Austurland


Austurland - 30.04.1998, Síða 1

Austurland - 30.04.1998, Síða 1
48. árgangur Neskaupstað, 30. apríl 1998. 16. tölublað. F egurðarsamkeppni gæludýra Menningardagur verður hald- inn í Egilsstaðabæ laugardag- inn 9. maí. Menningarmála- ráð bæjarins í samráði við ýmis félagasamtök hefur sett saman fjölbreytta dagskrá þar sem lögð er áhersla á list- sköpun bæjarbúa og annarra gesta. Uppákomur verða í Safnahúsinu og Valaskjálf og einnig getur fólk lagt hönd á plóginn við gerð útilista- verks. Þá verður fegurðarsam- keppni gæludýra, sú fyrsta sinnar tegundar á landinu, og ljósmyndamaraþon. Menn- ingardeginum lýkur svo með grímudagsleik í Héraðsheim- ilinu Valaskjálf. Bylgjan og Sýn til Austurlands Sjónvarpsstöðin Sýn og útvarpsstöðin Bylgjan sem eru í eigu Islenska útvarps- félagsins hf. munu á næstu vikum og mánuðum ná til 94% þjóðarinnar en í dag nær Bylgjan til 92% landsmanna og Sýn til um 85%. I maí og júní mun Bylgjan hljóma á Seyðisfirði, Eski- fírði og Reyðarfirði og nær hún þá til allra stærstu þéttbýliskjarnanna á Austur- landi og sjónvaipsstöðin Sýn mun koma inn á Höfn, Fáskr- úðsfirði, Reyðarfirði, Eski- firði, Neskaupstað, Egilsstöð- um, Seyðisfirði og Vopnafirði í maí/júní til ágúst/september Frá sjávarsíðunni Frystiskipið Barði NK 120 kom til heimahafnar á mánu- daginn með frosnar afurðir að verðmæti um 45 ntilljónir króna. Samkvæmt heimild- um blaðsins er hér um að ræða um 500 tonn upp úr sjó. Rækjufrystiskipið Blængur NK 117 er á Dombanka, en þar hefur verið ágæt veiði að undanförnu og sannkölluð veisla fyrst þegar skipin komu á veiðisvæðið. Kol- munnaveiðin hefur verið léleg að undanfömu. Börkur landaði fyrir helgi rúmlega 200 tonnum og fór svo í slipp á Akureyri og Beitir landaði á þriðjudaginn um 600 tonnum. Bjartur er í sinni fyrstu veiðiferð eftir slipp. 1. maí Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðins er á morgun. Af því tilefni verður efnt til hátíðar- halda víðsvegar um landið og er Austurland engin undan- tekning þar á. A myndinni hér til hliðar, sem tekin var í blíðunni á bryggj- uiini í Neskaupstað síðastlið- inn mánudag, sést hvar verið varað landa frostnum afurðum úr Barða NK 120. Inni í blaðinu er að finna fleiri rnyndir úr daglegu lífi verka- fólks á Austurlandi en Ijós- myndarar blaðsins ferðuðust vítt og breytt um jjórðunginn og mynduðu hetjur hvursdags- ins. Ljósm. Eg. Skálkaskjól og Síldarbær meðal tilnefninga Á þriðja hundruð ábendingar bárust um nafn Austurríki, Austurbyggð, Aust- urbær, Austfirðir og Firðir voru einna algengustu tilnefningamar þegar farið var yfir tillögur íbúa Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar um nafn á nýtt sameiginlegt sveitarfélag. Alls bárust 217 nöfn og flóran var ótrúlega fjölskrúðleg. Gerpiskró, Fjarðaþrenningarbær, Heims- endi, Eskibúðarnes, Drekabyggð og Sfldarbær voru meðal tillagn- anna. Að sögn Kristins V. Jóhanns- sonar, formanns Nafnvalsnefnd- arinnar, hefur nefndin gengið frá greinargerð til sameiningar- nefndarinnar og hann telur að næsta skref verði að nefndinni verði falið að undirbúa skoðana- könnun sem fram fari samhliða sveitarstjómarkosningunum 23. maí. Sjö nöfn fengu svipaðan fjölda tilnefninga eða 15 - 35 og segist Kristinn telja eðlilegt að valið standi á milli 4-5 þeirra nafna. íbúar staðanna eru ekki alveg á sömu línu þegar skoðað er vinsælasta nafnið. Þar eru Esk- firðingar og Norðfirðingar sam- mála en ekki Reyðfirðingar. Hver sem niðurstaða skoðunar- könnunarinnar verður er ljóst að hún verður ekki bindandi þótt fullvíst megi telja að ekki verði gengið þvert á vilja íbúanna. Við eigum því sennilega ekki von á að verða kölluð gerpi af því við búum í Gerpisbyggð eða vera skálkar af því við búum í Skálkaskjóli eða þá síldar af því við búum í Síldarbæ! Aðstæður vegna Keikós kannaðar Þrír sérfræðingar frá samtökum þeim sem vilja senda Keikó á heimslóðir voru á Eskifirði og Neskaupstað um síðustu helgi. Þeir vildu ekki að fjölmiðlar og Náttúrustofa og RF enn bara á teikniborðinu pólitíkusar, eins og þeir orðuðu það, vissu af ferðum þeirra og því var ekki hægt að hafa tal af þeim. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins var þetta tæknilið, sem var að kanna að- stæður, m.a. var í hópnum kafari sem var að skoða hversu tær sjórinn hér eystra er. En tæknilið þetta var ekki aðeins á ferðinni hér eystra það fór líka til að líta á aðstæður í Vestmannaeyjum og í Hvammsvík, en þangað vilja Reykvíkingar nú fá Keikó. Framkvæmdir eru enn ekki hafnar við húsnæði Náttúrustofu Austurlands og útibús Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins í Neskaupstað þrátt fyrir að allar teikningar og önnur gögn liggi fyrir. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið þvælst á milli ráðuneyta þar sem menn hafa ekki komist að samkomu- lagi hvaða ráðuneyti á að borga hlut RF í dæminu. Hlutur RF var ekki á fjárlögum heldur var um að ræða munnlegt samkomulag milli fjármálaráðherra og for- svarsmanna RF. Ljóst er að kostnaður vegna RF verður mun meiri en í upp- hafi var gert ráð fyrir og stafar það af stórlega auknum gæða- kröfum. Vegna ráðherraskipta í fjármálaráðuneytinu hefur málið dregist enn frekar. GcvaIía k^ffí 500 ^r. + swkkvfUöí 464.- sinur 500 $r. 132.- Mur mus 1í 1 k$. 265.- rnflcx 750 $r. 294.-

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.