Austurland


Austurland - 22.04.1998, Page 5

Austurland - 22.04.1998, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1998 5 Hvernig ég sé bæinn minn Austurland «5* óskar lesendum sínum og öðrum viðskiptavinum gleðilegs sumars Verkalýðsfélag Norðfirðinga óskar Norðfirðingum öllum gleðilegs sumars Krakkarnir hennar Önnu Láru voru að vonum spenntir yfir myndatökunni en sumir vildu frekar vita hvort vitnað vœri til skrifa þeirra. Ljósm. Eg. Á dögunum lagði Anna Lára Pálsdóttir, kennari í Nesskóla í Neskaupstað, verkefni fyrir 9 ára gamla nemendur í 4. bekk A. Nemendur voru beðnir um að skrifa bréf þar sem þeir segðu frá bænum sínum, t.d. því hvað helst væri um að vera hér o.s.frv. Anna Lára sagði að markmið verkefnisins hefði verið að láta bömin að kynna bæinn sinn fyrir einhverjum sem ekki hefði komið hingað. Ljóst er að hinir 9 ára gömlu krakkar höfðu frá ýmsu að segja og þeirra sýn á bæinn var mjög mismunandi. Við getum því miður ekki birt öll bréfin en í staðinn grípum við niður í nokkrum þeirra. ...Ég ætla að skrifa um bæinn minn sem heitir Neskaupstaður, en þar búa u.þ.b. 1600 íbúar. Bærinn fékk kaupstaðarréttindi í janúar árið 1929... Hér er stórt og nýtt íþróttahús og íþróttafél- agið heitir Þróttur. Hér er líka stórt Fjórðungssjúkrahús og ýmis önnur þjónusta s.s. verslan- ir, verkstæði, hárgreiðslustofur og tannlæknir. Hér er oft mjög gott veður og því hafa allir Það er ódýrara að vera áskrifandi! Ársfjórðungsáskrift að blaðinu kostar aðeins 1.470,- Hringdu Í477 1571 og þú færð blaðið sent heim á hverjum fimmtudegi. Austurland gaman af því að vera hér. ...Ég ætla að segja þér frá bænum mínum. Hér búa 1.600 manns. Beint fyrir ofan bæinn eru brött fjöll. Bærinn stendur við fjörð sem heitir Norðfjörður. Flestir vinna við sjávarútveg. Hér eru 5 stór fiskiskip og nokk- uð margar trillur... Hér eru 2 skólar - grunnskóli og verk- menntaskóli. Nú er nýbyrjaður tölvuskóli fyrir krakka. Tónlist- arskóli er hér líka... I vor verða Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupstaður einn bær með einn bæjarstjóra. Ég vil láta nýja bæinn heita Austurríki. ...Það er hægt að labba út í Urðir og það er hægt að labba inn í sveit. Það er gott að búa hér eða mér finnst það. Sumir vinna í frystihúsi eða á sjó eða í Bræðslunni. ... I bænum mínum eru tvær búðir og tvær sjoppur og búðirn- ar heita Bakkabúð en hin Mela- búð og íbúafjöldinn er u.þ.b. 1.600 og er mjög fallegt í skóg- inum og bæjarstjórinn heitir Guðmundur Bjamason og bát- arnir heita Barði, Beitir, Blæng- ur, Bjartur og Börkur og það er frystihús, vélaverkstæði, salt- fiskverkun og skemma og það er mikið landað og mikið að gera í frystihúsinu... ... í Neskaupstað búa 1.600 og það eru margir atvinnulausir hér og það vinna bara sumir í frystihúsinu. Það er mest veitt af loðnu og þorski... Bæjarstjórinn minn heitir Guðmundur Bjama- son. Neskaupstaður fékk kaup- staðarréttindi 1. janúar árið 1929. ... í Neskaupstað er skíðaskáli uppi í fjalli. Þar er stór lyfta, lítil lyfta og líka gilið, rússíbaninn og yfir göngin og svo eru 2 sundlaugar, ein venjuleg og ein uppi í sjúkrahúsi fyrir fatlaða... Það er mikið að gera í skólanum og það eru margir að fara að fermast í vor, pálmasunnudag, hvítasunnu og skírdag og margt fleira. ...Neskaupstaður er kaupstað- ur á Austurlandi. I Neskaupstað em u.þ.b. 1.600 íbúar. Fallegur fjallahringur, á sumrin er gott að tína ber. ...besta vinnan hér er í loðn- unni. Neskaupstaður er kaup- staður. Bátamir eru margir... ...og það er hátíð hér í Neskaupstað sem heitir Neista- flug og það búa 1600 manns í Neskaupstað og það er gaman í Neskaupstað. Endilega komdu. Hársnyrtistofa Maríu Hafnarbraut3 Neskaupstað s.477 1850 Hraðfiystihiís Eskifjarðar óskar starfsfólki sínu og öllum Eskíirðiugum gleðilegs sumars HRAÐFRYSTIHUS ESKIFJARÐAR HF Strandgata 39 - 735 Eskifjörður

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.