Austurland


Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 6

Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1998 Við getum gert betur Ráðstefna um forvarnir á Austurlandi Næst komandi föstudag, 24. aprfl, verður haldin í Félagslundi á Reyðarfirði ráðstefna á vegum áætlunarinnar Island án eitur- lyfja í samvinnu við sveitarfélög á Austurlandi og Landsamtökin Heimili og skóli. Flest okkar eru meðvituð um það að ekkert er eins mikilvægt fyrir börn og unglinga en sú um- hyggja sem þau fá á fyrstu árum ævinnar, því það er á þessum fyrstu árum sem hæfileikinn til trausts, samhygðar og vænt- umþykju á uppruna sinn. Sé ekki komið til móts við tilfinninga- legar þarfir barna og ungmenna á þessum árum er hætta á að varanlegur skaði eigi sér stað. Tíðir aðskilnaðir sem allir veikja síðar hæfnina til að treysta öðrum. Það er því kominn tími til að við látum okkur varða meira hina tíðu aðskilnaði sem verða í lífi bama og sífelld skipti á þeim sem annast þau. Erfiðasta hindrun við nægi- lega umhyggju er neysla og efnishyggja samfélagsins. Oseðj- andi græðgi eftir auðæfum og gífurleg neysla hafa dregið athygli okkar frá þeim eðlislægu gildum og forgangsröðun sem skiptir okkur mestu máli í upp- eldi bama okkar. Önnur leið er skilningur á því að neysla býður upp á ógreinileg gildi og markmið. Þau gildi sem taka sess eru öfund, eigingirni og græðgi og markmiðin eru staða og frami. Svo samgróin erum við þessum gildum og markmiðum, eftir að hafa með- tekið þau á öllum sviðum lífsins frá fæðingu, að við tökum varla eftir áhrifum þeirra á okkur. Það er eins og við höfum náð tökum á öðru tungumáli en gerum okkur ekki grein fyrir því sem orðin þýða í raun: hversu nauð- synlegt það sé að eignast! Af því leiðir að við greinum ekki hina hliðina; lævísa neysluna. Við höfum heldur ekki tals- menn sem útskýra hina hliðina. Það er ekkert afl í þjóðfélaginu sem segir: Stoppaðu aðeins: Ef þú ætlar að kaupa þér þennan jeppa, hvað mun það kosta? Ekki hvað varðar bankareikn- inginn þinn, heldur hvað varðar persónulega reikninginn þinn. Hver verða ósýnilegu útgjöldin? Ef foreldrar ætla út á vinnu- markaðinn til að afla fjár til að kaupa þannig veraldlega hluti, hvað kostar það hina fjölskyldu- meðlimina? Á erfiðum stundum í lífi okk- ar og á stundum örvæntingar, þegar við teljum böm okkar vera í vandræðum með líf sitt, kom- um við aftur að þeirri staðreynd að það sem skiptir mestu máli eru traust tengsl, okkar ástríku tengsl við bömin. Þau hafa ekk- ert með efnishyggju að gera enda kemur hún þar að engu gagni. Þegar lífið er snautt af þýð- ingarmiklum samskiptum við fólkið okkar, hvar fær maður fyllingu í lífið? Menning okkar býður okkur að kaupa hana, skreyta með henni, klæðast henni og sýna hana á ýmsa vegu. Einstaklingurinn verður að æða áfram, eins og í siðblindu, stanslaust leitandi að meiri örvun, stanslaust leitandi að einhverju til að fylla skarðið. Það hryggilega er, að það er ekki hægt að fylla skarðið. Ekki er hægt að fá neitt í stað trausts, ástar og væntumþykju. Það er Birgir Kjartansson ekki hægt að kaupa þau og ekki hægt að „setja þau í“ seinna. Skarðið er oft ekki hægt að „laga“ með meðferð, því með- ferð getur í sumum tilvikum ekki unnið á djúpstæðum per- sónuleikatruflunum og vanda bamsins sem á uppruna sinn í bernsku- og unglingsárunum. Barn sem ekki fær næga ást, umhyggju og aðhald í bernsku og unglingsárum lífsins getur orðið í hópi þeirra sem lenda í vanda síðar á ævinni. Þó foreldrar séu stöðugt að kaupa, bæta við efnislegum hlutum, er oft ekki hægt að bæta þann skaða sem orðinn er. Slík mann- eskja eyðir oft öllu lffi sínu í að leita að einhverju sem hún getur aldrei eignast: nægilega ást, umhyggju og stuðning. Barn eða unglingur, sem fær næga um- hyggju á fyrstu ámm ævinnar, hefur hinsvegar fengið gjöf sem er lykillinn til að geta gefið öðrum og þiggja af öðrum. Þessar hugrenningar eru settar á blað vegna ráðstefn- unnar „Við getum betur“, sem er öllum opin og er þátttaka ókeypis. Ég vil að lokum hvetja foreldra, unglinga og alla þá sem starfa að barna- og unglinga- málum til að mæta. Birgir Þ. Kjartansson félagsmálastjóri, Neskaupstað. Óskum viðskiptavinum okkar og öllum Norðfirðingum gleðilegs suniars Starfsfólk söluskála Olís Neskaupstað ffli s— ^ Síðasti vetrardagur, 22. apríl Stúkan opin til 03.00 Sumard.agurinn fyrsti, 23. apríl kl. 17.00 Kvikmyndasýning. Teiknimyndin Anastasia Miðaverð kr. 600.- I Laugardagskvöldið 25. apríl •kl. 21.00: Tónleikar með Karlakór Eyjafjarðar kl. 23.00: Hjónaball með KEyGo (karlakór Eyjafjarðar og co.) Miðaverð kr. 1500.- á tónleika og frítt á ball Miöaverð kr. 1000.- á Hjónaball e. kl. 23.00 18 ára aldurstakmark á dansleik Pizza 67 sími 755-6767 og 477-1867 & Hótel Egilsbúð sími 477-1321 1 Nesprent óskr vMiptmnum sínum ogNorðfiÆngumöllum gtíilegs sumars ÉÍF%nesprent Iðnaðarhúsnæði Til sölu er iðnaðarhúsnæði Síldarvinnslunnar hf. við Eyrargötu í Neskaupstað. Eyrargata 5 Eyrargata 7 Eyrargata 9 Eyrargata 11 474.5 fermetrar 492.7 fermetrar 296.9 fermetrar 120.8 fermetrar 3036 rúmmetrar 2151 rúmmetrar 1227 rúmmetrar 501 rúmmetrar Eignirnar seljast í einu lagi eða minni einingum. Tilboð óskast sent Síldarvinnslunni hf. Hafnarbraut 6 740 Neskaupstað fyrir 8. maí 1998, merkt: Iðnaðarhúsnæði Á athafnasvæðinu er dráttarbraut fyrir skip allt að 600 þungatonn Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari uppl. í síma 477 1773 og 477 1603 Síldarvinnslan hf. Umferðapðnyggisnefnd stofnuð á Suð-Austurlandi Umferðaröryggisnefnd Suð- Austurlands var stofnuð á Hótel Höfn í Homafirði, fimmtudag- inn 27. mars sl. Hliðstæðar nefndir hafa verið stofnaðar víða um land og er hlutverk þeirra að vinna að endurbótum í umferð- aröryggismálum á viðkomandi svæðum. I þeim eiga sæti fulltrú- ar sýslumanna, lögreglu, heilsu- gæslu, samtaka sveitarfélaga, Vegagerðarinnar, tryggingafél- aga og ýmissa samtaka fag- manna og áhugamanna um um- ferðarmál. Umferðaröryggis- nefndir starfa sjálfstætt, en eru hluti af skipulögðu starfi Um- ferðarráðs. I fyrra var umferðaröryggis- nefnd Austfjarða stofnuð og er formaður hennar Skúli Hjaltason í Neskaupstað, fulltrúi SVFÍ. Nefndin, sem stofnuð var á Höfn, á að þjóna byggðum í Frá stofnfundi umferðaröryggisnefndar Suð-Austurlands á Höfn, 26. ntars 1998. Frá vinstri: Oli H. Þórðarson framkvœmda- stjóri, Þórhallur Olafsson, formaður Umferðarráðs, og Þrúðmar Þráðmarsson, formaður nefndarinnar. Austur-Skaftafellssýslu, auk Þrúðmar Þrúðmarsson, öku- Djúpavogshrepps. Formaður kennari á Höfn. nefndarinnar var kjörinn

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.