Austurland


Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 7

Austurland - 22.04.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1998 Framboðslisti Kríunnar rœwsEE^K Á félagsfundi, sem haldinn var síðastliðið miðvikudagskvöld í Kríunni, samtökum félagshyggju- og jafnaðarfólks og óháðra kjós- enda í Austur Skaftafellssýslu, var borinn upp tillaga að fram- boðslista félagsins við sveitar- stjórnarkosningar í nýju sveitar- félagi í sýslunni í vor . Fyrsta sæti listans skipar Gísli Sverrir Árnason, forstöðu- maður Sýslusafns og bæjar- fulltrúi, Höfn. Önnur sæti skipa: 2. Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari, Höfn. 3. Sigrún I. Sveinbjörns- dóttir, atvinnurekandi, Höfn. 4. Þorbjörg Arnórsdóttir, skólastjóri, Hala í Suðursveit. 5. Kristín Gestsdóttir, leið- beinandi, Höfn. 6. Björg Svavarsdóttir, sjúkra- liði, Höfn. 7. Gísli Sigurjón Jónsson, bóndi, Hnappavöllum í Öræfum. 8. Þorkell Kolbeins, skrif- stofumaður, Höfn. 9. Heiðar Sigurðsson, skrif- stofumaður, Höfn. 10. Heimir Þór Gíslason, kennari, Höfn. 11. Gunnar Þorsteinsson, bóndi, Reyðará í Lóni. 12. Kolbrún Halldórsdóttir, móttökuritari, Höfn. 13. Sigurður Örn Gunnars- son, sjúkraþjálfi, Höfn. 14. Sævar Kristinn Jónsson, bóndi og bæjarfulltrúi, Mið- skerjum í Nesjum. 15. Ingibjörg Ingimundar- dóttir, starfsmaður Skjólgarði, Höfn. 16. Inga Jónsdóttir, mynd- listarkona, Höfn. 17. Sigurður Guðjónsson, bóndi, Borg á Mýrum. 18. Sigfús Harðarson, yfir- hafnsögumaður, Höfn. 19. Páll Kristjánsson, veitu- stjóri og bæjarfulltrúi, Höfn. 20. Jón Þorsteinsson, bóndi, Lækjarhúsum í Suðursveit. 21. Halldóra Friðjónsdóttir, deildarstjóri, Höfn. 22. Þorsteinn Lúðvfk Þor- steinsson, safnvörður, Höfn. Krían mun hafa listabókstaf- inn H í kosningunum í vor. Heimasíða framboðsins http://www.eldhorn.is/krian/ hefur þegar verið opnuð. Óskum viðskiptavinum okkar og Austfirðingum öllum gleðilegs sumars Byggt og flutf Eskífírðí símí 4-76 14-25 Meskaupstað símí 4-77 1515 Óskum viðskiptavinum okkar og Norðfirðingum öllum is sumars *5» Sveinn Einarsson vörubílstjóri Neskaupstað Haki hf Neskaupstað Kristián Loftsson Á að flytja Keikó ti 'slands? M£Ð Þegar spurt er hvort háhyrningurinn Keikó eigi að koma á sínar æskustöðvar er svarið auðvitað já. Það er margt sem mælir með heimkomu Keikós. Fyrir það fyrsta er það ferðamanna- þjónusta á íslandi sem nyti góðs af og fengi trúlega þá stærstu „vítamínsprautu" sem um getur. Svo viðamikil yrðu þau áhrif að efni yrði til sérstaks pistils þar að lútandi. Þar sem áformað er að Keikó komi til Eskifjarðar verða það Austfirðingar sem koma til með að búa sig sérstaklega undir að taka á móti honum og annast hann ásamt bandarískum vísindamönnum. Sú fullyrðing sem upp hefur verið höfð að Keikó geti borið með sér sjúkdóma er nánast eins fjarlæg og hún getur verið. Færustu vísindamenn á þessu sviði í Bandarfkjunum hafa fylgst með heilsufari Keikós og fullyrða að ekki geti verið um smitburð að ræða, þeim vísindamönnum verðum við að treysta. Þegar sú staðreynd blasir við og einnig það að Islendingar bera engan fjárhagslegan kostnað né ábyrgð á flutningi og áframeldi Keikós væri það hrein fíflska að heimta ekki heimkomu hans. Flutningur Keikós til fslands er ekki gamanmál hjá Bandaríkjamönnum, heldur hávísindaleg framkvæmd og með tílliti til þess ber okkur að veita allt það lið sem við getum svo vel megi til takast. Þá spyr maður sig hvort hér sé ekki komið hið gullna tækifæri fyrir íslenska vísindamenn, að taka þátt í því vísindastarfi sem hér færi fram með bandarískum kollegum sem Bandaríkjamenn fjármagna. Við skulum einnig átta okkur á því að ef við tökum ekki við Keikó af ótta við smitburð verða það bara næstu nágrannar okkar í suðri sem bjóða hann velkominn og þar með væri smitleiðin opin því Keikó er syntur. Einhvers staðar heyrði ég að nafnið Keikó þýddi „sá heppni" á japönsku. Við skulum öll vona að Keikó beri sitt japanska nafn með rentu og verði svo heppinn að komast heim á komandi hausti. Ég er alfarið á móti því og tel Vfi\J 1 1 þessa fyrirætlun vera algeran glannaskap sem gæti haft ófyrirséðar afleiðíngar fyrir lífríki hafsins hér við land. Þó svo því sé haldið fram að háhyrningurinn sé heilbrigður og aðstandendur hans segjast geta sent með honum öll möguleg heilbrigðisvottorð, þá er það bara önnur hlið málsins. Hvaða sjúkdóma kemur háhyrningurinn til með að flytja með sér úr lífríki Kyrrahafsins hingað í lífríki hafsins í kringum Island, sem ekki fyrirfinnast hér ? Þessari spurningu getur enginn svarað eða fullyrt að muni ekki gerast. Þess eru dæmi að lax hefur verið tekinn úr einu hafsvæði og sleppt í annað, án þess að hafa verið hafður í sóttkví áður, og afleiðingar slíkra vinnubragða hafa orðið skelfilegar. íslendingar hafa áður gengið í gegn um svipað og hér er verið að bjóða upp á. Þá var reynt að viðhafa alla þá varúð sem þekkt var á þeim tíma og í þokkabót um dýr á landi sem áttu í hlut. Það var 1933 að fluttar voru til landsins 20 kindur (15 hrútar og 5 ær) af karakúlkyni. Þessar kindur komu frá dýraræktunar- stofnun háskólans í Halle í Þýskalandi. Kindunum fylgdu vottorð dýralækna um heilbrigði. Fyrstu tvo mánuðina eftir komu kindanna til landsins voru þær í einangrun í Þerney við Reykjavík. Af þessum 20 kindum var 5 ám og 2 hrútum komið fyrir á Hólum í Hjaltadal en 13 hrútar voru seldir bændum og félögum þeirra víðs vegar um land. Hvað hefur þetta með „Keiko" að gera ? Von er að spurt sé. Jú, afrakstur innflutnings þessara 20 kinda var mæðiveikin og garnaveikin sem kindurnar báru með sér til landsins og íslenskt sauðfé var ónæmt fyrir. Hólfa þurfti landið niður með girðingum, samtals rúma 900 km., niðurskurður og fjárskipti fóru fram á stórum svæðum. Kostnaður rfkissjóðs vegna alls þessa árin 1937 til 1969 reiknað til verðlags í árslok 1997 miðað við vísitölu neysluverðs voru rúmar kr. 6.000.000.000,00. Talið er að bændur hafi orðið fyrir álíka búsifjum sem ekki fengust bættar. Enn í dag er bólusett við garnaveiki. Allir þekkja hestasóttina sem nú virðist „fljúga" nær stjórnlaust um landið þó reynt sé að sporna við eftir bestu getu. Hvaðan hún kemur virðist erfitt að ákvarða. Ætla menn svo, algerlega að ástæðulausu, að þóknast þessum leikaraskap með því að dengja „Keiko" beint í sjó við ströndina, þó í kví sé. Ég hélt Austfirðingar ættu meira undir sjávarútvegi en svo að þeir vildu taka aðra eins áhættu. Framboðslisti Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi 1. Benedikt Sigurjónsson, umsjónarmaður, Neskaupstað 2. Þorbergur Hauksson, slökkviliðsstjóri Eskifirði 3. Guðmundur Bjarnason, sölumaður Reyðarfirði 4. Sigrún Júlía Geirsdóttir, bankastarfsmaður Neskaupstað 5. Alrún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Eskifirði 6. Sigurjón Baldursson, stöðvarstjóri, Reyðarfirði 7. Einar Björnsson, bif- reiðarstjóri, Eskifirði 8. Guðrún Kjartansdóttir, húsmóðir, Reyðarfiðri 9. Guðmundur Skúlason, vélvirki, Neskaupstað 10. Eiður Ragnarsson, bifreiðarstjóri, Reyðarfiðri 11. Sigrún Traustadóttir, skrifstofumaður, Eskifirði 12. Stefán Ingvarsson, verkstjóri, Reyðarfirði 13. Grétar Sigurðsson, sjómaður, Neskaupstað 14. Halldór Jóhannsson, bóndi, Eskifirði 15. María Kjartansdóttir, ræstitæknir, Neskaupstað 16. Rúnar Jóhannsson, verk- stjóri, Reyðarfirði 17. Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Eskifiðri 18. Sigurður V. Jóhannesson, sjómaður, Neskaupstað 19. Gísli Þór Briem, bifreiðarstjóri, Reyðarfírði 20. Björgúlfur Lauritsson, Helgafelli 11, Eskifirði 21. Sigurbergur Hauksson, stýrimaður, Neskaupstað 2.Kristmanna Jónsson, fv. útgerðarmaður Eskifirði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.