Austurland


Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 4

Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1998 Kjörskrá og þýðing hennar Kjörskrá er listi yfir þá menn sem eiga kosningarétt í viðkom- andi sveitarfélagi. Hún veður þannig til að Þjóðskrá útbýr kjörskrárstofn og sveitarstjórn útbýr síðan kjörskrá á grundvelli þess stofns með þeim breyt- ingum sem hún telur við eiga. Kynning kjörskrár er fram- kvæmd þannig að hún skal lögð fram almenningi til sýnis á skrif- stofu sveitarstjómar eða öðrum hentugum stað eigi síðar en tíu dögum fyrir kosningar og liggja þar frammi á skrifstofutíma til kjördags. Almenningur á þar að- gang að kjörskránni og mega menn fletta upp bæði sínu nafni Óskum viðskiptavinum okkar og Austfirðingum ölium gleðilegs sumars Skúlason • VÉIAVERKSTÆDI NESKAUPSTAÐ Rennlsmlöl - Jámsmlöl - VélcMðgerOlr________ \^ Oskurn \/ viðskiptavinum okkar og öílum Austfirðingum gleðilegs sumars og allra annarra. Kjörskráin hefur þá grund- vallarþýðingu að eftir henni ber kjörstjórn að fara. Ef nafn kjós- anda er á henni má hann kjósa, annars ekki. Engu breytir hvað er efnislega rétt og hvað kjör- stjórn veit um slíkt, hún verður að fara eftir kjörskránni. Breytingar á kjörskrá Sveitarstjórn er skylt að leiðrétta kjörskrá fram á kjördag ef þess er krafist eða hún fær vitneskju um villur í kjörskránni. T.d. ef einhver kjósandi deyr, þá er hann felldur út, og ef einhver sem er 18 ára og á lögheimili í sveitarfélaginu öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Sveitarstjórn skal taka svona beiðni fyrir tafarlaust. Það má gera allt þar til kjörfundi lýkur að kvöldi kjördags. Áður gilti sú regla að síðustu tvær vikurnar fyrir kjördag gat sveitarstjóm ekki breytt kjörskrá heldur þurfti dómsúrskurð, en nú getur sveitarstjóm fjallað um þetta alveg fram á kjördag. Hér þarf sérstaklega að gæta að þeim sem flytja lögheimili sitt skömmu fyrir kjördag. í lögum um kosningar til sveitarstjóma segir berum orðum að óheimilt Bæjarsjóður Neskaupstaðar óskar Norðfirðingum öllum gleðilegs sumars sé að breyta kjörskrá ef tilkynn- ing um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá fyrir 3ja vikna frestinn. Þeir sem til- kynntir eru síðar fá ekki kosn- ingarétt í nýja sveitarfélaginu. Flestir kjörstjórnannenn þekkja dæmi um kjósendur, sem þarf að vísa frá, er segjast hafa tilkynnt nýtt heimilisfang t.d. á skrifstofu sveitarfélags áður en fresturinn skv. framansögðu er liðinn, en tilkynningin liggur hjá þeim aðila og kemst ekki til skila hjá Þjóðskrá fyrr en eftir að frestur- inn er liðinn. Þessir menn fá ekki að kjósa og kjörskrá verður ekki breytt þeim í hag. Athugun kjósanda á því hvort hann er á kjörskrá Það er sígild ráðlegging til kjós- enda að kynna sér hvort þeir séu ekki örugglega á kjörskrá meðan hún liggur frammi síðustu tíu dagana fyrir kjördag. Einnig er það mikilvæg ábending til þeirra sem eru að flytja milli sveitarfélaga skömmu fyrir kosningar að þeir kanni hvort lögheimilsskráning þeirra hefur borist til Þjóðskrár. Mikil- vægt er þá að gera það áður en þriggja vikna fresturinn er liðinn þannig að unnt sé að koma tilkynningunni þangað sé hún enn ókomin. | SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR óskar viðskiptavinum sínum og öllum Austfirðingum gleðilegs sumars n SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR -fyrirþigogþína Siuibúðin óskar viðskiptavinum sínum og Austfirðingum öllum gleðilegs sumars Súnbúðin Hafnarbraut 6, Neskaupstað Sími477 1133 Ertu enn að hjakka á vetrardekkjunum? Mikið úrval af sumardekkjum á góðu verði Eldri borgarar frá ríflegan afslátt Fljót og góð þjónusta Verið velkomin Gleðilegf sumar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.