabil. Starfsmenn svæðisins töldu bfl- ana á svæðinu þegar flest var og reyndust þeir um 600. Skíða- svæðið var opið til klukkan tvö aðfaranótt laugardagsins og nýttu um 300 manns sér að renna sér á skíðum í flóðljósum. Aðsókn var góð frá fimmtu- degi til annars páskadags þótt föstudagurinn langi hafi verið bestur eins og fyrr segir. Ferm- ingar á skírdag drógu nokkuð úr aðsókn þann dag. Ómari telst til að hátt í 5000 manns hafi komið á svæðið þessa fimm daga og benti á að samkvæmt umferðar- talningu hafi umferð um Odds- skarð verið með því mesta sem gerðist á landinu þessa daga og sú fimmta mesta á páskadag. Nýlega gerðu ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin verðkönnun á 61 algengri matvöru á Austur- landi og Suðurnesjum og var könnunin framkvæmd 25. mars. í ljós kom að matvöruverð er almennt hagstæðara á Suður- nesjum en á Austurlandi og er munurinn útskýrður með stærri markaði og meiri samkeppi á Suðurnesjum, sem nær einnig til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Helstu niðurstöður hér fyrir austan eru þær að ódýrasta verslunin á Austurlandi er Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum en næst á eftir henni varð verslun K.H.B. á Reyð- arfirði. í þriðja sæti varð Vöru- hús KASK, Hornafirði. Af minni verslunum var Brattahlíð á Seyðisfirði með lægsta vöru- verðið, undir meðaltali, en þar á eftir kom Nesbakki í Neskaup- stað, sem var yfir meðaltali. í flokki keðjuverslana voru tvær hraðbúðir Kaupfélaganna og ESSO og reyndist Hraðbúð ESSO á Egilsstöðum vera með 2% hærra vöruverð en sambæri- leg verslun á Hornafirði. Um 30 læknar á Eskifirði á 15 mánuðum Þeir nálgast nú töluna 30 lækn- amir sem hafa verið starfandi í Eskifjarðarlæknishéraði frá því í janúar 1997. Þetta koma fram á Alþingi á dögunum þegar til um- ræðu var fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um heilsugæslu- mál á Eskifirði og Reyðarfírði. Hjörleifur spurði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hvemig ráðuneytið ætlaði að bæta á viðunandi hátt úr því ófremdar- ástandi sem ríkir í lækna- og heilbrigðismálum Eskifjarðar- læknishéraðs. I svari heilbrigðisráðherra kemur fram að erfitt hafi verið að fastsetja lækni á Eskifirði og eftir að héraðslæknirinn fór burtu um mitt síðasta ár hafi margir afleysingalæknar verið á Eskifirði. Eftir að úrskurður kjaranefndar birtist 3. mars s.I. og launakjör lækna á heilsu- gæslustöðum liggja fyrir séu miklar líkur til þess að úrbætur séu í augsýn og segist ráðherran- um vera kunnugt um áhuga lækna á að ráða sig til Eskifjarð- ar og bindur miklar vonir við þær umsóknir. Að sögn Stefáns Óskarsson- ar, formanns stjómar heilsugæsl- unnar á Eskifirði, er ekki kunn- ugt um að nokkuð sé að gerast í þessum efnum. Stefán segir að stjómin sé í viðræðum við einn lækni en hann hafi ekki enn lagt inn umsókn. „Hún kemur nú hingað austur í vikunni", sagði Stefán, „og þá ætlum við að reyna að ná henni hingað til við- ræðna“. Að spurður um hvort það sé rétt að nálægt 30 læknar hafi gegnt læknisstörfum í héraðinu sl. 15 mánuði svaraði Stefán því til að nöfnin væru 27 en að sumir þeirra hafi komið allt að fjórum sinnum til að gegna embættinu. „Þetta hefur haft í för með sér geysilegan ferðakostnað sem heilsugæslan þarf að greiða af sinni fjárveit- ingu“, sagði Stefán Óskarsson, og þessu ófremdarástandi þarf að linna“. TtLBöÐ TILBOÐ TILBOÐ Kornf\ö$ur 750 51*. kr. 294.- *NMur Mwslí 1 I15. kr. 239.- Pvottoibuft 3135. kr. 29f.- m 4771301

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.