Austurland


Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 Jónas Árnason Minning Jónas Árnason skilaði miklu dagsverki. Fyrirferðarmest og það sem trúlega heldur nafni hans lengst á lofti í óstöðugum heimi eru ritverkin, leikrit, sög- ur, viðtalsbækur og söngvar, alls um 25 bókaheiti, nokkur þeirra í tveimur útgáfum. Jónas var alþýðlegur höfundur í þess orðs bestu merkingu. Sögur hans eru ljúfar og stutt í kímni og gáska, sem var ein af margslungnum eigindum hans . Söngvamir við lög eftir Jón Múla bróður hans og ýmsa erlenda höfunda lyftu leikritum hans í hæðir og eiga lengi eftir að hljóma á sviði og gleðja á samkomum. Menn eru fullsæmdir af slíku ævistarfi, en þó voru ritstörfin oftast aukageta í dagsins önn og langt frá því að tryggja efnahaginn eða standa undir mannmörgu heimili. Jónas var vel kvæntur, kona hans Guðrún Jónsdóttir afar traustur fömnautur og lífsakkeri í ólgusjó skáldsins, börn þeirra fimm með mikið og gott vegarnesti úr foreldrahúsum. Fyrir utan skáldskapinn sem fylgdi Jónasi seint og snemma skiptist starfsferill hans aðallega í þrennt, blaðamennsku 1944- 1952, kennslu aðallega á gagn- fræðastigi í fjórum skólum í 14 ár og þingmennsku í tveimur lot- um samtals í 16 ár. Öllum þess- um verkefnum skilaði Jónas af sér á eftirminnilegan hátt. Grein- ar hans á ungum aldri í róttæk blöð eins og Þjóðviljann og Landnemann vöktu mikla at- hygli. Það þótti tímanna tákn að sonur Árna frá Múla væri geng- inn í lið með þeim rauðu og væri í fararbroddi gegn amerískri ásælni. Vegamesti úr bandarísk- um háskólum spillti ekki fyrir og átti eftir að reynast Jónasi drjúgt til tengsla við engilsaxneskan menningarheim. Það voru tíðindi þegar þessi komungi blaðamaður var kosinn á þing 26 ára gamall hausið 1949 og sat þar í fjögur ár samfleytt sem þingmaður Sósíalistaflokks- ins. Þetta var á tímum þess skemmtilega kosningalagakerfis sem hér gilti 1942-59 og var enn óútreiknanlegra en það sem á eftir fylgdi. Kjördæmin voru mörg, hlutfallskosningar réðu kjöri og síðan voru 11 upp- bótarsæti til að jafna metin milli flokka. Jónas komst inn sem 10. landskjörinn á 66 atkvæðum Seyðfirðinga. Ekki hefi ég kafað í þingstörf hans þetta fyrsta kjör- tímabil hans, en eitt mál gagn- legt fékk hann altént samþykkt: Samræmingu á leturborðum rit- véla. Þegar kom að seinna þing- skeiðinu 1967-1979 var Jónas orðinn vel sjóaður og lands- þekktur rithöfundur. Nú voru það kjósendur á Vesturlandi sem tryggðu honum þingsæti og eftir það var hann nátengdur þeim landshluta og búsettur þar síð- asta skeiðið. Hann sótti fylgi sitt víða að úr kjördæminu, meðal annars frá sveitafólki, og naut vinsælda og viðurkenningar langt út fyrir hefðbundnar raðir stuðningsmanna. Oft réðu til- finningar og hughrif miklu um málafylgju Jónasar, en kjölfest- an var næm réttlætiskennd og baráttan fyrir varðveislu þjóð- legs sjálfstæðis. Á þá strengi kunni hann að leika og reyndist drjúgur liðsmaður við að bera fram og kynna íslenskan málstað heima og erlendis ekki síst í landhelgisdeilum okkar við Breta. Náin kynni hans af sjó- mennsku reyndust honum þar notadrjúg ekki síður en á ritvellinum. Ég hitti Jónas Árnason fyrst á Akureyri vorið 1953. Hann var þar staddur í tengslum við 1. maí hátíðahöld verkalýðsfélaganna. Kalda stríðið var í hápunkti og tvö ár frá því bandaríski herinn hreiðraði um sig öðru sinni á Miðnesheiði. Ég tók þarna þátt í kröfugöngu í fyrsta sinn og hélt mig nærri Jónasi undir merkjum um brottför hersins. Eftir að ég settist að í Neskaupstað að námi loknu bar fundum okkar saman þar og á vettvangi herstöðva- andstæðinga og Alþýðubanda- lagsins. Jónas kom alloft á sumrum með fjölskyldunni í heimsókn til Norðfjarðar, átti þar marga kunningja og aðdá- endur frá því hann var þar kenn- ari og sótti þangað efni sem víða má finna stað í ritverkum hans. Sumarið 1965 skruppum við Kristín í ógleymanlegt ferðalag með þeim hjónum til Borgar- fjarðar og í bakaleið var gengið út á Héraðssand. Þar brá Jónas á leik við bárur hafsins. Um það leyti sem ég var kosinn á þing var Jónas að kveðja þann vettvang. Við sátum saman einn vetur í óvenju stórum þingflokki Alþýðu- bandalagsins. Það lá misjafnlega á Jónasi þennan vetur enda ekki allt honum að skapi um stjórn- arathafnir og áherslur. Samt var grunnt á gleðinni og gáskanum og þar átti hann eftirminnilegan mótspilara í Stefáni Jónssyni rétt eins og í leikritinu Allra meina bót. Sem betur fer átti hann mörg góð ár eftir þar þingmennskunni lauk, jók við nýjum bókum og textum til söngs og fágaði eldri útgáfur. Jónas var ekki haldinn full- komnunaráráttu og hann setti sig sjaldan í dómarasæti. Yfirdrep og hræsni voru honum ekki að skapi. Undir gáskafullu yfirborði þessa mikla sviðsmanns bjó mikil alvara og skaphiti sem stundum gat verið erfitt að hemja.Hann hafði skoðanir og lagði þær undir. Þannig munaði um hann í blíðu og stríðu. Hjörleifur Guttormsson Gone away ein guter Mann, Guds til höje Sale. Framar aldrei finnum hann, frater bone vale. Jón Kristofer kadett í Hernum kenndi mér þessa vísu fyrir mörgum árum. Mér finnst við hæfi að tileinka Jónasi hana, því þeir þekktust vel. Jónas var ein litríkasta persóna sem ég hef kynnst um ævina. Hann átti afar gott með að ná sambandi við Samtökin Félagshyggja við Fljótið í nýju sveitarfélagi á Austur-Héraði hefur tilkynnt framboðslista sinn og í fram- haldi verður sótt um listabók- stafinn F. Jón Kr. Arnarson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, skipar fyrsta sæti listans en önnur sæti skipa: 2. Skúli Björnsson skógar- vörður Hallormsstað. 3. Helga Hreinsdóttir heil- brigðisfulltrúi Egilsstöðum. 4. Emil Bjömsson aðstoðar- skólameistari Egilsstöðum fólk úr öllum stéttum, ekki hvað sízt unglinga. Smá viðtöl urðu efni í langar sögur. Mér er minnistætt atvik sem gerðist fyrir mörgum árum. Skemmtun var haldin í gömlum kvikmyndasal og Jónas las þar upp, meðal annarra. Þegar ég kom út af skemmtuninni voru nokkrir unglingar í hóp að tala saman. Heyri ég þá að einn úr hópnum segir: „Þó ekki hefði verið nema upplesturinn hjá Jónasi á þessari skemmtun, þá hefði ég ekki viljað missa af henni“. Þannig vann Jónas hug og hjörtu unglinganna. Það kom reyndar seinna í ljós, hve gott hann átti með að kenna ungl- ingum. Hann kenndi hér við Gagnfræðaskólann í Neskaup- stað um tíma. Eitt sinn þegar hann kemur í kennslustofuna og ætlar að byrja kennslu eru öll borð og stólar á hvolfi, og ungl- ingarnir standa bara. Hann byrjar að ávarpa hópinn þannig: „Nei, krakkar mínir þetta er ekki hægt. Hvar ætlið þið að sitja og hvar á ég að sitja? Svona, einn, tveir, þrír, röðum öllu upp og byrjum kennslu". Jónas gekk síðan í það að 5. Þórhildur Kristjánsdóttir þroskaþjálfi Egilsstöðum. 6. Ruth Magnúsdóttir kennari Egilsstöðum. 7. Ámi Olason íþróttakennari Egilsstöðum. 8. Þorsteinn Bergsson bóndi Unaósi. 9. Óli Metúsalemsson verk- fræðingur Egilsstöðum. 10. Hlynur Gauti Sigurðsson nemi Lagarfossvirkjun. 11. Kristín Bjömsdóttir skrif- stofumaður Egilsstöðum. 12. Sigurjón Bjamason bók- raða öllu upp aftur og kennsla gat hafist. Svipað atvik gerðist aldr- ei aftur enda ekkert gaman, að gera Jónasi grikk. Jónas varð góður vinur pabba míns og ræddu þeir oft saman. Þegar bókin: Undir Fönn kom út, sendi hann mér eintak, og áritaði það þann- ig: Til vinar míns, Óskars Bjöms- sonar, sonar bezta vinar míns í Neskaupstað, Bangsa gamla (pabbi var oft kallaður Bangsi). Vil ég þakka Jónasi þann hlýhug, sem hann sýndi pabba. Jónas skrifaði hluta af bók- inni Veturnóttakyrrur hér í Neskaupstað. Ein sagan í bókinni heitir: Mr. Sommers. Hún er um dávald, sem kom með enskum togara og var settur hér í land. Hann sýndi dáleiðslu hér og meðal annars dáleiddi hann mig nokkrum sinnum. Jónas kom með handritið að sögunni til mín, og bað mig að lesa það. Ég var semsagt persónugerv- ingur Grímsa í sögunni. Auð- vitað var sagan talsvert ýkt, en mér fannst það allt í lagi. Ég vil að lokum þakka Jónasi góð kynni á liðnum ámm. Ég og fjölskylda mín vottum öllum að- standendum okkar dýpstu samúð. Óskar Bjömsson ari Egilsstöðum. 13. Lára Vilbergsdóttir hand- menntakennari Egilsstöðum. 14. Þorkell Sigurbjörnsson smiður Egilsstöðum. 15. Sigurður Amarson skóg- arbóndi Eyrarteigi. 16. Karen Erla Erlingsdóttir húsmóðir Egilsstöðum. 17. Sævar Sigbjarnarson bóndi Rauðholti. 18. Þuríður Backmann hjúkr- unarfræðingurs Egilsstöðum. Auglýsing frá yfírkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags, Reyðarfjarðarhrepps, Eskifjarðarkaupstaðar og Neskaupstaðar: Framboðslistum vegna sveitarstjómarkosninganna 23. maí nk. má skila til formanns yfirkjörstjórnar, Gísla M. Auðbergssonar, Strandgötu 53 á Eskifirði. Lokafrestur til að skila framboðslistum vegna sveitarstjómarkosninganna rennur úr kl. 12 á hádegi þann 2. maí nk. Yfirkjörstjórn mun svo koma saman þann 3. maí nk. kl. 14.00 í Egilsbúð í Neskaupstað og, að viðstöddum umboðsmönnum lista, úrskurða um fyrirliggjandi framboð. Yfirkjörstjóm Reyðarfjarðarhrepps, Eskifjarðarkaupstaðar og Neskaupstaðar. Gísli M. Auðbergsson Sigfús Þ. Guðlaugsson Sigrún Geirsdóttir Framboðslisti Félagshyggju við Fljótið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.