Austurland


Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 1

Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 1
fffl 11^1 Ql^l atiuicui 48. árgangur Neskaupstað, 22. apríl 1998. Mikið að gera hjá skíðakrökkunum Andrésar andar leikarnir á skíðum hefjast á Akureyri á morgun. Búast má við að yfir 200 Austfirðingar komi þar við sögu. Frá Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði fara nú saman um 130 manns, kepp- endur og aðstandendur þeirra. í fyrsta skipti fara kepp- endur þessara staða eins klæddir og í eina sæng fyrir norðan. Þau munu öll gista á sama stað og ríkir mikil stemmning meðal þeirra. Þau hafa m.a. samið sér sérstakan ferðasöng og s.I sunnudag hittust um 170 manns tengdir skíðaíþróttinni svona til upp- hitunar í Egilsbúð í Neskaup- stað og snæddu saman pitsu. Kanadískir í heimsókn Kanadískir sveitarstjórnar- menn munu heimsækja Aust- urland á morgun. Þeir koma til Egilsstaða í fyrramálið en sækja sameinað sveitarfélag Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar heim síð- degis. Heimsóknin er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gestirnir eru frá Prince Edward Island og koma þeir hingað til að kynna sér sveit- arstjórnarstigið og samein- ingu sveitarfélaga en Kan- adamenn líta mjög upp til íslendinga í þessum efnum. Fyrsti kolmuninn Jón Sigurðsson, sem Sam- herji gerir út, landaði um 800 tonnum af kolmunna síðast- liðinn mánudag hjá Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Þetta er fyrsti kolmuninn sem berst til lands hér fyrir austan á vertíðinni. Tímasetningin gæti ekki verið betri því loðnubræðslu lauk á sunnudaginn og því hægt að taka til við bræða kolmunnann. Gleöilerjt sumar Það hefur oft verið sumarlegra það sem af er árinu en ífyrra- dag þegar þessi mynd var tekin á Sólvöllum í Neskaupstað. Börnin voru vel klœdd enda frekar hráslagalegt. Þau töldu samt ekki eftir sér að bregða sér fyrir Ijósmyndara Austur- lands í kastalann sinn til myndatöku. Forsíðumynd blaðsins fyrir ári síðan og aðrar myndir inni í blaðinu voru aftur á móti tekn- ar í sól og sumaryl. Þá þeystu menn á sœsleðum um fjörðinn og yngismeyjar gengu létt- klœddar um götur. Gleðilegt sumar. Ljósm.Eg. Layt hald á amfetamín og hass í Neskaupstað Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur lögreglan í Neskaup- stað gerð upptæk 37 gr. af hassi og 9.5 gr. af amfetamíni og áhöld til neyslu efnisins. Tolf handtökur voru framkvæmdar í tengslum við málið og leitað í 4 húsum og þremur bifreiðum. Þessar aðgerðir lögreglunnar hafa staðið frá áramótum og eru byggðar á víðtækum rannsókn- um og eftirliti og aðstoðar notið nýlega ráðins rannsóknarlögreglu- manns með fíkniefnum á Aust- urlandi, Guðmundar Baldurssonar. Forsvarsmenn löggæslunnar í Neskaupstað, Bjarni Stefánsson sýslumaður og Sigurjón Jónsson lögregluvarðstjóri sögðu í sam- tali við blaðið að þetta væri ár- angur af langri rannsókn. Segja mætti að þessi árangur frá ára- mótum væri óvenju góður en jafnframt mætti segja að hann kæmi í kjölfar lengri rannsókna. Það væri þó svo að all oft frétti lögreglan síðust neyslu eða meintri neyslu fíkniefna og því sögðust þeir vilja koma því á framfæri við bæjarbúa að þeir létu vita þegar grunur væri um slíkt. Mál sem þessi verða ekki unnin nema í samvinnu við bæjarbúa sögðu þeir og með allar ábendingar væri farið með sem trúnaðarmál. I kjölfar þessa máls hefðu lögreglunni þegar borist ábendingar og sýndi það og sannaði að bæjarbúar vildu taka þátt í að upplýsa þessi mál. Upplýsingum væri einnig hægt að koma á framfæri í síma 471 1969 og beint til lögreglunnar í Neskaupstað, 477 1332. Aðspurðir um hvort það fólk sem nú var handtekið hefði kom- ið við sögu lögreglunnar áður vegna fíkniefna, sögðu þeir svo vera. Þessum handtökum myndu fylgja sektir og ákærur. Guðmundur Baldursson rann- fflcniefnamálum á þremur öðrum sóknarlögreglumaður á Eskifirði stöðum á Austurlandi, Vopna- sagði í samtali við blaðið að nú fírði, Seyðisfirði og Egilsstöðum. væri unnið að rannsóknum á Vinahópur ræður mestu I erindi sem dr. Þórólfur Þór- lindsson, félagsfræðingur, hélt á ráðstefnu um heilsufar kvenna sem haldin var á Egilsstöðum s.l. fimmtudag kom meðal ann- ars fram að það sem skiptir mestu máli í því hvort unglingar byrja að reykja eða ekki er fél- agsskapurinn. Ekki er mark- tækur munur á strákum og stelp- um í þessum málum. í erind Þórólfs kom einnig fram að ef ekki hefði verið fræðsla og áróður, þó myndu fleiri reykja en gera það í dag. Hinsvegar segir Þórólfur að breyta þurfi áherslum í þessum málum. Eftirlit foreldra svo og stuðn- ingur við unglinga þurfi að aukast, agi þurfi að vera meiri o.s.frv. Það sem þarf til er s.s. ekki fræðsla heldur stórkostleg áherslu- og hugarfarsbreyting. ¦£» ORYGGI w a öllum sviðum ¦ Eskfirðingurinn Þórólfur Þórlindsson í rœðustól. Ljósm. as flogvir á 200 $r> á 9$>~ 05 íxrb wmm ir\*n\ NhApUÐIN

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.