Austurland


Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1998 Upprennandi leikari á Egilsstöðum Kamilla litla í Kardimommubœnum, Anna í Önnu Frank, Helena fagra í Draumi á Jónsmessunótt, Gogo í „ Eg er hœttur! Farinn “ og nú Jeanie í Hárinu eru meðal fjölda hlutverka sem Halldóra Malin Pétursdóttir, 16 ára á Egilsstöðum, hefur leikið. Austurland fór á stúfana á dögunum og liitti þessa upprennandi leikkonu að máli. Halldóra œfir þessa dagana afkrafti fyrir sýningu leikfélags ME á Hárinu sem frumsýnt verður um helgina. Halldóra í hlutverki Binnu yngri í leikritinu „Þetta snýst ekki um ykkur“ sem leikfélag ME setti upp á síðasta ári. Halldóra kom fyrst fram þegar hún var fjögurra ára. Þá stjómaði hún kór leikskólabama á 17. júní hátíðarhöldum á Egilsstöðum. „Ástæðan fyrir því að ég varð fyrir valinu var að ég var hávær- asta barnið í leikskólanum. Þess- vegna var ég sett upp á stól og látin stjóma einhverskonar hóp- söng barnanna. Þetta fór þannig fram að ein fóstran hvíslaði í eyrað á mér jafnóðum hvað ég átti að syngja og ég eiginlega hermdi eftir henni, bara hærra“. Síðan þetta var hefur Halldóra komið ótal sinnum fram, eins og upptalningin hér að ofan sýnir, en auk þessara hlutverka hefur hún farið með ótal önnur, bæði stór og smá. I dag hefur hún nýlokið við að leika Gógó í uppsetningu Leik- félags Fljótsdalshéraðs á leik- ritinu „Ég er hættur! Farinn! Ég er ekki með í svona asnalegu leikriti“. Hún hefur þegar hafið æfingar á næsta leikriti, en hún leikur Jeanie í uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum á Hárinu sem frumsýnt verður á næstunni. Ásamt því að leika þar er hún formaður leikfélagsins. „Það sem er svona spennandi við leiklistina er að þetta er svo mikil tilbreyting frá sjálfum sér. Maður getur dulbúið sig í ákveðnum karakter". Meðal annars vegna þessa þykir mér auðvitað vænt um alla þá karaktera og allar þær leiksýn- ingar sem ég hef tekið þátt í á einn eða annan hátt en ef ég mætti taka þátt í einhverri sýningu aftur myndi það verða Draumur á Jónsmessunótt sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs setti upp í Selskógi við Egilsstaði síðastliðið sumar. Halldóra stefnir á nám í Leiklistarskóla Islands í fram- tíðinni, þannig að það sem hófst sem áhugamál í upphafi gæti orðið að leiklistarferli þegar fram líða stundir. Auðvitað hlýt- ur að vera kostur að hafa kynnst því sem maður ætlar að læra af eigin raun áður en í nám er haldið og t.d. kynnast erfiðari hliðum leiklistarinnar. Ein þeirra er stressið en um það mál segir Halldóra. „Það kemur fyrir að ég get varla staðið á fótunum fyrir stressi. T.d. fyrir frumsýningu á Draumnum þar sem tveir af fyrrverandi leikstjórum mínum voru ásamt einum leikstjóra í viðbót. Þetta var óneitanlega mjög erfitt en þetta hefst alltaf og ég ætla ekki að láta þetta koma í veg fyrir nám í leiklist." En þá að sýningu leikfélags ME. Af hverju er ME að setja upp Hárið núna? „Það er fullt af góðum söngv- urum í skólanum og einnig fullt af góðum leikurum. Það er ákveðin ögrun að púsla þessu tvennu saman. Milli 20 og 30 manns munu koma að sýning- unni, tónlistarmenn, leikarar, söngvarar og síðan allir sem taka óbeint þátt. Það eru einstaklingar sem sjá um búninga, smink o.s.frv. Leikstjóri er Gunnsteinn Gunnarsson. Kosningaréttur fólfcs / dag og nœstu vikur skrifar Gísli M. Auðbergsson, lögfrœðingur og formaður yfirkjörstjórnar Reyðarfjarðarhrepps, Eskifjarðar- kaupstaðar og Neskaupstaðar, um kosningarétt. Hverjir eiga kosningarétt og hvar, hann skrifar um kjörskrá og þýðingu hennar, um breytingar á kjörskrá, athugun kjósanda á því hvort liann er á kjörskrá, um utankjörfundaratkvœðagreiðslu, kosn- ingu á stofnunum og heima lijá sjúklingi, um framkvœmd at- kvœðagreiðslunnar og hvernig atkvœði sé komið til skila og að lokum um heimild til að kjósa aftur. Þetta eru upplýsingar sem fœstir hafa gefið gautn að en eru vissulega nauðsynlegar, vissir þú lesandi góður t.d. að þú mátt kjósa oftar en einu sinni? Hverjir eiga kosningarétt Kosningaréttarskilyrðin eru 18 ára aldur og íslenskt ríkisfang og lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Engin önnur skilyrði eru sett, þannig að allir sem uppfylla þessi þrjú mega kjósa. Engar kröfur eru gerðar um andlegt eða líkamlegt atgervi né um há- marksaldur. Þvert á móti eru reglur um aðstoð við þá sem skortir getu til að krossa sjálfir eða e.t.v. eru ólæsir. Aldursskilyrðið miðast við kjördag, þannig að nægilegt er að kjósandi eigi 18 ára afmæli á kjördag. Sé afmælið hins vegar síðar á hann ekki kosningarétt. Hitt meginskilyrði kosninga- réttar er íslenskt ríkisfang. Hér er einnig miðað við kjördag, þ.e. að maður eigi íslenskan ríkisborg- ararétt á kjördegi. Hugsanlegt er að ungmenni geti átt tvöfalt ríkisfang, og þannig e.t.v. kosn- ingarétt í tveimur ríkjum. Slíkur aðili ætti þá kosningarétt hér á landi meðan hann heldur ísl- enska ríkisfanginu. Frá kröfunni um íslenskt ríkisfang gildir sú undantekning að í sveitarstjórnarkosningum eiga kosningarétt norrænir ríkis- borgarar (danskir, finnskir, norskir og sænskir) sem hafa átt lögheimili hér í samfellt þrjú ár fyrir kjördag. Lögheimili þurfa þeir að hafa átt á íslandi samfellt síðustu þrjú ár fyrir kjördag, en ekki er skilyrði að það hafi allan tímann verið í sama sveitarfélag- inu. Þessir aðilar eiga hins vegar ekki kosningarétt þegar kosið er til Alþingis eða við forsetakjör. I ákveðnum tilvikum geta Is- lendingar erlendis átt áfram kosningarétt hérlendis. íslend- ingar sem dvelja erlendis tíma- bundið vegna náms eða veik- inda, eða vegna starfs hjá ís- lensku utanríkisþjónustunni geta haldið lögheimili sínu hér og eiga þá áfram kosningarétt skv. því. Skv. samningi milli Norð- urlandanna um almannaskrán- ingu er þessum mönnum stund- um skylt að skrá heimili sitt úti. Þeir geta þá samt áfram átt kosn- ingarétt hérlendis þrátt fyrir slíka skráningu. Gildir þessi regla um námsmanninn/sjúklinginn/utan- ríkisþjónustumanninn sjálfan, svo og fjölskyldu hans. í tengslum við kosningarétt má nefna hugtakið kjörgengi, en það táknar hæfið til að vera í framboði. Skilyrði kjörgengis er að eiga kosningarétt í viðkom- andi sveitarfélagi og auk þess að hafa ekki verði sviptur lögræði (sjálfræði og/eða fjárræði). Verður að telja eðlilegt að þeir sem ekki eru hæfir til að ráða eigin högum eða fé, komi ekki til álita sem sveitarstjórnarmenn. Hvar eiga menn kosningarétt I hvaða sveitarfélagi eigum við kosningarétt? Jú, þar sem við eigum skv. þjóðskrá skráð lög- heimili á þeim degi þegar þrjár vikur eru til kjördags, þ.e. þann 2. maí nk. Þjóðskrá er sjálfstæð deild í Hagstofu Islands og er aðsetur hennar í Reykjavík. Hún annast skráningu fólks, þ.á.m. skrán- ingu lögheimila. Ut um land eru ýmsir aðilar sem sjá um að til- kynna þjóðskrá um breytingar á lögheimilum fólks, t.d. er unnt að tilkynna aðsetursskipti hjá skrifstofum sveitarfélaga sem þá senda tilkynninguna áfram til þjóðskrár. Annað dæmi er að prestur sem giftir fólk á að til- kynna um sameiginlegt heimilis- fang þeirra eftir vígslu. Ástæða þess að ekki er miðað við skráð lögheimili á kjördag eða á degi nær kjördegi, er sú að það myndi gera alla framkvæmd kosninga erfiðari, ónákvæmari og meiri hætta yrði á villum. Einnig er tilgangurinn e.t.v. sá að hindra lögheimilisflutninga sem gagngert væru vegna kosn- inganna, en í því sambandi má benda á að framboðsfrestur rennur út á sama tíma, þremur vikum fyrir kjördag, og daginn eftir á kjörstjórn að úrskurða um framboðin og í kjölfarið að auglýsa þau. Einbýlishús til sölu! Til sölu er einbýlishúsið að Gilsbakka 13 í Neskaupstað ásamt tvöföldum bílskúr. Upplýsingar í síma 477 1606. Útfiala! Föfitudaginn 17. apríl heffit utfiela á fikíðabunaði Súnbúðii Hafiiarbraut 6, Nedcáupstað ^SúoL4^HA33

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.