Austurland


Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 16.04.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1998 7 Vdngaveltur Aðalbjörn Sigurðsson veltir fyrir sér starfshæfni hinna ýmsu þjóðfélagshópa Eskfii'ðingai' • Reyðfirðingar Ég myndi aldrei ráða íþrótta- mann í vinnu. Ef þeir eru ekki uppteknir á æfingum, og geta því ekki mætt í vinnu þessvegna, þá eru þeir búnir að snúa, brjóta eða á einhvem annan hátt skadda sig við iðju sína og geta ekki unnið af þeim sökum. Þeir em líka sífellt á einhveijum keppnis- ferðalögum nema þegar þeir em að betla hjá fyrirtækjum og ein- staklingum til þess að hafa pen- inga til hinnar fótbrotahvetjandi iðju sinnar. Ég myndi heldur aldrei ráða konu í vinnu, því þær eru annað- hvort óléttar eða heima hjá veik- um bömum sínum og í þau örfáu skipti sem þær koma í vinnu eru þær annaðhvort með fyrirtíðar- spennu, eftirtíðaspennu eða milli- tíðaspennu nema þegar það hræðilega gerist að þær em á túr. Þetta þýðir að konur annaðhvort mæta alls ekki í vinnu eða eru svo úrillar og erfiðar í umgengni að ekki er fyrir heilvita „karl“mann að vinna með þeim. Reyndar er ungt fólk ekki sérlega gott vinnuafl heldur. Þetta lið er iðulega þunnt á mánudögum (og reyndar oft aðra daga vikunnar) og eyðir heilu og hálfu dögunum í annað- hvort að flissa í símann við nýja kærastann/kærustuna eða í óða önn að skipuleggja hvernig það getur orðið óvinnufært af þynnku daginn eftir. Auðvitað fer ég ekki út í hvemig gamalt fólk er í vinnu, því það vita allir. Sífellt veikt, eða þarf að skreppa til læknis eða apótekarans, nema þegar það þarf að eyða heilu og hálfu dögunum í permanenti eða nuddi eða einhverju sem ég kann ekki deili á. Ég verð nú að játa að ég meina fæst af því sem stendur hér fyrir ofan þrátt fyrir að hægt sé að rökstyðja flest af því að einhverju marki sem hér hefur komið fram. Það sem ég vil benda á er að næstum hvaða hópur sem er liggur vel við höggi ef menn vilja benda á erfiðleika með að hafa þá í vinnu og ástæður fyrir því að ráða einhvem hóp síður en annan. Ástæðan fyrir því að ég fer út í þessi skrif er árás á einn hóp sérstaklega, þ.e. reykingamenn, sem opinberir aðilar hafa verið duglegir við að predika fyrir almenningi og atvinnurekendum að séu allavega annars flokks vinnuafl, ef ekki þaðan af verra. Það hljóta allir að vera famir að þekkja umræðuna um aðferðir tóbaksvarnamefndar, þ.e. aug- lýsingu þeirra í Morgunblaðinu á dögunum og bréf sem nefndin hefur sent sveitarstjómum þar sem kvatt er til að gengið verði framhjá unglingum sem reykja með vinnu í vinnuskólum. Maður hlýtur að spyrja sig hvað þessir einstaklingar em að fara með þessari herferð sinni. Halda þeir virkilega að þeir fái einhverja til að hætta reykingum með þessum fordómum í garð reykingamanna. Ég verð að við- urkenna að ég sem aldrei hef reykt fór að íhuga alvarlega að taka upp þann ósið einungis til þess að mótmæla herlegheit- unum, svo gáttaður og reiður er ég yfir þessum vinnubrögðum. Að mínu mati er t.d. með bréfaskrifum tóbaksvamarráðs til sveitarfélaga verið að ráðast á hóp sem er mjög viðkvæmur fyrir. Við getum spurt okkur, hverjir eru það sem em í mestri hættu með að byrja reykingar? Em það ekki unglingar sem eiga í einhverjum erfiðleikum fyrir, t.d. í sambandi við fjölskyldu, skóla eða eitthvað annað. Því er tóbaksvamarráð í raun að segja sveitarstjómum að ganga fram hjá hópi með vinnu sem í raun ætti frekar að sinna sérstaklega vel og passa þarf sérstaklega uppá. Auglýsingin í Morgunblað- inu ásamt títtnefndum bréfa- skrifum er síðan hrein árás á um 30% þjóðarinnar þar sem tóbaksvarnarráð dirfist að flokka fólk niður og dæma um það hverjir er betri en aðrir. Ég vil að lokum taka aftur fram að ég hef sjálfur aldrei reykt og þrátt fyrir að sígarettu- reykur fari öðm hvoru óstjóm- lega í taugamar á mér finnst mér það ekki réttlæta þau vinnu- brögð sem tóbaksvamarráð beit- ir. Ég vil einnig taka fram að Fasteign til sölu. Einbýlishúsið Heiðarvegur 35 á Reyðarfirði er til sölu. Uppl. í S. 476 1616 fyrir nokkmm misserum síðan voru sömu aðilar að vinna ágætt starf, þ.e. reyna að spoma við því að ungt fólk byrjaði að reykja og árangurinn var vissu- lega sýnilegur. Hvernig væri nú að þetta blessaða fólk færi nú að vinna vinnuna sína aftur en hætti koma stóran hluta þjóðarinnar upp á móti sér með stöðugum og óréttlátum árásum á þá sem þegar hafa byrjað að reykja og fari að einbeita sér að forvöm- um, þ.e. koma í veg fyrir að fólk hefji reykingar. & 0 Velkomin! Byggt og flutt Eekifífðí eími 4-76 14-25 Neekauþetað eími 4-77 1515 Guðgeir Guðjónsson húsasmiður frá Sbuggahlíð. Fæddur 21. janúar 1931. Dáinn 3. apríi 1998 Fáein minningarorð Það var komið undir jól árið 1951. Ég var nýlega átta ára, hafði verið í Skuggahlíð um tæplega mánaðar tíma. Ég er eitthvað að sýsla í eldhúsinu, kannski vorum við Sigrún að spila, eða myndast við að hjálpa Valgerði móður hennar við verkin. Uti var fimbulvetur, einhver hinn snjóþyngsti sem komið hafði í manna minnum, hvítur freri yfir öllu. Þetta var fyrir daga nútíma samgangna og skipulegir mjólkurflutningar ekki hafnir frá Skuggahlíð, fáir á ferð í vondri tíð. Engum datt í hug að Oddskarðsvegurinn nýi yrði opnaður fyrr en komið væri sumar, vegurinn um sveitina kolófær. Ég hafði komið, sitj- andi á sleða sem dreginn var af nýlegri jarðýtu bænda í Norðfj- arðarhreppi. Það var fátt í heim- ih í Skuggahh'ð þær vikumar mið- að við það sem ég kynntist síðar. Boð höfðu borist frá Karl- skála þess efnis að Guðgeir myndi ganga norður yfir um daginn. Hann kenndi bömum í Helgustaðahreppi þennan vetur, var á leið heim í jólafrí. Og þó ég gerði mér ekki grein fyrir alvöra þessa ferðalags, þá hef ég líklega fundið fyrir óróleikanum í huga Valgerðar, móður ferðalangsins. Hún vissi að veturinn á fjöllum var ekkert grín, menn getur hrakið af leið, frostið bítur, dag- urinn stuttur í svartasta skamm- deginu og klæðnaður langt frá því að standast nokkurn sam- jöfnuð við það sem nú þekkist. Má vera að hún hafi hugsað til tveggja sona sinna sem hún hafði nýlega misst. En svo stóð hann allt í einu á eldhúsgólfinu í mórauðum jakka og dregur innan úr jakkanum nokkurra vikna hvolp af skosk- um ættum. Hann hlaut nafnið Bob, varð síðar frægur um hreppinn allan, en varla að sama skapi vinsæll fyrir skapfestu og atorku sakir við kynbræður sína, - í þeim málum sem miklu skipta fyrir viðhald tegundarinnar. Gerða heimti son sinn úr helju vetrarins. Ég hef löngum trúað því að þeir félagar hafi orðið hvor öðram til nokkurs gagns á göngunni, gaddurinn varla undir 20 gráðum. Skömmu síðar kom Dísa um Oddskarð ofan af Eiðum, ég fór til míns heima. Hélt hver jól í ranni sinnar fjölskyldu. Svo liðu árin. Við Guðgeir unnum saman að mörgum verk- um í Skuggahlíð, stundum einir, einkum að slætti á suntrum þegar enn var slegið með hesta- sláttuvél, ég var honum til að- stoðar að sækja hestana, leggja á og raka frá, girðingavinnu, skepnuhirðingu og hvaðeina sem við þurfti á vaxandi búi. Hann var ekki margmáll og vildi að maður skildi einföld fyrir- mæli fljótt og greinilega. Hann vann fyrir sunnan á vetrum. Eitt vorið, líklega 1954, stóð nýr landróver á hlaðinu, einn af þessum sem nú þykja gersemar á söfnum. Guðgeir hafði unnið fyrir honum og keypt fyrir sunn- an. Þá var nýr jeppi ennþá stórtíðindi í sveitum og heimsger- semi í augum drengs á ellefta ári. Á þeim áram áttu búin á Hofi og í Skuggahlíð stóð suður í Sandvík. Þegar ég var orðinn nógu borubrattur unglingur var ég eitt haust sendur með Guðgeiri og fleirum suður yfir Sandvíkurskarð að sækja fol- öldin og stóðhestinn. Þá voru allir bæir frá Norðfirði til Vaðla- víkur komnir í eyði, en í Sandvík stóðu enn að nokkur uppi hús á einum bæ. Þar gistum við. Mér þótti vistin ekki sem best, en varð rórra þegar hinir fullorðnu sofnuðu áhyggjulitlir, og sofnaði líka. Sú ferð myndi nú á dögum vera flokkuð undir ævintýraferð sem hugvitsamir menn gætu selt túristum fyrir of fjár. í annað sinn fórum við snemma vetrar ásamt Steinþóri mági Guðgeirs að leita að nokkram kindum út á Barðsnesi. Okum á landróvern- um yfir Oddskarð, út með Reyðarfirði og stefndum yfir í Viðfjörð. Brú hafði tekið af veginum upp á Viðfjarðarheiði. Við neyddumst því til að skilja bflinn eftir. Tvær kindur fundum við, og auðvitað vora þær út undir Rauðu björgum. Veðrið var meinlítið, ökladjúpur snjór en feikilegt frost. Á bakaleiðinni hugsaði ég um þetta eitt: Fer jeppinn í gang í þessum gaddi? Ég hef líklega aldrei orðið lúinn um mína daga, en jeppinn fór í gang. Heim komumst við heilu og höldnu. Og nú er Guðgeir Guðjóns- son fallinn frá. Við þau tíðindi er margs að minnast frá löngu liðn- um dögum og er hér aðeins fátt eitt nefnt. Þegar ég hitti þau saman í síðasta sinn mæðginin Valgerði og Guðgeir, gaf hann mér stein úr safni sínu. Við höf- um ekki sést síðan, en minningin um góðan dreng lifir. Ég sendi þeim systram, Dísu og Sigrúnu, ættingjum og venslafólki öllu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Helgi Guðmundsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.