Austurland


Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 5

Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 5 Fótboltaferð tll Ítalíu ógleymanlegt ævintýri Þann 19. mars síðast liðiitn lögðu tveir Norðfirðingar, undirritaður og Eiríkur Þór Magnússon, upp í langferð til Italíu til að fylgjast með tveiinur leikjum í ítalska boltanum og upplifa þá stemmingu sem því jylgir. Ferðin byrjaði ekki gæfulega fjögurra tíma seinkun á Egils- stöðum vegna vélarbilunar og ekki útséð með að við kæmumst í tæka tíð suður í flugið út sem var kl 7:20 moruninn eftir. En það blessaðist og við vorum mættir tímanlega í Leifsstöð ásamt 70 öðrum áhugamönnum og konum víðsvegar að af land- inu. Ferðaáætlunin var þannig að flogið var til Luxemborgar og var ekið í gegnum Frakkland og Svíss og til Mflanó þar sem hóp- urinn dvaldist á fjögurra stjömu hóteli í þrjár nætur. Ferðin niður til Italíu tók alls um ellefu klukkustundir í tveggja hæða rútu með wc, bar og öðru nauðsynlegu. Mikið fjör var í rútunni á leiðinni og var ýmis- legt gert til að stytta sér stundir, t.d. var bridge mót, menn fylgdust með síðustu umferðinni í handboltanum og grunar mig að einstaka Víkings tár hafi fallið þá um kvöldið. Eini KA maðurinn í hópnum, Snorri Sturluson, fagnaði hins vegar deildarmeistaratitli KA á við marga. Agætis kór var í ferðinni, það var hinn frægi kór úr Arbænum “Ölmenn”, þeir fóru á kostum í ferðinni og náðu meðal annars og taka lagið í skoð- unarferð um hið fræga óperuhús Scala, svo að það eru fleiri en “Kristján” okkar sem hafa sungið þar. Þeir sungu að sjálf- sögðu Faðir Abraham. Á föstudeginum var farið að æfingasvæði AC Mílan í þeirri von að við fengjum að fylgjast með hetjunum í undirbúningi þeirra fyrir leik þeirra gegn erkifjendunum í Inter. En þegar þangað var komið var allt læst og aðeins fréttamaður, töku- maður og túlkur fengu að fara inn fyrir og taka viðtöl við leikmenn þegar þeir voru búnir á æfingu. Við hinir biðum fyrir utan. Þegar æfingunni lauk og leikmennimir fóru að tínast í burtu flykktist yngri kynslóðin að bílunum í þeirri von að fá eiginhandaráritanir. Mörgum varð vel ágengt og sumir náðu næstum öllu liði AC Mílan. Einn leikmaðuinn, Weah, mundi eftir því að hafa spilað á íslandi með franska liðinu Monaco á móti Val fyrir nokkrum árum. Að þessu loknu var farið að skoða hið gífurlega mannvirki San Siro, heimavöll AC og Inter. Völlurinn er svo stór að manni fallast hendur þegar kemur að honum, en hann rúmar um 80.000 áhorfendur. Hápunktur skoðunarferðarinnar um völlinn var að berja augum bikarasafn AC og Inter, en saga þessara félaga er löng og mikil og margir af bestu knattspyrnumönnum heims hafa leikið með þeim. Einn Islendingur hefur leikið með AC Mílan, Albert Guð- mundsson, sem lék 16 leiki og gerði í þeim tvö mörk. Þessi ferð tók að mestu leyti allan daginn og var ekki laust við að sumir væru orðnir þreyttir á setunni. Laugardagurinn var notaður til að fara og skoða sig um í miðbæ Mílanó en þar eru nokkrar merkilegar byggingar eins og Dómkirkjan og Scala óperuhúsið. Stærð dómkirkjunn- ar er svo sláandi að maður hlýtur að spyrja sig hver tilgangurinn sé með svona byggingum. Til marks um stærðina, þá efast ég um að fimm manna fjölskylda næði utan um súlumar sem halda uppi hvolfþakinu, og súlurnar eru margar, mjög margar. Sunnudagurinn var stóri dagurinn, tveir leikir í ítalska boltanum, og engin smá lið. Fyrri leikurinn var leikur Parma og Juventus sem fram fór í Parma. Lagt var af stað til Parma í rútunni okkar kl 11 og vomm við komnir að leikvanginum tveimur tímum fýrir leik. Menn slökuðu á og fóm inn á leik- vanginn rúmum klukkutíma fyrir leik. Leikvangurinn virkaði ekki mjög stór en rúmaði um það bil 30.000 manns. Gaman var að fylgjast með því þegar áhang- endur liðanna kölluðust á og þegar nær dró leiknum og áhorfendastæðin fylltust jókst hávaðinn. Hörðustu aðdáendur Juventus voru hafðir í tveimur afgirtum hólfum með margra metra háum girðingum til þess að koma í veg fyrir að þeir kæmust í snertingu við aðra áhorfendur. Að leik loknum var þeim haldið þar inni á meðan aðrir yfirgáfu völlinn, síðan var þeim smalað út í rútur sem fluttu þá rakleitt í burtu. Annars virkaði völlurinn og félagið heimilislegt og mikið var um fjölskyldur á vellinum. Leikur- inn sjálfur var mjög skemmti- legur, mikil stemming var þegar liðin liðin komu inná völlinn, kveikt var á blysum og fánum veifað, mikinn reyk lagði yfir og hávaðinn var gífurlegur. Heima- liðið var mun betra í fyrri hálfleik og skoraði tvö mörk, það var eins og allt loft væri úr aðdáendum Juve. En þegar leið á seinni hálfleikinn síndu ítölsku meistamir styrk sinn. Þjálfarinn gerði tvær breytingar á liðinu og það tók þá 15 mínútur að jafna leikinn. Eftir það jafnaðist leik- urinn og sanngjamt jafntefli var niðurstaðan. Nú lá á að komast sem fyrst aftur til Mflanó á seinni leikinn, AC Mflan og Inter, en hann átti að hefjast þremur og hálfum tíma síðar og menn vildu upplifa stemminguna fyrir leikinn. En fljótlega varð það ljóst þegar við lögðum af stað að umferðin var gífurleg, það var eins og allir Italir væm á leið til Mílanó. Það tók verulega á taugamar að sitja í rútunni og sjá þúsundir bíla fyrir framan sig og varla mjakast úr spomnum. Sumir voru orðnir svatsýnir á að við næðum leikn- um en sem betur fór vorum við með miðana og gátum farið beint inná völlinn þegar við kæmum. Þegar nær dró greiddist úr umferðinni og þegar við renndum inná rútustæðið vantað klukkuna fimm mrnútur í átta og leikurinn alveg að hefjast. En þvflík sjón sem blasti við okkur þegar að vellinum kom. Þetta mikla mannvirki uppljómað og mannfjöldinn fyrir utan var mikill þó að um 80.000 manns væru þegar inná leikvanginum. Menn hlup eins og fætur toguðu að vellinum og reyndu að finna réttan inngang. Þegar það tókst átti eftir að finna rétt sæti, en allir miðar eru númeraðir. Við leituðum að sætunum en fundum ekki, spurðum öryggisverina en þeir ypptu bara öxlum. Þegar við vorum að verða úrkula vonar um að finna sætin og leikmennimir að koma inná völlinn sáum við einn félaga okkar kominn í sæti. Við fórum til hans og það kom í ljós að okkar sæti voru við hliðina á honum og í þeim sátu öryggisverðimir sem áður ypptu öxlum. Við sýndum miðana okkar og skipuðum þeim að fara úr sætunum eða þeir hefðu verra af, á íslensku að sjáfsögðu. Þeir létu undan og fóru eitthvað annað. Þegar við vomm sestir og gátum farið að horfa í kringum okkur fékk maður þessa gífur- legu stemmingu beint í æð. Leikvangurinn var hálffullur af reyk eftir blys og flugelda, rauðum bjarma sló yfir áhorf- endapallana og risafánum á stærð við dansgólfið í Egilsbúð var sveiflað fram og til baka yfir höfðum okkar. Síðan var hávaðinn, það liggur við að hann hvíni í höfðinu á mér ennþá fjómm vikum síðar. Áhangendur AC og Inter eiga sína föstu staði á vellinum og þeir hörðustu em fyrir aftan sitt hvort markið. Við vorum AC meginn og sáum því vel yfir stuðningsmanna hóp Inter beint á móti. Leikurinn sjálfur var ekki eins skemmti- legur og sá fyrri sem við sáum, meira um stöðubaráttu á miðjum vellinum og lítið um mark- tækifæri. En rétt fyrir hálfleik skoraði Inter mark sem við misstum algjörlega af. Við vorum að fylgjast með aðdáend- um Inter beint á móti okkur þegar boltinn lá allt í einu í netinu. Og þvílík læti, Inter menn fögnuðu gífurlega en aðdáendur AC reittu hár sitt, steittu hnefa og fóru greinilega niðrandi orðum um sína menn. Síðan kom hálfleikur og að honum loknum hófst sama ferlið og fyrir leikinn, blysin, reyk- urinn og hávaðinn. Leikurinn opnaðist því að AC reyndi að jafna en Inter varðist vel og beitti skyndisóknum. Ur einni slíkri skoraði Inter annað mark eftir að Ronaldo hafði splundrað vöminni með hraða sínum og útsjónarsemi, lætin voru rosaleg og tilfinningahitinn mikill, maður sá rígfullorðnar konur standa upp og öskra eins og þær ættu lífið að leysa og virðulega miðaldra menn fela andlit sitt í höndum sínum og róa fram og aftur hálfkjökrandi eins og eftir ástvinamissi. Þama sá maður og sannfærðist að fótbolti á Ítalíu em trúarbrögð og ekkert annað. Inter bætti við einu marki á lokamínútunum, það var Ron- aldo, besti knattspymumaður í heimi, sem gerði það, og örugg- ur sigur Inter var í höfn. Þegar leiknum lauk var farið beint í rútuna og lagt af stað áleiðis til Luxemborgar. Var ekið alla nóttina og farið í flug til íslands um hádegið og komið heim um miðjan daginn á mánudaginn. Eftir þessa erfiðu en skemmtilegu ferð stendur hæst stemmingin og umgjörðin á leik erkifjendanna AC og Inter og hvað leikmennimir sem leika á Italíu eru rosalega góðir, bæði í vöm og sókn, síðan er leikur liðanna mjög skipulagður og agi mikill. Markmennirnir eru í sérflokki og það virðast vera landsliðsmenn í hverri stöðu. Eftir að hafa horft á þessa leiki “beint” verður skrítið að horfa á leiki í sjónvarpi þar sem vanta alla stemmingu og nálægðina við áhorfendur. Ég vil þakka öllum samferðamönnum mínum fyrir skemmtilega helgi og skora á sem flesta sem tök hafa á að láta drauminn rætast og fara í fótboltaferð einhvern tíma á ævinni, það er ógleymanlegt. Guðmundur Ingvason Á leik Juventus og Parma á heimavelli þeirra síðarnefndu voru hörðustu aðdáendur Juventus girtir af í tveumur sérstökum hólfum til að koma í veg fyrir átök við stuðningsmenn Parina. Yngstu samferðamennirnir flykktust að bíl George Weah knattspyrnukappa hjá AC Milan í von um eiginhandaráritun.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.